Fara í efni

Bæjarstjórn

10. mars 2011

Miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram fundargerð 237. (60.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. mars 2011 og var hún í 10 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 21. (1.) fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. febrúar 2011 og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH, LBL, MLÓ og GM.
    ÁE lagði fram eftirfarandi tillögu
    „Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela jafnréttisnefnd að standa að könnun á framkvæmd jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar á síðasta kjörtímabili og leggja fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. september 2011 ásamt yfirliti yfir stöðu jafnréttismála í bæjarfélaginu. Í þeirri könnun verði m.a. skoðað hvernig staðið hefur verið að fræðslu um jafnréttismál og hvernig leitast hefur verið við að jafna stöðu karla og kvenna í samræmi við jafnréttisáætlun bæjarins. Einnig hvernig staðið hefur verið að framkvæmd jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum og í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf á vegum bæjarins.“
    Árni Einarsson
    bæjarfulltrúi Neslista
    Tillagan var samþykkt samhljóða.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 230. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. febrúar 2011 og var hún í 14 liðum.
  1. Til máls tóku: ÁE, ÁH og BTÁ.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2011 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðisins, dagsett 15. febrúar 2011 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 309. fundar dagsett 30. nóvember 2010 sem var í 3 liðum og 310. fundar dagsett 20. desember 2010 sem var í 3 liðum.

    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 784. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. febrúar 2011 og var hún í 17 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Erindi og tillögur:

    1. Lagt var fram bréf frá Félagi leikskólakennara, dagsett 22. febrúar 2011, ályktun stjórar félagsins vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.

Fundi var slitið kl. 17:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?