Fara í efni

Bæjarstjórn

24. mars 2010

Miðvikudaginn 24. mars 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

  1. Lögð var fram, til fyrri umræðu, langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2011-1013.
    Til máls tóku: ÁH og SH.
    Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til seinni umræðu.
  2. Lögð var fram fundargerð 422. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. mars 2010 sem var í 14 liðum.
    Til máls tóku: ÞS og ÁH.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 142. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. mars 2010 sem var í 3 liðum.
    Til máls tóku: SH, JG, ÁH, GHB, LBL og ÞS.
    Afgreiðslu á lið 1d er frestað vegna deiliskipulags svæðisins sem er í ferli.
    Fundargerðin var að öðru leyti samþykkt samhljóða.
  4. Lögð var fram fundargerð 361. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. mars 2010 sem var í 12 liðum, ásamt drögum að samningi Seltjarnarnesbæjar og Rannsókn & greiningar ehf, samkvæmt 4. lið fundargerðarinnar, um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks, ásamt viðauka við samninginn dagsettur 23. febrúar 2010.
    Til máls tóku: SH, LBL, ÁH, SEJ og JG.
    Samningurinn samkvæmt 4. lið var samþykktur samhljóða án rannsóknarþáttarins „Foreldrar og framhaldsskóli“ eins og mælt var fyrir um í bókun Félagsmálaráðs.
    Vegna 12. liðar fundargerðarinnar deilir bæjarstjórn áherslum Félagsmálaráðs um eineltismál og vísar tillögu ráðsins til umsagnar ráðgjafa bæjarins í eineltismálum.
    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 23. febrúar 2010.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, 20. fundar dagsett 12. mars 2010 sem var í 5 liðum og 21. fundar dagsett 19. mars 2010 sem var í 3 liðum.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð annars fundar ársins 2010 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 16. mars 2010 og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 135. fundar stjórnar Strætó bs, dagsett 17. mars 2010 og var hún í einum lið.
    Til máls tók:  SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 303. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 5. mars 2010 og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Erindi og tillögur:
    a)     Lagt var fram bréf frá Bjarna Degi Jónssyni, dagsett 12. mars 2010, um að kjósa samhliða sveitarstjórnakosningum í vor um bann við lausagöngu katta á Seltjarnarnesi.
    Til máls tóku: JG, ÞS, SH, ÁH og GHB.
    Erindinu vísað til Umhverfisnefndar Seltjarnarness.

    b)     Lagt var fram bréf frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dagsett 8. mars 2010, varðandi aðild sveitarfélagsins Voga að stjórn Reykjanesfólkvangs.
    Bæjarstjórn styður aðild Sveitarfélagsins Voga að stjórn Reykjanesfólkvangs.

    c)     Lagt var fram bréf Lánasjóðs Sveitarfélaga, dagsett 15. febrúar 2010, um boðun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2010, sem halda á föstudaginn 26. mars 2010.
    Bæjarstjóra falið að fara með atkvæðisrétt Seltjarnarnesbæjar á aðalfundinum.

 

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 17:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?