Miðvikudaginn 29. apríl 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Árni Einarsson (ÁE) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).
Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin fundargerð 691. fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.
- Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2008.
Til máls tóku: JG, SH og ÁE.
Ársreikningur fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða og undirritaður.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur bæjarins og samstæðu fyrir árið 2008 ber nokkurt vitni um efnahagsþrengingar ársins og afleiðingar bankahrunsins á síðasta hausti en er um leið góð vísbending um fjárhagslegan styrk Seltjarnarnesbæjar og að vonum burði til að standa af sér afleiðingar kreppunnar. Tekjur eru í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en það sem skekkir afkomu bæjarsjóðs eru hækkun annars rekstrarkostnaðar einkum vegna verðbólguáhrifa, reiknaðra lífeyrisskuldbindinga bæjarins sem nemur um 70 mkr., hækkunar afskrifta og hækkunar varúðarniðurfærslu krafna.
Þegar litið er til annarra þátta í ársreikningi bæjarins, svo sem eiginfjárhlutfalls, peningalegrar stöðu, langtímaskulda og veltufjárhlutfalls blasir við að Seltjarnarnesbær býr við óvenjugóð rekstrarskilyrði samanborið við önnur sveitarfélög landsins. Þannig var eigiðfjárhlutfall í árslok tæplega 73% og handbært fé í árslok og aðrar seljanlegar eignir nema samtals tæpum 1.400 milljónum. Þá nema langtímaskuldir aðalsjóðs í árslok um 265mkr. og samstæðunnar í heild um 338 mkr. Veltufjárhlutfall í árslok var 3,64 sem vekur vonir um góða greiðslugetu bæjarsjóðs.
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign) (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir Lárus B. Lárusson
(sign) (sign)
Þór Sigurgeirsson - (sign)
Lagðir voru fram ársreikningar ársins 2008 fyrir Hitaveitu Seltjarnarness, Vatnsveitu Seltjarnarness og Fráveitu Seltjarnarness, áritaðir af stjórn Veitustjórnar Seltjarnarness.
Til máls tóku: JG og ÁE.
- Lögð var fram fundargerð 408. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. apríl 2009, og var hún í 14. liðum.
Til máls tóku: SEJ, LBL, JG, ÞS, ÁH og SH.
Vegna 7. liðar fundargerðarinnar. Með vísan í bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 04. mars síðastliðins og fyrri yfirlýsinga hans, mælist bæjarstjórn Seltjarnarness eindregið til þess að nýrri lögreglustöð í vesturborginni verði fundinn staður á Seltjarnarnesi.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 131. fundar Skipulagsnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. apríl 2009, og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: ÞS, SH og SEJ.
ÞS sat hjá við afgreiðslu á lið 5a en fundargerðin var að öðru leyti samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 219. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. apríl 2009, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: ÞS, ÁE og SEJ.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
- Lögð var fram fundargerð 15. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 16. apríl 2009, og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 82. fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 22. apríl 2009, og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: JG og ÁE.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
- Lögð var fram fundargerð 352. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 2. apríl 2009, og var hún í 5 liðum.
Til máls tók: SH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
- Lögð var fram fundargerð 97. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. apríl 2009, og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: LBL.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
- Lögð var fram fundargerð stjórnar eigendafélags Æskulýðs- og félagsheimilis Seltjarnarness, EÆFS, dagsett 15. apríl 2009, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 83. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 17. apríl 2009, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 261. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 20. apríl 2009, og var hún í 4 liðum.
Til máls tók: ÞS.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
Fundi var slitið kl. 17:45