Fara í efni

Bæjarstjórn

20. ágúst 2008

Miðvikudaginn 20. ágúst 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Ólafur Egilsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 122. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar, dagsett 10. júlí 2008, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  2. Lögð var fram fundargerð 123. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar, dagsett 14. ágúst 2008, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 344. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. júní 2008 og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  4. Lögð var fram fundargerð 333. (27.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. júní 2008, og var hún í 10 liðum.
    Til máls tók: Lárus B. Lárusson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 77. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 08 júlí 2008, og var hún í 1 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 78. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 23. júlí 2008, og var hún í 1 lið.
    Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
  7. Lögð var fram fundargerð Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar, dagsett 22. júlí 2008, sem var í 4 liðum, ásamt ársreikningi ársins 2007.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 105. fundar stjórnar STRÆTÓ  bs., dagsett 4. júlí 2008, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Lögð var fram fundargerð 106. fundar stjórnar STRÆTÓ  bs., dagsett 25. júlí 2008, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lárus B Lárusson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 251. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 20. júní 2008, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
    Endurkjörnir voru fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í stjórn SORPU:
    Aðalmaður  Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15.
    Varamaður Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  11. Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram minnisblað frá Capacent um ráðningu framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness.  
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Tillaga um að Ólafur Melsted verði ráðinn framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness var samþykkt samhljóða.

b)    Lagt fram bréf frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 7. júlí 2008, varðandi boðun fulltrúa sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til samráðsfundar um stöðvunarbrot.
Til máls tók:  Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt að fulltrúi Seltjarnarness á fundinum verði Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri.

c)    Lagt var fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. ágúst 2008, varðandi allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga árið 2009.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

d)    Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu á tækifærisveitinga- og skemmtanaleyfi til Íþróttafélagsins Gróttu fyrir „Stuðmannaball“ sem vera á í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness laugardaginn 30. ágúst nk
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis þessa.

Vakin var athygli á að ekki væri búið að afgreiða tillögu Neslistans sem lögð var fram 27. febrúar s.l., í lið 11g.

Samþykkt að taka tillöguna á dagskrá næsta fundar bæjarstjórnar.

 

Fundi var slitið kl.  17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?