Miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
-
Lögð var fram fundargerð 237. (60.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. mars 2011 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. -
Lögð var fram fundargerð 21. (1.) fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. febrúar 2011 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: ÁE, ÁH, LBL, MLÓ og GM.
ÁE lagði fram eftirfarandi tillögu
„Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela jafnréttisnefnd að standa að könnun á framkvæmd jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar á síðasta kjörtímabili og leggja fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. september 2011 ásamt yfirliti yfir stöðu jafnréttismála í bæjarfélaginu. Í þeirri könnun verði m.a. skoðað hvernig staðið hefur verið að fræðslu um jafnréttismál og hvernig leitast hefur verið við að jafna stöðu karla og kvenna í samræmi við jafnréttisáætlun bæjarins. Einnig hvernig staðið hefur verið að framkvæmd jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum og í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf á vegum bæjarins.“
Árni Einarsson
bæjarfulltrúi Neslista
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 230. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. febrúar 2011 og var hún í 14 liðum.
-
Til máls tóku: ÁE, ÁH og BTÁ.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2011 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins, dagsett 15. febrúar 2011 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 309. fundar dagsett 30. nóvember 2010 sem var í 3 liðum og 310. fundar dagsett 20. desember 2010 sem var í 3 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 784. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. febrúar 2011 og var hún í 17 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lagt var fram bréf frá Félagi leikskólakennara, dagsett 22. febrúar 2011, ályktun stjórar félagsins vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.
-
Fundi var slitið kl. 17:15