Miðvikudaginn 18. janúar 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 165. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar:
1. Mál.nr. 2011110030
Heiti máls: Sefgarðar 3 – breytt innra fyrirkomulag, fjölgun sæta í sal
Eigandi: Þyrping ehf.
Lýsing: Umsókn um byggingaleyfi til þess að breyta innréttingu og fjölga sætum í sal A og B um 68 í 282 og skv. uppdráttum Þorleifs Eggertssonar arkitekts, dags.11.11.2011, sem SHS hefur áritað.
Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
2. Málsnúmer. 2011110019
Heiti máls Valhúsabraut 25 –nýtt einbýlishúss
Eigandi: Erna Gísladóttir
Lýsing: Umsókn um byggingaleyfi til þess að reisa nýtt einbýlishús í stað eldra, skv.
teikningum Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 12. desember, 2011.
Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
3. Málsnúmer. 2011120016
Heiti máls Eiðistorg 17 breytt innrétting og notkun
Eigandi: Icecod ehf.
Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytta innréttingu og notkun fasteignar 010202, fastnúmer 206734, í líkamsræktarstöð fyrir mæður með ungabörn eftir teikningu Gísla Gunnarssonar byggingafræðings sem SHS hefur áritað, Fyrirspurn um sama efni studd bréfi húsfélags sem ekki gerði athugasemd fékk jákvæða afgreiðslu á síðasta fundi.
Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
4. Málsnúmer. 2011050046
Heiti máls Safnatröð og húsnúmer.
Lýsing: Tillaga byggingarfulltrúa um númer húsa við Safnatröð sem er nýtt götuheiti samkvæmt tillögu nafnanefndar undirnefndar S&M sem Bæjarstjórn staðfesti á 754. fundi 9. nóvember, 2011. Nesstofa verði nr. 1, Lyfjafræðisafn nr. 3 og Lækningaminjasafn verði nr. 5
Afgreiðsla: Samþykkt
6. Mál.nr. 2010120066
Heiti máls: Deiliskipulagsbreyting Suðurströnd skóla/íþróttasvæði
Málsaðili: Seltjarnarnes
Lýsing: Breyttur deiliskipulagsuppdráttur Ögmundar Skarphéðinssonar, auglýsingu áður frestað vegna væntanlegra áforma um stækkun og breytingar á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.
Afgreiðsla: Samþykkt.
9. Mál.nr. 2011120065
Heiti máls: Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu vegna hættu ástands
Lýsing: Bréf íþróttafulltrúa til ÍTS um hættur fyrir gangandi vegfarendur á leið frá íþróttavelli að íþróttamiðstöð, yfir götu, framsent S&M af ÍTS.
Afgreiðsla: Samþykkt að sett verði hraðahindrun ofan við aðalhlið íþróttavallar .
Bæjarstjórn samþykkir sbr. 6. lið í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar:
“Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 20. desember s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Skóla- og íþróttasvæðis við Suðurströnd”.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar. - Fundargerð 371. fundar Félagsmálaráðs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 244. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 235. fundar Umhverfisnefndar.
Til máls tóku: MLÓ, ÁH
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 28. fundar Lækningaminjasafns.
Til máls tóku: ÁE, ÁH, GM, MLÓ, SEJ
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð í stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 14. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 791. fundur og 792. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð 165. Fundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 293. fundur stjórnar SORPU.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 319. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 106. fundur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerðir 25. og 26. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðirnar lagðar fram. - Fundargerð Búfjáreftirlitsnefndar, dagsett 13. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
- a) Tillaga bæjarstjóra um stofnun undirbúningsnefndar vegna endurskoðunar samnings um Lækningaminjasafn.
Kjörin eru í undirbúningsnefnd vegna endurskoðunar samnings um Lækningaminjasafn:
Friðrik Friðriksson, Bollagörðum 7, formaður, Margrét Pálsdóttir, Steinavör 6 og Stefán Bergmann Hamarsgötu 2.
Samþykkt samhljóða.
b) Lagt var fram bréf Læknafélags Íslands, dagsett 17. janúar 2012, þar sem Birna Jónsdóttir er tilnefnd í stjórn Lækningaminjasafns Íslands í stað Elínborgar Guðmundsdóttur. - Samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl. 17:25