Fara í efni

Bæjarstjórn

23. mars 2011

Miðvikudaginn 23. mars 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram fundargerð 436. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. mars 2011 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  2. Lögð var fram fundargerð 156. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. mars 2011 og var hún í 13 liðum.

    Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
    Mál 2011020070 Hrólfsskálavör 2 – Samþykkt að fresta grenndarkynningu.

    Mál 2011010064 Endurbygging leiðarmerkis í Suðurnesi – Samþykkt.

    Til máls tóku: MLÓ og BTÁ.

    Mál 2010120012 Bygggarðar 3 kjötvinnsla – Samþykkt með fyrirvara um álit um eldvarnareftirlits.
    Mál 2011010052 Austurströnd 8 – Samþykkt svalaskýli.
    Mál 2011020078 Austurströnd 2 – Samþykkt að synja umsókn um síkkun á gluggum við þaksvalir.

    Mál 2011020051 Miðbraut 23 – Samþykkt breyting innanhúss.

    Mál 2010100031 Unnarbraut 9 – Samþykkt að fram fari grenndarkynning.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 105. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. mars 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 93. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 17. mars 2011 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 153. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 4. mars 2011 og var hún í 8 liðum.

    Til máls tók: LBL

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 360. fundar stjórnar SSH, dagsett 7. mars 2011 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 283. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 7. mars 2011 og var hún í 9 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 311. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 7. mars 2011 og var hún í 8 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Erindi og tillögur:

    1. Samþykkt var tillaga að breytingu á áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í Umhverfisnefnd Seltjarnarness.

      Helga Sigurjónsdóttir Melabraut 8 kjörin í stað Ívars Más Ottasonar.

    2. Fulltrúar Neslistans og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn

      Seltjarnarnesbær hefur nú í tvígang á stuttum tíma gerst brotlegur við lög um persónuvernd og meðferð persónulegra upplýsinga. Í bæði skiptin er um að ræða brot gagnvart starfsmönnum bæjarins. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Neslistans líta þessi brot alvarlegum augum og kemur í opna skjöldu hversu vinnureglur í þessum efnum virðast á reiki í stjórnsýslu bæjarins og þekking stjórnenda á meðferð persónuupplýsinga af svo skornum skammti sem raun ber vitni. Ljóst er að í báðum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir brotin ef slík þekking hefði verið til staðar.

      Af þessu tilefni spyrjum við bæjarstjóra hvort settar hafi verið starfsreglur um notkun tölvupósts, eftirlit og rafræna vöktun á notkun starfsmanna á tölvukerfum bæjarins? Jafnframt spyrjum við hvort starfsmenn og stjórnendur hafi fengið fræðslu um meðferð persónuupplýsinga, lög og reglur sem um slíkt gilda?

      Við óskum eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir svörum við fyrirspurnum okkar á næsta bæjarstjórnarfundi og um leið til hvaða fyrirbyggjandi aðgerða hún mun grípa til að tryggja að slík brot endurtaki sig ekki.

      Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslistans

      Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Fundi var slitið kl. 17:14

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?