Fara í efni

Bæjarstjórn

25. mars 2009

Miðvikudaginn 25. mars 2009 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson (JG), Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ),  Lárus B. Lárusson (LBL), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Guðrún Helga Brynleifsdóttir (GHB) og Sunneva Hafsteinsdóttir (SH).

Forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram að nýju fundargerð 129. fundar  Skipulagsnefndar Seltjarnarness, liður 2.iii  sem frestað var á 688. fundi bæjarstjórnar, ásamt tillögu að deiliskipulagi Vestursvæða.
    Til máls tóku: JG og SH.
    Lögð var fram eftirfarndi tillaga:
    „Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 19.02. s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Vestursvæða.”
    Tillagan var samþykkt samhljóða.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
    „Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn fagna að nú loks liggi fyrir tillaga að deiliskipulagi á Vestursvæði Seltjarnarness. Ástæða er til að hrósa arkitektum Hornsteina fyrir mjög vandaða vinnu. Þetta dýrmæta svæði var skilgreint í nýju aðalskipulagi sem „opið svæði til sérstakra nota“. Sú skilgreining hefði getað opnað á ýmsar framkvæmdir á svæðinu, en það er sem betur fer ekki gert.
    Þó finnst fulltrúum Neslista að skoða hefði mátt betur hvort svæðið ætti að skilgreina sem fólkvang í stað svæðis sem nýtur hverfisverndar eins nú er gert. Bílastæði fyrir 25 bíla við Snoppu vekur líka spurningar. Vegurinn frá borholu út að Snoppu var lagður án leyfis og þessi bílastæði draga að sér ýmislegt. Skoða hefði hvort loka ætti þessum vegi eða mjókka hann og gera frekar bílastæði í jaðri byggðarinnar. Raflýsing sem gert er ráð fyrir á svæðinu mun örugglega vekja margar spurningar. Þessi atriði má að sjálfsögðu endurskoða innan þessa deiliskipulags. En tillagan er vönduð og samþykkjum við auglýsingu hennar“.
    Sunneva Hafsteinsdóttir           Guðrún Helga Brynleifsdóttir
    sign                                          sign
  2. Lögð var fram fundargerð 130. fundar  Skipulagsnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. mars 2009, og var hún í 7 liðum. Til máls tóku: ÞS, SH, ÁH, JG, LBL og ÞS.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lagðar voru fram 2 fundargerðir  Skólanefndar Seltjarnarness, 218. (41.) fundar dagsett 12. mars 2009 sem var vinnufundur og 219. (42.) fundar dagsett 18. mars 2009 sem var í 6 liðum. 
    Til máls tóku: SH, SEJ, GHB, JG, ÁH og LBL.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 18. fundar  Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. mars 2009, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2009 hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðisins, dagsett 17. mars 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkar.
  6. Lögð var fram fundargerð 82. fundar  stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 20. mars 2009, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  7. Lögð var fram fundargerð XXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. mars 2009, og var hún í 12 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  8. Lagðar voru fram 3 fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga, 231. fundar dagsett 25. nóvember 2008 sem var í 4 liðum, 232. fundar dagsett 18. desember 2008 sem var í 4 liðum og  233. fundar dagsett 10. febrúar 2009 sem var í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  9. Tillögur og erindi:
    a)     Lögð var fram ný umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu nýs rekstrarleyfis fyrir veitingahús í flokki II, Rauða Ljónið að Eiðistorgi 15, þar sem opnunartími er til kl. 23:00 alla daga.
    Til máls tóku: JG, GHB, SEJ, ÞS, SH og LBL.
    Bæjarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við útgáfu leyfisins, með  4 atkvæðum  JG, SEJ, ÞS og GHB, en LBL og SH sátu hjá og ÁH var á móti.
    b)    Bæjarstjóri lagði fram minnisblað um fjölda atvinnulausra á Seltjarnarnesi og aðgerðalista í 5 liðum.
    Til máls tóku: JG og ÞS.
    Samþykkt að vinna á þessum grundvelli.
    c)     Bæjarstjóri lagði fram beiðni um að skipuð yrði dómnefnd fyrir byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Til máls tóku: JG, GHB.
    Eftirtaldir voru tilnefndir í dómnefndina:
    Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12, formaður.
    Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
    Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAI hjá Studio Strik, Laugavegi 3.
    d)    Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fund hjá Allsherjarþingi Evrópusamtaka sveitarfélaga sem halda á í Málmey í Svíþjóð dagana 22. til 24. apríl 2009.
    e)     Lagt var fram bréf um vinabæjarmót í Herlev í Danmörku, sem halda á dagana 19. til 20. júní n.k..

 

Fundi var slitið kl.  18:05
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?