Miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM) Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
Undir 1. lið fundarins mættu Auðunn Guðjónssson endurskoðandi og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar.
- Lagður var fram ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010, fyrri umræða.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og upplýsti að rekstrarniðurstaða ársins 2010 hafi orðið betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2010 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins.
Bæjarstjóri vill þakka öllum starfsmönnum bæjarins fyrir vel unnin störf á liðnu rekstrarári, þar sem allir sem einn unnu að því að hagræða í rekstri bæjarins sem leiddi til enn betri niðurstöðu en gert hafði verið ráð fyrir.
Bæjarstjóri bað síðan Auðunn Guðjónsson endurskoðanda að taka við og kynna ársreikninginn.
Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Auðunn Guðjónsson kynnti ársreikninginn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 11. maí 2011 og fór yfir efnisatriði hennar.
Í máli hans kom fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð 659 þús.kr. en það er mun minna tap en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem hljóðaði uppá 141 mkr. tap.Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Tekjur 2.265.092 2.410.043
Gjöld 2.324.373 2.446.692
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 79.676 37.308 - Rekstrarniðurstaða 20.396 659
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Eigið fé 3.809.404 3.289.735
Skuldbindingar 752.319 804.010
Langtímaskuldir 259.413 348.684
Skammtímaskuldir 724.185 859.197
Eignir 5.545.321 5.301.626
Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk. 2,0 0,9
Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm. 0,69 0,62
Veltufé til rekstrar 96.823 121.151
Til máls tók: SEJ.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
Auðunn og Gunnar véku af fundi kl 17:28. - Lögð var fram fundargerð 437. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. apríl 2011 og var hann í 9 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða. - Lögð var fram fundargerð 157. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. apríl 2011 og var hún í 12 liðum.
Til máls tóku: BTÁ
Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
Mál 2011030033 Valhúsabraut 25 – Samþykkt að synja umsók um niðurrif.
Til máls tóku: BTÁ og MLÓ.
Mál 2011020058 Melabraut 32 - Samþykkt yfirbygging á svölum.
Mál 2011020047 Bollagarðar 14 – Samþykkt leyfi fyrir skúr, með skilmálum Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Mál 2010010047 Tjarnarmýri 16 – Samþykkt að vísa í grenndarkynningu.
Mál 2010010048 Tjarnarmýri 18 – Samþykkt að vísa í grenndarkynningu.
Mál 2011030048 – Samþykkt að synja umsókn Golfklúbbsins Ness um æfingavöll.
Mál 2011040022 Unnarbraut 14 – Samþykkt grindverk.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 354. (4.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 12. apríl 2011 og var hann í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 96. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 28. apríl 2011 og var hann í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 231. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. apríl 2011 og var hann í 14 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 2. fundar ársins 2011 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. apríl 2011 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. -
Lögð var fram fundargerð 361. fundar stjórnar SSH bs, dagsett 11. apríl 2011 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 285. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 2. maí 2011 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 155. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 29. apríl 2011 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 786. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. apríl 2011 og var hún í 27 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 100. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 15. apríl 2011 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, a) dagsett 6. nóv. 2010 sem var skoðunarferð, b) dagsett 24. nóv. 2010 sem var í 6 liðum, c) dagsett 8. des. 2010 sem var í 5 liðum, d) dagsett 19. jan. 2011 sem var í 3 liðum, e) dagsett 1. mars 2011 sem var í 5 liðum og f) dagsett 6. apríl 2011 sem var í 5 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
- Erindi og tillögur:
- a) Lagt var fram bréf frá Sigurbirni Sveinssyni, dagsett 14. apríl 2011, þar sem hann biðst lausnar frá störfum í stjórn Lækningaminjasafns Íslands.
Til máls tók: ÁH.
Bæjarstjórn biður stjórn safnsins um nýja tilnefningu í stjórn.
Fundi var slitið kl. 17:35