Fara í efni

Bæjarstjórn

28. október 2009

Miðvikudaginn 28. október 2009 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ólafur Egilsson (ÓE), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

1. varaforseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar nr. 702.
Fundargerðin samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Að því búnu var gengið til dagskrár og fyrir tekið:
    Lögð var fram til seinni umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2010-2012.
    Til máls tóku: SH og ÁH.
    Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.
    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
    „Þriggja ára áætlunin sem nú er til afgreiðslu er stefnuyfirlýsing meirihluta sjálfstæðismanna til næstu ára. Tilgangur 3ja ára áætlunar er að sveitarstjórnarmenn setji skipulega fram stefnu sína og markmið til lengri tíma og jafnvel lengur en áætlunin tekur beinlínis til. Þessi áætlun tekur ekkert á breyttri og verri stöðu bæjarsjóðs og virðist meirihlutinn ekki hafa kjark til taka á brýnum málum hvað varðar fjárhag bæjarins. Mikill viðsnúningur hefur orðið nú í ár og stefnir í mikinn halla. Þessi langtímaáætlun er alfarið á ábyrgð sjálfstæðismanna og munu fulltrúar Neslistans því sitja hjá við afgreiðslu hennar.“
                                Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir
                                               (sign)                                    (sign)
  2. Lögð var fram tillaga að breytingu á reglum um afslátt af fasteignagjöldum.
    Til máls tóku: ÁH, GHB og ÞS.
    Tillögunni var vísað til Fjárhags- og launanefndar.
  3. Lögð var fram fundargerð 415. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. október 2009, og var hún í 13 liðum.
    Til máls tóku: LBL, ÞS, ÁH og GHB.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  4. Lögð var fram fundargerð 137.  fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. október 2009, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
    Samþykkt var að vísa lið 1a til Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness. Fundargerðin var að öðru leyti samþykkt samhljóða.
  5. Lögð var fram fundargerð 223. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. september 2009, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku: ÞS, GHB, SH, ÁH og ÓE.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 357. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 22. október 2009, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lagðar voru fram fundargerðir undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss, 4. fundar dagsett 6. október 2009 og 5. fundar dagsett 20. október 2009.
    Til máls tóku: LBL, GHB og ÁH.
    Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs, dagsett 24. september 2009, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 124.fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 13. október 2009, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 341. fundar  stjórnar SSH, dagsett  9. október 2009, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  11. Tillögur og erindi:
    a) Lögð voru fram drög að reglum um viðurkenningar á starfsafmælum og kveðjur við starfslok.
    Til máls tóku: ÁH, SH, SEJ og LBL.
    Reglurnar voru samþykktar samhljóða.

    b) Lögð voru fram drög 0,5, dagsett 16.10.2009, að viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Seltjarnarnesbæ vegna heimsfaraldurs inflúensu.
    Til máls tók: ÁH.
    Bæjarstjórn samþykkir viðbragðsáætlunina samhljóða.

    c) Lagt var fram bréf frá SSH, dagsett 15. október 2009, þar sem óskað er eftir skipan tveggja fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á aðalfund SSH þann 6. nóvember n.k.
    Til máls tók: SEJ.
    Eftirtaldir fulltrúar Seltjarnarnesbæjar voru kjörin:
    Aðalmenn; Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15 og Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
    Varamenn; Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84 og Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
  12. d) Lagt var fram bréf frá Æskulýðsfulltrúa Seltjarnarness, dagsett 23. október 2009, þar sem tilkynnt var stofnun ungmennaráðs Seltjarnarness.
    Til máls tóku: ÁH og  LBL.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fulltrúa þá sem kjörnir voru á stofnfundinum.

    e) Tekin var til afgreiðslu eftirfarandi tillaga bæjarstjóra um útsendingu frá fundum bæjarstjórnar, sem frestað var á 702. fundi bæjarstjórnar í lið15 b.
    Til máls tóku: ÁH, GHB, SH.
    Tillaga:
    „Lagt er til að hafnar verði útsendingar frá fundum bæjarstjórnar á vefsíðu bæjarins. Verkefnið hefur verið í skoðun um nokkurn tíma en kostnaður vegna þess hefur þótt of hár til þess að unnt væri að ráðast í það. Nú er önnur staða uppi og því er lagt til að verkefninu verði hrundið í framkvæmd.“
                                                 Ásgerður Halldórsdóttir
                                                              (sign)
    Samþykkt var að  fela bæjarstjóra undirbúning að framkvæmd, fá kostnaðarmat og leggja fyrir bæjarstjórn.
    Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja fram eftirfarandi bókun vegna tillögu bæjarstjóra um sjónvarpsútsendingar frá fundum bæjarstjórnar.
    „Fulltrúar Neslistans fagna viðsnúningi meirihlutans í þessu máli. Útsending frá fundum bæjarstjórnar hefur verið til umræðu í bæjarstjórn vegna frumkvæðis Neslistans í mörg ár. Meirihlutinn hefur ekki viljað samþykkja tillögur Neslistans þrátt fyrir að flest sveitarfélög á Reykjavíkursvæðinu hafi fyrir löngu hafið útsendingar frá fundum sínum. Við samþykkjum því þessa tillögu með gleði.“
                                 Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
                                              (sign)                                (sign)

Fleira ekki gert.
Fundi var slitið kl. 18:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?