Miðvikudaginn 22. september 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
-
Lögð var fram fundargerð 363. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 9. september 2010 sem var í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 103. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. september 2010 sem var í 9 liðum.
Til máls tóku: ÁE, ÁH,
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 353. fundar stjórnar SSH, dagsett 6. september 2010 sem var í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 94. fundar stjórnar SHS, dagsett 17. september 2010.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness fyrir árin 2008, 2009 og 2010.
Fundargerðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lagðar voru fram starfsreglur fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu. 2010010019.
Til máls tóku: ÁH, ÁE
Erindið vísað til Skipulagsnefndar til umsagnar.
-
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. September 2010 v/nýrrar skipulagsreglugerðar. 2010090054.
Til máls tók: ÁH,
Erindið vísað til Skipulagsnefndar til umsagnar.
-
Fundur Bæjarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis. 2010090045.
Til máls tók: ÁH
-
Lagt fram bréf frá Velferðarvaktinni-ályktun í upphafi skólastarfs. 2010090021.
Til máls tók: ÁH
Erindinu vísað til Skólanefndar og Félagsmálanefndar.
-
Lagt var fram bréf, Nýtt skipurit Seltjarnarness. Beiðni um svör.
Til máls tók: ÁH,
Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.
-
Fundi var slitið kl. 17:08