Miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.
-
Lögð var fram fundargerð 446. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. nóvember 2011 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
-
Lögð var fram fundargerð 243. (66.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. október 2011 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 107. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 27. október 2011 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 357. (7.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 31. október 2011 og var hún í 10 liðum.
Til máls tóku: LBL og ÁE.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 98. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 28. október 2011 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð undirnefndar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness v/ nafngiftar á götu að hinu nýja Lækningaminjasafni í Nesi, dagsett 4. júlí 2011.
Til máls tók: ÁH.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að heiti á götunni að Lækningaminjasafni fái nafnið Safnatröð.
-
Lögð var fram fundargerð 7. fundar ársins 2011 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 24. október 2011 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 367. fundar dagsett 3. október 2011 sem var í 6 liðum, 368. fundar dagsett 17. október 2011 sem var í 3 liðum og 369. fundar dagsett 24. október 2011 sem var í 2 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 162. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 28. október 2011 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 790. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. október 2011 og var hún í 30 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 21. september 2011 sem var í 5 liðum og fundagerð vettvangsferðar í Reykjanesfólkvang 8. október 2011.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lögð var fram Skólastefna Seltjarnarnesbæjar 2011 sem áður var lögð fram á 744. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: SEJ, ÁE og ÁH.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Skólastefnu Seltjarnarnesbæjar 2011.
Bæjarstjórn vill þakka öllum þeim sem komu að þessari endurskoðun fyrir vel unnin störf.
-
Fundi var slitið kl. 17:12