Fara í efni

Bæjarstjórn

15. apríl 2009

Miðvikudaginn 15. apríl 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Árni Einarsson(ÁE) og Brynjúlfur Halldórsson (BH).

 

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

 

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2008.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
    Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:    
                                          A-hluti bæjarsjóðs:   Samantekið m/ B-hluta:
    Tekjur                                                          2.272.467        2.420.090
    Gjöld                                                            2.419.472        2.516.366
    Afskriftir                                                              73.397           121.358
    Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)          125.382                (260)
    Rekstrarniðurstaða                                     (95.020)         (217.894)

    Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
                                          A-hluti bæjarsjóðs:    Samantekið m/ B-hluta:
    Eigið fé                                                4.148.459        3.717.198
    Langtímaskuldir, skuldabréfalán       264.878           337.649
    Eignir                                                    5.706.926        5.472.947
    Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk.  3,64              2,63
    Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm.    72,69%          67,92%
    Veltufé frá rekstri                                        23.705             33.960

    Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Guðmundur Kjartansson hjá Deloitte hf. mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 15. apríl 2009 og fór yfir efnisatriði skýrslunnar. Einnig mætti á fundinn Birgir Finnbogason framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar.
    Guðmundur vék af fundi kl 17:30. *
    Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
  2. Lagður var fram ársreikningur ársins 2008 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
    Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
    Tekjur                                                         10.430
    Gjöld                                                           23.638
    Afskriftir                                                         3.020
    Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)    (37.957)
    Rekstrarniðurstaða  (Tap)                (54.186)

    Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
    Skuldir                                             284.664
    Eignir                                               123.342

    Til máls tóku:  ÁE, LBL,  JG og ÞS.
    Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
    Birgir vék af fundi kl. 17:35
  3. Lögð var fram fundargerð 218. fundar  Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. mars 2009, og var hún í 4. liðum.
    Til máls tóku: ÞS og BH.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 19. fundar vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, dagsett 31. mars 2009, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: ÁE, JG, ÞS og SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
  5. Lögð var fram fundargerð 220. (43.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. apríl 2009, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: SEJ og ÁE og LBL.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  6. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 29. janúar 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  7. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 26. febrúar 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  8. Lögð var fram fundargerð 116. fundar stjórnar  STRÆTÓ bs., dagsett 27. mars 2009, og var hún í 5 liðum.
    Til máls tók: SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  9. Lögð var fram fundargerð 260. fundar stjórnar  SORPU bs., dagsett 30. mars 2009, og var hún í 6 liðum.
    Til máls tók: ÞS.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  10. Lögð var fram fundargerð 333. fundar stjórnar  SSH, dagsett 30. mars 2009, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  11. Lögð var fram fundargerð 762. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. mars 2009, og var hún í 16 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  12. Tillögur og erindi:
    a)     Kjörinn var  nýr formaður í Yfirkjörstjórn Seltjarnarnesbæjar, sem aðalmaður D lista Sjálfstæðisflokks, Pétur Kjartansson Bollagörðum 26. Kemur hann í stað Ólafs Garðarssonar sem baðst undan kjöri.

 

Fundi var slitið kl.  18:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?