Fara í efni

Bæjarstjórn

675. fundur 28. maí 2008

Miðvikudaginn 28. maí 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lagður var fram ársreikningur Hrólfsskálamels fyrir árið 2007.
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

  2. Lögð var fram fundargerð 120. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. maí 2008, og var hún í 17 liðum. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Lækningaminjasafns ásamt innkomnum athugasemdum og tillögum að svörum við þeim.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

    Lögð var fram eftirfarandi tillaga vegna liðs 2c:

    “Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 22.05. s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi að lóð Lækningaminjasafns ásamt tillögum um umsagnir vegna athugasemda og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.”
    Tillagan var samþykkt samhljóða.

    Bæjarstjórn vill koma á framfæri þakklæti, fyrir vel unnin störf fyrir bæjarstjórn, til Ingimars Sigurðssonar sem nú lætur af störfum sem formaður Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    Rétt þykir að vekja sérstaka athygli á því að formaður Skipulags- og mannvirkjanefndar hefur séð sig knúinn til að segja af sér „vegna vinnubragða meirihlutans í skipulagsnefnd“  sem vekur auðvitað athygli og telja verður  að það endurspegli þá ringulreið sem ríkir í skipulagsmálunum hjá meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu og hefur gert um árabil.

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir               Sunneva Hafsteinsdóttir
                         (sign)                                        (sign)

  3. Lögð var fram fundargerð 331. (25.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 22. apríl 2008, og var hún í 8 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  4. Lögð var fram fundargerð 332. (26.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. maí 2008, og var hún í 10 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Þór Sigurgeirsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  5. Lögð var fram fundargerð 343. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. maí 2008, og var hún í 8 liðum. Einnig voru lögð fram drög, í 23 greinum,  að reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Félagsmálaráðs Seltjarnarness.
    Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Reglur, um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Félagsmálaráðs Seltjarnarness, voru samþykktar samhljóða.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  6. Lögð var fram fundargerð 15. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisin (AHS), dagsett 16. maí 2008, og var hún í 8 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 9. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 17. mars 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 10. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 25. apríl 2008, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins 2008 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 20. maí 2008, og var hún í 6 liðum, ásamt ársskýrslu fyrir árið 2007.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  10. Lögð var fram fundargerð 74. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 16. maí 2008, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  11. Lögð var fram fundargerð 250. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 19. maí 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  12. Lögð var fram fundargerð 103. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 9. maí 2008, og var hún í 8 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  13. Tillögur og erindi:
    • Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans, frá 673. fundi bæjarstjórnar í lið 17c, um opinn borgarafund um skipulagsmál í Bygggörðum.
      Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
      Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þessarar tillögu.
    • Tekin var til afgreiðslu tillaga Þórs Sigurgeirssonar bæjarfulltrúa frá 674. fundi bæjarstjórnar í lið 13e, um nafn á skrúðgarð bæjarins við Suðurströnd
      Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
      Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til Umhverfisnefndar til frekari vinnslu.

 

Fundi var slitið kl.  17:53

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?