Fara í efni

Bæjarstjórn

19. janúar 2011

Miðvikudaginn 19. janúar 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram fundargerð 235. (58.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 1. desember 2010 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 365. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. desember 2010 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 104. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 7. desember 2010 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 94. fundar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 9. desember 2010 og var hún í 4 liðum.

    Til máls tók: ÁE.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 24. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 14. desember 2010 og var hún í 9 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 7. fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 14. desember 2010 og var hún í 1 lið.

    Til máls tóku: ÁE og ÁH.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 22. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæisins, dagsett 19. nóvember 2010 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 151. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 10. desember 2010 og var hún í 5 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Lögð var fram fundargerð 281. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 13. desember 2010 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  10. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 357. fundar dagsett 13. desember 2010 sem var í 5 liðum og 358. fundar dagsett 10. janúar 2011 sem var í 9 liðum.

    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

  11. Lögð var fram fundargerð 782. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. desember 2010 og var hún í 36 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  12. Erindi og tillögur:

    1. Lagt var fram bréf frá fulltrúa LSS hjá SHS, dagsett 2. desember 2010, vegna kjaradeilu.

    2. Lagt var fram bréf frá Barnaheillum, dagsett 8. desember 2010, ályktun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til ríkisstjórnar og sveitarfélga.

      Til máls tóku: ÁE og SEJ.

    3. Lagt var fram bréf Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dagsett 23. desember 2010, áskorun um úrbætur í fráveitumálum á Seltjarnarnesi.

      Til máls tóku: ÁE, MLÓ og ÁH.

    4. Lagt var fram bréf Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dagsett 22. desember 2010, varðandi breytingar á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða hækkun á gjaldskrá að tímagjald hækki úr kr. 8.200.- í kr. 9.000.- og rannsóknargjald hækki úr kr. 10.000.- í kr. 12.500.- samkvæmt tillögu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

    5. Lagt var fram bréf frá bæjarráði Kópavogs, dagsett 28. desember 2010, varðandi stefnumótun Strætó bs.

    6. Lagður var fram samningur, dagsettur 12. janúar 2011, um sameiginlegt þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, sem tekur gildi 1. janúar 2011 og er til 31.12.2014.

      Samningurinn samþykktur samhljóða.

    7. Lagt var fram bréf frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness og Ólafi Melsted, dagsett 3. janúar 2011.

      SEJ vék af fundi undir þessum lið.

      Til máls tók: ÁE og GM.

      Bréfinu vísað til lögmanns bæjarins og Fjárhags og launanefndar Seltjarnarness.

    8. Lagður var fram samningur Félags- og tryggingamálaráðuneytis og Seltjarnarneskaupstaðar, dagsettur 30. desember 2010, um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Seltjarnarneskaupstað.

      Til máls tók: ÁE.

      Samningurinn samþykktur samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?