Fara í efni

Bæjarstjórn

13. október 2010

Miðvikudaginn 13. október 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

Samþykkt var að taka á dagskrá undir 2. lið fundargerð 431. fundar Fjárhags- og launanefndar og undir 4. lið 150. fund Skipulags- og mannvirkjanefndar. Færast aðrir dagskráliðir aftur sem því nemur.

  1. Lögð var fram fundargerð 430. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 6. október 2010 og var hún í 3 liðum.
    Til máls tók: MLÓ.   
    Mál 2010090064 var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en fulltrúi Neslista og Samfylkingar sátu hjá.
    Mál 2010090048 var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en fulltrúi Neslista og Samfylkingar sátu hjá.
    Mál 2010090076 var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en fulltrúi Neslista og Samfylkingar sátu hjá.

    Fulltrúar Neslista og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
    „Við undirrituð, sitjum hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningar í nýjar stöður yfirmanna hjá bænum með vísan í athugasemdir okkar við samþykkt meirihluta bæjarstjórnar á nýju skipuriti bæjarins hinn 8. september síðastliðinn sem við teljum illa að staðið. Við vísum einnig til jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar þar sem því er beint til framkvæmdastjóra sviða bæjarins að sjá til þess að markmið jafnréttisáætlunarinnar nái fram og að þeir stuðli að auknu jafnrétti kynjanna í allri starfsemi á vegum sviðanna. Þar segir einnig að stjórnendur stofnana skuli gæta þess að jafnrétti endurspeglist í ákvörðunum þeirra við ráðningar starfsfólks. Þessi skylda á einnig við um bæjarstjórn sem, samkvæmt bæjarmálasamþykkt, ræður starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bæjarfélaginu, Sú tillaga sem hér liggur fyrir um ráðningu nýrra yfirmanna gerir ráð fyrir að einungis karlar séu ráðnir. Með því teljum við að bæjarstjórn gangi á svig við eigin samþykkt og stefnumörkun í jafnréttismálum.
    Árni Einarsson Margrét Lind Ólafsdóttir
    sign                   sign 
    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
  2. Lögð var fram fundargerð 431. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. október 2010 sem var í 1 lið.
    Mál 2010090079 var samþykkt 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en fulltrúi Neslista og Samfylkingar sátu hjá.
    Fulltrúar Neslista og Samfylkingar vísa í bókun undir lið 1.
    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
  3. Lögð var fram fundargerð 149. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. október 2010.
    Til máls tók: ÁH.
    Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
    Mál 2010070008 Sæbraut 17 – Samþykkt að vísa í grenndarkynningu.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 150. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. október 2010.
    Til máls tóku: ÁE, MLÓ, ÁH, BTÁ og SEJ.
    Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
    Mál 2008110018 Deiliskipulag Bakkahverfis – Vísað til Skipulags- og bygginganefndar.
    Mál 2010030096 Tjarnarmýri 2 – Samþykkt að senda uppdrætti í grenndarkynningu að viðbættum uppdráttum af lagnakjallara.
    Mál 2010010021 Biðskylda við Barðaströnd - Samþykkt.
    Mál 2010030045 Nesvegur 107, framkvæmdir í fjöru – Afgreiðslu frestað.
    Mál 2010080039 Suðurmýri 58, frágangur á byggingastað – Afgreiðslu frestað.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 2. fundar Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili, dagsett 5. maí 2010, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 147. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 24. september 2010, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: SEJ og ÁE.
    5. lið fundargerðarinnar var vísað til Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 277. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 27. september 2010, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 22. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 17. september 2010, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 307. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 20. september 2010, og var hún í 11 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Erindi og tillögur:
  1. Lagt var fram bréf frá ERGO lögmönnum dagsett 28. september 2010 varðandi málefni ÓM.

  2. Lagt var fram svar lögmanna bæjarins við bréfi frá ERGO lögmönnum varðandi málefni ÓM.

  3. Lagt var fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 24. september 2010 um tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.

    Til máls tók: ÁE.

  4. Lagt var fram bréf frá ES., dagsett 30. september 2010 vegna deiliskipulags Lambastaðahverfis. Málsnr. 20100100018.

    Til máls tóku: ÁH, ÁE og BTÁ.

    Erindinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness.

  5. Lögð voru fram svör bæjarstjóra vegna liðar 6e á 721. fundi bæjarstjórnar, varðandi nýtt skipurit Seltjarnarness.

    Til máls tóku: ÁH og ÁE og MLÓ.

  6. Lagt var fram bréf frá SSH, dagsett 11. október 2010, varðandi samning um „Samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða“. Einnig lagt fram minnisblað og drög að samstarfssamningi.

    Til máls tóku: ÁH og ÁE.

    Samningurinn um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða, í 9 greinum, er samþykktur samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?