Fara í efni

Bæjarstjórn

19. janúar 2012

Miðvikudaginn 18. janúar 2012 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 165. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar:
    1. Mál.nr. 2011110030
    Heiti máls: Sefgarðar 3 – breytt innra fyrirkomulag, fjölgun sæta í sal
    Eigandi: Þyrping ehf.
    Lýsing: Umsókn um byggingaleyfi til þess að breyta innréttingu og fjölga sætum í sal A og B um 68 í 282 og skv. uppdráttum Þorleifs Eggertssonar arkitekts, dags.11.11.2011, sem SHS hefur áritað.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
    2. Málsnúmer. 2011110019
    Heiti máls Valhúsabraut 25 –nýtt einbýlishúss
    Eigandi: Erna Gísladóttir
    Lýsing: Umsókn um byggingaleyfi til þess að reisa nýtt einbýlishús í stað eldra, skv.
    teikningum Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 12. desember, 2011.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
    3. Málsnúmer. 2011120016
    Heiti máls Eiðistorg 17 breytt innrétting og notkun
    Eigandi: Icecod ehf.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytta innréttingu og notkun fasteignar 010202, fastnúmer 206734, í líkamsræktarstöð fyrir mæður með ungabörn eftir teikningu Gísla Gunnarssonar byggingafræðings sem SHS hefur áritað, Fyrirspurn um sama efni studd bréfi húsfélags sem ekki gerði athugasemd fékk jákvæða afgreiðslu á síðasta fundi.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
    4. Málsnúmer. 2011050046
    Heiti máls Safnatröð og húsnúmer.
    Lýsing: Tillaga byggingarfulltrúa um númer húsa við Safnatröð sem er nýtt götuheiti samkvæmt tillögu nafnanefndar undirnefndar S&M sem Bæjarstjórn staðfesti á 754. fundi 9. nóvember, 2011. Nesstofa verði nr. 1, Lyfjafræðisafn nr. 3 og Lækningaminjasafn verði nr. 5
    Afgreiðsla: Samþykkt
    6. Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Deiliskipulagsbreyting Suðurströnd skóla/íþróttasvæði
    Málsaðili: Seltjarnarnes
    Lýsing: Breyttur deiliskipulagsuppdráttur Ögmundar Skarphéðinssonar, auglýsingu áður frestað vegna væntanlegra áforma um stækkun og breytingar á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
    9. Mál.nr. 2011120065
    Heiti máls: Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu vegna hættu ástands
    Lýsing: Bréf íþróttafulltrúa til ÍTS um hættur fyrir gangandi vegfarendur á leið frá íþróttavelli að íþróttamiðstöð, yfir götu, framsent S&M af ÍTS.
    Afgreiðsla: Samþykkt að sett verði hraðahindrun ofan við aðalhlið íþróttavallar .

    Bæjarstjórn samþykkir sbr. 6. lið í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar:

    “Á grundvelli Skipulagslaga nr. 121/2011 og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 20. desember s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Skóla- og íþróttasvæðis við Suðurströnd”.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
  2. Fundargerð 371. fundar Félagsmálaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
  3. Fundargerð 244. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
  4. Fundargerð 235. fundar Umhverfisnefndar.
    Til máls tóku: MLÓ, ÁH
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 28. fundar Lækningaminjasafns.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH, GM, MLÓ, SEJ
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð í stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 14. desember 2011.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerðir 791. fundur og 792. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  9. Fundargerð 165. Fundar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  10. Fundargerð 293. fundur stjórnar SORPU.
    Fundargerðin lögð fram.
  11. Fundargerð 319. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  12. Fundargerð 106. fundur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  13. Fundargerðir 25. og 26. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  14. Fundargerð Búfjáreftirlitsnefndar, dagsett 13. desember 2011.
    Fundargerðin lögð fram.
  15. Tillögur og erindi:
  16. a) Tillaga bæjarstjóra um stofnun undirbúningsnefndar vegna endurskoðunar samnings um Lækningaminjasafn.
    Kjörin eru í undirbúningsnefnd vegna endurskoðunar samnings um Lækningaminjasafn:
    Friðrik Friðriksson, Bollagörðum 7, formaður, Margrét Pálsdóttir, Steinavör 6 og Stefán Bergmann Hamarsgötu 2.
    Samþykkt samhljóða.

    b) Lagt var fram bréf Læknafélags Íslands, dagsett 17. janúar 2012, þar sem Birna Jónsdóttir er tilnefnd í stjórn Lækningaminjasafns Íslands í stað Elínborgar Guðmundsdóttur.
  17. Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?