Miðvikudaginn 13. apríl 2011 kl. 17:01 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Lárus Brynjar Lárusson, setti fund og stjórnaði.
-
Lögð var fram fundargerð 238. (61.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 24. mars 2011 og var þetta vinnufundur.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 367. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 31. mars 2011 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 284. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 4. apríl 2011 og var hún í 12 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 154. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 25. mars 2011 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 99. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dagsett 18. mars 2011 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 785. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. mars 2011 og var hún í 18 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 312. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 4. apríl 2011 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lögð var fram tillaga um breytingu samþykktar um kattahald á Seltjarnarnesi nr 184/2011.
-
-
Í stað orðanna: „á ári“ í 4.ml. 6.gr. komi: við skráningu kattarins.
Samþykkt þessi staðfestist hér með samkvæmt ákvæðum 25.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengurnarvarnir og öðlast gildi 1. júní 2011.
Til máls tók: ÁH.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
-
Lagt var fram bréf fram umboðsmanni barna, dagsett 21. mars 2011 varðandi niðurskurð í skólum.
Til máls tók: SEJ.
-
Lögð var fram skýrsla frá Mosfellsbæ dagsett 1. apríl 2011 varðandi lyktarmengun frá starfsemi Sorpu bs. í Álfsnesi.
Einnig lögð fram fundargerð um málefni Sorpu bs. í Álfsnesi, dagsettur 1. apríl 2011.
-
Lagt fram bréf frá ERGO lögmönnum v/ Ó.M. dagsett 8. mars 2011.
-
Lagt fram bréf frá ADVEL lögmönnum til ERGO dagsett 28. mars 2011.
-
Bæjarstjóri lagði fram svör við spurningum fulltrúa Neslistans og Samfylkingar, sem lagðar voru fram á síðasta fundi bæjarstjórnar í lið 9b.
Til máls tóku: ÁE og SB.
-
Fundi var slitið kl. 17:07