Fara í efni

Bæjarstjórn

10. mars 2010

Miðvikudaginn 10. mars 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB), Sunneva Hafsteinsdóttir (SH) og Ólafur Egilsson (ÓE).

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

  1. Lögð var fram fundargerð 231. (54.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. mars 2010 og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: SEJ, LBL, SH, ÞS og ÁH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  2. Lögð var fram fundargerð 20. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. febrúar 2010 sem var í 4 liðum.
    Til máls tóku: ÞS, LBL, SH, ÓE og ÁH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  3. Lögð var fram fundargerð 302. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 3. febrúar 2010 og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Strætó bs, 132. fundar dagsett 22. febrúar 2010 sem var í 1 lið, 133. fundar dagsett 26. febrúar 2010 sem var í 9 liðum og 134. fundar  dagsett 3. mars 2010 sem var í 1 lið.
    Til máls tók:  SEJ.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 347. fundar stjórnar SSH, dagsett  1. mars 2010 og var hún í 5 liðum.
    Til máls tóku: ÞS og ÁH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 270. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 1. mars 2010 og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: ÞS og SH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lagðar voru fram fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag á  höfuðborgarsvæðinu, 20. fundar dagsett 23. október 2009 sem var í 8 liðum og 21. fundar dagsett 19. febrúar 2010 sem var í 3 liðum.
    Til máls tók: ÓE.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 772. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2010 og var hún í 19 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 17:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?