Miðvikudaginn 18. ágúst 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
-
Lögð var fram fundargerð 427. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. júní 2010 sem var í 10 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
-
Lögð var fram fundargerð 147. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. ágúst 2010.
Til máls tók: ÁH.
Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
Mál 2010010095 Vallarbraut 24 – samþykkt samhljóða.
Mál 2010060006 Bygggarðar 8a – samþykkt samhljóða.
Mál 2010040028 Lindarbraut 2a – samþykkt samhljóða.
Mál 2010050033 Eiðistorg 11 – samþykkt samhljóða.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 228. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. júní 2010 sem var í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 306. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 10. júní 2010 sem var í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 275. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 28. júní 2010 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SORPU bs, 143. fundar dagsett 25. júní 2010 sem var í 2 liðum og 144. fundar dagsett 5. júlí 2010 sem var í 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 350. fundar dagsett 7. júní 2010 sem var í 5 liðum og 351. fundar dagsett 5. júlí 2010 sem var í 6 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
-
Lögð var fram fundargerð 775. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. júní 2010 og var hún í 35 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
-
Erindi og tillögur:
-
Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. júlí 2010, þar sem boðað er til XXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda á á Akureyri dagana 29. september til 1. október n.k.
Til máls tók: ÁH.
-
Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. júlí 2010, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðins.
Til máls tók: ÁH.
Eftirtaldir fulltrúar voru kjörnir:
Ólafur Egilsson, Valhúsabraut 35.
Ragnhildur Ingólfsdóttir, Tjarnarstíg 20.
-
Lögð voru fram drög að Eineltisáætlun Seltjarnarnesbæjar sem áður var lögð fram í lið 8c á 717. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: ÁH, ÁE og LBL.
Eineltisáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt samhljóða.
-
Lögð voru fram svör við spurningum ÁE í 6. lið 718. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: ÁH og ÁE.
Svar við lið 1) Ákveðið hefur verið að hafa aðgengilegt á netinu upptökur af bæjarstjórnarfundum a.m.k. sex mánuði aftur í tímann. Upptökur hófust 12. maí og hafa fundirnir verið settir inn á heimasíðu bæjarins.
Svar við lið 2) Bæjarstjóri hafði á fundum Fjárhags- og launanefndar í vor kynnt stöðu bæjarins. Fjármálastjóri bæjarins hefur nú kynnt fyrir Fjárhags- og launanefnd sex mánaða uppgjör bæjarins. Fjármálastjóri bæjarins mun kynna það uppgjör fyrir bæjarstjórn 19. ágúst. Lagt er til að haldnir verði sameiginlegir fundir þegar fyrir liggur endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2010 og drög að fjárhagsáætlun ársins 2011 liggur fyrir. Meirihlutinn óskar eftir áframhaldandi samstarfi minnihlutans við þessa vinnu.
Svar við lið 3) Ekki hefur verið skrifað undir samning við félags- og tryggingamálaráðuneytið. Félagsmálastjóri hefur ítrekað óskað eftir dagsetningu til undirskriftar. Málið er í vinnslu hjá honum.
Svar við lið 4) Eftirlitið er alfarið á ábyrgð tæknisviðsins. Eftirlitið fer fram með gæslu á virkum dögum og um helgar og einnig með merkingum á svæðinu.
Svar við lið 5) Samkvæmt tæknisviði var ekki gert ráð fyrir þessari framkvæmd á þessu sumri, tæknisvið hefur verið beðið að taka þetta upp við fjárhagsáætlunargerð ársins 2011.
Svar við lið 6) Starfið verður auglýst nú í lok september 2010.
-
Lagt var fram bréf frá Lögfræðistofu ERGO varðandi mál ÓM.
Til máls tóku: ÁE og GM.
-
Tekin var til afgreiðslu tillaga fulltrúa Neslista og Samfylkingar, samkvæmt 5. lið frá 718. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ og GM.
Meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkir til reynslu til 30. júní 2011, tillögu Neslistans og Samfylkingarinnar frá bæjarstjórnarfundi nr. 718 frá 16. júní sem var svohljóðandi:
„Við undirrituð óskum eftir því að Neslisti og Samfylking eigi þess kost að skipa áheyrnafulltrúa í þær fimm manna nefndir sem framboðin eiga ekki aðalfulltrúa í. Hið sama gildi um fjárhags- og launanefnd. Við teljum það fyrirkomulag auka skilvirkni í nefndarstörfum og bæjarstjórnarfundir verði markvissari fyrir vikið og styrkir lýðræðislega skipan fastanefnda bæjarins. Það skal tekið fram að áheyrnafulltrúi mun ekki þiggja nefndarlaun með setu sinni.“
-
Fundi var slitið kl. 17:22