Miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM) Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði fundi í 1. lið fundarins en nýkjörinn forseti Sigrún Edda Jónsdóttir tók síðan við stjórn.
-
Kjörin voru forseti og varaforsetar bæjarstjórnar Seltjarnarness til eins árs, skv. 15. gr. bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness og sbr við 2. mgr. 14. gr. Sveitarstjórnarlaga nr 45/1998.
Eftirtalin voru kjörin með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en fulltrúar Neslista og Samfylkingar sátu hjá:
Forseti bæjarstjórnar kjörin Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84
1. varaforseti kjörinn Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8.
2. varaforseti kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41.Fráfarandi forseti þakkað fyrir gott samstarf á liðnu ári.
Nýkjörin forseti Sigrún Edda Jónsdóttir tók við fundarstjórn og þakkaði traustið og fráfarandi forseta fyrir hans störf á liðnu ári.
-
Lögð var fram fundargerð 368. fundar félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 26. maí 2011 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ og RJ.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 286. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 30. maí 2011 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 101. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 20. maí 2011 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 787. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. maí 2011 og var hún í 25 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lögð voru fram drög að samkomulagi um leikskóladvöl barna, sem flytjast á milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Til máls tóku: ÁH, ÁE og SEJ.
Samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl. 17:12
-