Miðvikudaginn 8. september 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
- Lagðar voru fram fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, 428. fundar dagsett 18. ágúst 2010 sem var í 15 liðum og 429. fundar dagsett 2. september 2010 sem var í 2 liðum.Til máls tóku: ÁE, BTÁ, MLÓ.
Fundargerð 428. fundar var samþykkt samhljóða.
Liður 1 í fundargerð 429 var samþykktur með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslistans og Samfylkingar.
Fulltrúar Neslista og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:„Undirrituð, Bæjarfulltrúar Neslistans og Samfylkingarinnar hafa kynnt sér tillögu Capacent að nýju skipuriti bæjarins og telja ekki grundvöll á þessum tímapunkti að staðfesta tillöguna. Gögnin eru á engan hátt nægilega upplýsandi til að hægt sé að taka slíka veigamikla ákvörðun. Engar tölulegar upplýsingar liggja til grundvallar svo dæmi séu tekin og skortir rökstuðning á einstaka liðum. Þegar kemur að svo áhrifamiklum breytingum er varða bæjarfélagið þarf að skoða málin ofan í kjölin með hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi og hagræðingu í huga. Umræður um þetta nýja skipurit hefur verið af mög skornum skammti og liggur ekki ljóst fyrir hverju það á að skila. Undirrituð leggja áherslu á að vinna við nýtt skipurit sé unnin á faglegum forsendum og endurspegli stærð og umfang bæjarins. Að vandað sé til slíkrar vinnu svo að ávinningur verði af þessum breytingum. Undirrituð leggja til að stofnað verði vinnuteymi er kemur að vinnu við nýtt skipurit þar sem fulltrúar frá öllum flokkum sem sæti eiga í bæjarstjórn komi að borði og taki þátt í þessari veigamiklu vinnu.“
Árni Einarsson Margrét Lind Ólafsdóttir
sign sign
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Meirihluti Sjálfstæðismanna vill lýsa ánægju sinni með nýtt skipurit bæjarins. Lykilorðið í nýja skipuritinu er samvinna, breytingin hefur í för með sér meiri skilvirkni og sveigjanleika. Stjórnsýslan verður betur í stakk búin til þess að takast á við ný verkefni sem geta komið skyndilega upp, að öðru leyti er vísað til greinargerðar með breytingum á skipuriti stjórnsýslunnar. Með þessum breytingum er talið ná megi fram umtalsverðri hagræðingu. Breytingarnar hafa það að markmiði að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri og starfsemi bæjarins.“
Ásgerður Halldórsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir
sign sign
Bjarni Torfi Álfþórsson Guðmundur Magnússon
sign sign
Ragnar Jónsson
sign - Lögð var fram fundargerð 148. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 31. ágúst 2010.
Til máls tóku: ÁE og BTÁ.
Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
Mál 2010040002 Barðaströnd 10 – Samþykkt samhljóða.
Mál 2010090002 Bréf tæknideildar v/Landspítalans – Samþykkt samhljóða.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 233. (56.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 1. september 2010 sem var í 18 liðum.
Til máls tóku: SEJ, MLÓ og ÁH.
Liður 13 var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 351. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. ágúst 2010 sem var í 17 liðum.
Til máls tóku: BTÁ, ÁE, SEJ, MLÓ og GM.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 91. fundar stjórnar Veitustofna Seltjarnarness, dagsett 27. ágúst 2010 sem var í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð fjórða fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 17. ágúst 2010 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 276. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 30. ágúst 2010 sem var í 8 liðum.
Til máls tók: BTÁ.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar. - Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Strætó bs., 145. fundar dagsett 13. ágúst 2010 sem var í 6 liðum og 146. fundar dagsett 27. ágúst 2010 sem var í 5 liðum.
Til máls tók: SEJ.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 352. fundar stjórnar SSH, dagsett 16. ágúst 2010 sem var í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 776. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. ágúst 2010 og var hún í 21 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Erindi og tillögur:
-
Lögð voru fram drög að Samþykktum fyrir Veitustofnun Seltjarnarness.
Til máls tók: ÁH.
Samþykkt samhljóða.
-
Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 20.08.2010, vegna rekstrarleyfis fyrir Rauða Ljónið. Einnig lagt fram bréf frá eiganda staðarins.
Til máls tóku: MLÓ, ÁH, ÁE, BTÁ og GM.
Bæjarstjórn samþykkir útgáfu breytts rekstrarleyfis til eins árs.
-
Lögð voru fram gögn til upplýsinga varðandi málefni ÓM.
SEJ vék af fundi undir liðnum.
Bréfið hefur verið sent lögfræðingi bæjarins til meðferðar.
-
Lagt var fram bréf um samskipti ráðuneytis við sveitarfélög í íþrótta- og æskulýðsmálum.
Fundi var slitið kl. 17:38