Fara í efni

Bæjarstjórn

22. júní 2011

Miðvikudaginn 22. júní 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM) Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Forseti gerði tillögu að dagskrárbreytingu. Samþykkt að taka fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr 159 á dagskrá undir lið 7.

  1. Lögð var fram fundargerð 106. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 8. júní 2011 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 355. (5.) fundar Íþótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. júní 2011 og var hún í 13 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 22. (2.) fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 14. maí 2011 og var hún í 4 liðum, ásamt fylgiskjali um kynjaskiptingu í nefndum bæjarins.

    Til máls tók: ÁE.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2011 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 30. maí 2011 og var hún í 10 liðum.

    Til máls tóku: ÁE og ÁH.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 156. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 3. júní 2011 og var hún í 8 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 313. fundar dagsett 2. maí 2011 sem var í 5 liðum og 314. fundar dagsett 30. maí 2011 sem var í 3 liðum.

    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 159. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. júní 2011 og var hún í 15 liðum.

    Mál 2011050019 Sæbraut 4, stækkun á kvisti. – Samþykkt samhljóða

    Mál 2011050018 Melabraut 40, endurnýjun byggingaleyfis – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011050054 Hofgarðar 18, garðhýsi – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2010040028 Lindarbraut 2a, endurnýjun byggingaleyfis – Samþykkt samhljóða.

    Mál 2011060017 Melabraut 11, sólskáli – Synjun samþykkt.

    Mál 2011060023 Melabraut 27, umsókn um byggingaleyfi – Samþykkt með skilyrðum Skipulags- og mannvirkjanefndar.

    Mál 2011020029 Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi, önnur auglýsing.

    Til máls tóku: BTÁ og MLÓ.

    Svör Skipulags- og mannvirkjanefndar við athugasemdum hagsmunaaðila samþykkt samhljóða.

    Samþykkt samhljóða að vísa deiliskipulaginu til Skipulagsstofnunar.

  8. Erindi og tillögur:

    1. Tilnefndur er nýr varamaður Samfylkingar í íþrótta- og tómstundaráð, Eva Margrét Kristinsdóttir, Melabraut 30, í stað Guðmundar Kristjánssonar.

      Samþykkt samhljóða.

    2. Lögð var fram tillaga vegna áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum.

      „Við undirrituð óskum eftir áframhaldandi fyrirkomulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 18. ágúst 2010, að Neslisti og Samfylking eigi áheyrnarfulltrúa í þeim fimm manna nefndum sem framboðin eiga ekki aðalfulltrúa í. Hið sama gildi um fjárhags- og launanefnd.”

      Árni Einarsson, Margrét Lind Ólafsdóttir

      (sign) (sign)

      Samþykkt að vísa afgreiðslu til næsta fundar.

    3. Samþykkt að fresta júlí fundi bæjarstjórnar.

      Fundi var slitið kl. 17:13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?