Fara í efni

Bæjarstjórn

15. desember 2010

Miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 8:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til aukafundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Bæjarstjóri upplýsti að forseti væri staddur erlendis og biður fyrsta varaforseta að taka við stjórn fundarins.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram til seinni umræðu, Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011.

    Til máls tók: ÁH.

    Fjarhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2011 var samþykkt samhljóða, óbreytt frá fyrri samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar og vísað er til umræðna og greinargerða frá þeim fundi.

  2. Byggingarleyfi vegna Melabrautar 27.

    Til máls tók: ÁH.

    Bæjarstjórn samþykkir, samkvæmt 2.mgr. 45.gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997, að fella úr gildi bygginarleyfið sem áður hafði verið gefið út vegna Melabrautar 27 á Seltjarnarnesi. Leyfið var gefið út á Byggingafélagið Smára ehf. kt. 681175-0169.

  3. Deiliskipulagstillaga Lambastaðahverfis.

    Til máls tók: BTÁ.

    Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

    „Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis, skv. 1. mgr. 25. gr. og sbr. málsmeðferð 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.“

    Tilllagan samþykkt samhljóða.

  4. Erindi og tillögur:

    1. Lögð var fram umsagnabeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna lítilla áramóta og þrettánda brenna á Valhúsahæð.

      Bæjarstjórn Seltjarnarness gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfanna.



Fundi var slitið kl. 8:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?