Miðvikudaginn 10. júní 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).
Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin fundargerð 695. fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.
- Lögð var fram fundargerð 354. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. maí 2009, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 343. (37.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. maí 2009, og var hún í 10 liðum.
Til máls tóku: SH og LBL.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 16. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 27. maí 2009, og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: JG, SH og ÞS.
Staðfest er tilnefning nýs fulltrúa Læknafélags Íslands, Óttars Guðmundssonar, í stjórn Lækningaminjasafns Íslands. Hefur hann tekið sæti Atla Þórs Ólasonar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 1. fundar undirbúningshóps um stækkun fimleikahúss, dagsett 1. júní 2009, og var hún í 8 liðum.
Til máls tók: LBL.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 262. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 25. maí 2009, og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: ÞS.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. - Lögð var fram fundargerð 764. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 22. maí 2009, og var hún í 15 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. -
Lögð var fram fundargerð 234. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 21. apríl 2009, og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. -
Tillögur og erindi:
a) Lagt var fram bréf frá Samgönguráðuneytinu dagsett 28. maí 2009, varðandi rafrænar kosningar – tilraunarverkefni.
Til máls tóku: JG, GHB, SEJ, LBL, ÁH og SH.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir samhljóða framkomna tillögu stjórnar SSH með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga.b) Lagt var fram minnisblað til sjórnar SSH um samræmt fyrirkomulag á framkvæmd og úrvinnslu vegna stöðvunarbrota. Einnig tillaga að bókun stjórnar SSH dagsett 4. júní 2009 svo og bréf frá SSH, dagsett 5. júní 2009, með samþykktri tillögu stjórnar SSH.
Til máls tóku: JG, SEJ og LBL.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir samhljóða framkomna tillögu stjórnar SSH með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga.c) Lagt var fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 12. maí 2009, vegna auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006–2024, þjónustustofnanir við Kirkjubraut. Ráðherra hefur staðfest breytinguna og hefur hún öðlast gildi.
d) Lögð voru fram drög, dagsett 8.06.2009, að viðbragðsáætlun Almannavarna „Heimsfaraldur inflúensu höfuðborgarsvæðið“