Fara í efni

Bæjarstjórn

10. september 2008

Miðvikudaginn 10. september 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 16:30.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 399. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. ágúst 2008, og var hún í 10 liðum.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  2. Lögð var fram fundargerð 345. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 21. ágúst 2008 og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 210. (33.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 27. júní 2008, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 212. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 29. júní 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 213. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 13. ágúst 2008, sem var vinnufundur í 1 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  6. Lögð var fram fundargerð 334. (28.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 26. ágúst 2008, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tók: Lárus B. Lárusson
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  7. Lögð var fram fundargerð 79. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 28. ágúst 2008, og var hún í 3 liðum.
    Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  8. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 2. september 2008.
    Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  9. Lögð var fram fundargerð 12. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 16. júní 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  10. Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 19. ágúst 2008, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


  11. Lögð var fram fundargerð 252. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 25. ágúst 2008, og var hún í 9 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  12. Lögð var fram fundargerð 321. fundar stjórnar SSH, dagsett 11. ágúst 2008, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  13. Lögð var fram fundargerð 322. fundar stjórnar SSH, dagsett 1. september 2008, og var hún í 9 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  14. Lögð var fram fundargerð 755. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. júní 2008, og var hún í 13 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  15. Lögð var fram fundargerð 756. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 22. ágúst 2008, og var hún í 22 liðum.
    Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  16. Tillögur og erindi:
    a)     Lagt var fram bréf Félags- og tryggingamálaráðuneytis, dagsett 23. júní 2008, varðandi tillögur vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.  
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

    b)   
    Lagt var fram bréf  Félags- og tryggingamálaráðuneytis, dagsett 20. ágúst 2008, varðandi áætlun um 30 hjúkrunarrými á Seltjarnarnesi.  
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga  Brynleifsdóttir og Lárus B. Lárusson.
    Samkvæmt bréfinu er óskað eftir tilnefningu fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í nefnd til að vinna að frekari framgangi verkefnisins.
    Samþykkt að fulltrúar Seltjarnarnesbæjar verði þeir Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

    c)    Lögð var fram greinargerð vinnuhóps um byggingu og rekstur  hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, ásamt fundargerðum 1. til 9. fundar vinnuhópsins, dagsetningar; 1. fundar 12. mars,  2. fundar 16. apríl,  3. fundar  23. apríl, 4. fundar 30. apríl, 5. fundar  8. maí,  6. fundar 20. maí, 7. fundar 5. júní, 8. fundar 4. júlí, og 9. fundar 4. september 2008.  
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Lárus B. Lárusson.
    Bæjarstjórn fagnar framkomnum tillögum og vill þakka vinnuhóp um byggingu hjúkrunarheimilisins fyrir vel unnin störf.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela starfshópnum að vinna áfram að framgangi málsins í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneyti og annast frekari tillögugerð til bæjarstjórnar um framkvæmdina. Jafnframt samþykkt samhljóða að skoða sérskaklega staðsetningu hjúkrunarheimilis á svæði vestan Seltjarnarneskirkju og er skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins falið að huga að nauðsynlegu undirbúnings- og skipulagsferli í tengslum við lóð hjúkrunarheimilisins.

    d)    Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. ágúst 2008, varðandi yfirlýsingu og bókunar stjórnar sambandsins frá 22. ágúst s.l. um fjármálaleg samskipti og verkaskiptamál ríkis og sveitarfélaga.

    e)     Lagt var fram bréf, dagsett 1. september 2008, frá Þórði Skúlasyni fráfarandi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hann færir kveðjur og þakkir,  til sveitarstjórnarmanna, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og annarra starfsmanna sveitarfélaganna.

    f)      Tekin var fyrir tillaga Neslistans frá 670. fundi varðandi hugmyndir um útsendingu frá fundum bæjarstjórnar og lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málefnið.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
    Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

    „Fulltrúar meirihluta D-lista leggja til að ákvörðun um útvörpun bæjarstjórnarfunda verði vísað til ákvörðunar nýrrar bæjarstjórnar við upphaf næsta kjörtímabils.“
    Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslistans.

    Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna minnisblaðs Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra lagt fram í bæjarstjórn 10. september 2008 vegna tillögu Neslista frá 12. maí 2004 og 27. febrúar 2008.

    „Fulltrúar Neslistans lögðu fram tillögu í bæjarstjórn fyrir rúmum fjórum árum þ.e. hinn 12. maí 2004 og síðan aftur nú í febrúar  2008 um að bæjarstjórnarfundum verði útvarpað. Bæjarstjóra var falið að skoða verkefnið bæði tæknilega útfærslu og skoða kostnað við að koma þessu á. Ítrekað hefur verið spurt hvernig þessu máli líður og hefur bæjarstjóri svarað því til að málið sé í skoðun. Það hefur  nú verið í skoðun í rúm fjögur ár og nú loks leggur bæjarstjóri fram greinargerð.
    Ekki verður séð að sveitarfélagið ráði við þetta verkefni nema lagt verði í mjög mikinn stofnkostnað ef marka má minnisblað bæjarstjórans. Verður að telja það heldur einkennilegt á sama tíma og bæjarfélagið hefur verið ljósleiðaravætt og kynnt í öllum fjölmiðlum sem framsæknasta sveitarfélag landsins þegar kemur að tæknivæðingu. Þá hefur Seltjarnarnesið verið útnefnt „hot-spot” svæði þar sem hægt er að fara þráðlaust inn á netið út um allt sveitarfélagið.
    Samkvæmt minnisblaðinu metur bæjarstjóri að kostnaður við útsendingar sé um 8-9 M og þar við bætist rekstarkostnaður. Þessar tölur vekja furðu og nauðsynlegt er fyrir bæjarfulltrúa á fá að sjá þessi tilboð sem bæjarstjóri byggir niðurstöðu sína á.
    Aflað hefur verið upplýsinga frá nokkrum bæjarfélögum og þessar kostnaðartölur sem bæjarstjóri leggur fram eru í engu samhengi við hvað þessi þjónusta kostar hjá öðrum sveitarfélögum sem hafa útvarpað fundum sínum í mörg ár.
    Í lok greinargerðarinnar gerir bæjarstjóri það að tillögu sinni að bæjarstjórnarfundirnir verði teknir upp og birtir á heimasíðu bæjarins en það muni kosta um það bil 300-400 þúsund á mánuði. Það væri líka gott að fá einhver tilboð á borðið og skoða hvernig bæjarstjóri fær út þessa tölu. Þetta er ef til vill lausn sem er fær en kostnaður er samkvæmt þessu 3,5 M á ári og það hlýtur að vera mögulegt að fá þessa þjónustu ódýrari. Óskað er eftir að grunngögn sem minnisblaðið byggir á verði lögð fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.“

Sunneva Hafsteinsdóttir                Guðrún Helga Brynleifsdóttir

sign                                                  sign

 

Fundi var slitið kl.  17:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?