Miðvikudaginn 24. júní 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).
Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði undir 1. og 2. lið fundarins en nýr forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson tók við stjórn fundarins undir 3. lið fundarins.
Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin fundargerð 696. fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.
- Lagt var fram bréf bæjarstjóra, dagsett 19. júní 2009, þar sem hann biðst lausnar frá embætti bæjarstjóra Seltjarnarness frá og með 1. júlí nk., þar sem hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Til máls tók: JG.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en 2 fulltrúar Neslista sátu hjá. - Kjörin voru forseti og varaforsetar bæjarstjórnar Seltjarnarness til eins árs, skv. 15. gr. bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness.
Eftirtalin voru kjörin með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks en 2 fulltrúar Neslita sátu hjá:
Forseti bæjarstjórnar kjörinn Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
1. varaforseti kjörin, Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
2. varaforseti kjörinn Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8. - Ráðning bæjarstjóra samkvæmt 53. gr. bæjarmálasamþykktar.
Forseti bæjarstjórnar (JG) lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Lagt er til að Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1, verði ráðin bæjarstóri Seltjarnarness frá og með 1. júlí nk. Forseta bæjarstjórar verði falið að ganga frá ráðningasamningi við bæjarstjóra.“
Til máls tóku: Allir bæjarfulltrúar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Forseti bauð nýjan bæjarstjóra Seltjarnarness velkomna til starfa og óskaði henni velfarnaðar í starfi og tóku allir bæjarfulltrúar heilshugar undir þær óskir. Jafnframt þakkaði bæjarstjórn fráfarandi bæjarstjóra fyrir vel unnin störf og óskaði honum velfarnaðar í nýju starfi.
Fulltrúar Neslista lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Við undirritaðar fulltrúar NESLISTA fögnum þeim merku tímamótum á Seltjarnarnesi að kona sest nú í bæjarstjórastólinn í fyrsta sinn. Við óskum henni alls velfarnaðar í starfi.“
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir
sign sign
Gert var 10 mínútna fundarhlé.
Fundurinn samþykkti að taka á dagskrá samkomulag forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra, um starfskjör nýráðins bæjarstjóra.
Samningurinn var samþykktur með 4 atkvæðum Sjálfstæðisflokks en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.
Til máls tók: ÁH. - Lögð var fram fundargerð 410. fundi Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. júní 2009, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: SH og ÁH.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða. - Lögð var fram fundargerð 133. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. júní 2009, og var hún í 1 lið.
Til máls tók: SH.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða. - Lögð var fram fundargerð 134. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. júní 2009, og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku: SEJ og SH.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða. - Lögð var fram fundargerð 222. (45.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. júní 2009, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 223. (46.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. júní 2009, og var hún í 2 liðum.
Til máls tóku: SEJ, SH, ÞS, GHB og LBL.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð aðalfundar Hrólfskálamelar ehf, dagsett 14. maí 2009, og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: JG.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 120. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 15. júní 2009, og var hún í 1 lið.
Til máls tók: SEJ.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Tillögur og erindi:
a) Lagt var fram bréf SSH, dagsett 16. júní 2009, samþykkt stjórnar SSH vegna endurfjármögnunar Strætó bs.
Til máls tóku: LBL, GHB og AH. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur stjórnar SSH, með fyrirvara um samþykki annarra aðildar sveitarfélaga
b) Lagt var fram minnisblað til stjórnar SSH er varðar málefni Strætó bs., dagsett 11. maí 2009.Til máls tóku: SEJ og SH. - Bæjarstjóri lagði fram „Hug-Myndir“ fyrir skipulag á Vestursvæði frá Sigurði Ólafssyni og Ólafi Daða Jóhannessyni.
- Eftirtaldir voru tilnefndir í nefndir Seltjarnarnesbæjar og samþykktir samhljóða.
Í stjórn Veitustofnana Seltjarnarness var kjörin Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1, í stað Jónmundar Guðmarssonar Nesbala 12.
Í stjórn Lækningaminjasafns Íslands var kjörinn Gunnar Lúðvíksson, Bollagörðum 119, í stað Jónmundar Guðmarssonar Nesbala 12.
Í stjórn SHS var kjörin aðalmaður Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1. Jónmundur Guðmarsson Nesbala 12 var kjörinn varamaður.
Í Menningarnefnd Seltjarnarness var kjörin Guðbjörg R Guðmundsdóttir, Selbraut 11, í stað Valgeirs Guðjónssonar sem hefur flutt úr sveitarfélaginu. - Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar Þór Sigurgeirsson og Sigrún Edda Jónsdóttir gerðu grein fyrir ferð þeirra á vinarbæjarmót í Herlev í Danmörku dagana 19. og 20. júní sl.
Til máls tóku: ÞS, SEJ og SH.
Fundi var slitið kl. 18:00