Fara í efni

Bæjarstjórn

674. fundur 14. maí 2008

Miðvikudaginn 14. maí 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 396. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. apríl 2008, og var hún í 9 liðum.
    Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
    Fundargerðin var borin undir atkvæði, að undanskildum 5. lið, og var samþykkt samhljóða.
    5. liður fundargerðarinnar var samþykktur með 5 atkvæðum fulltrúa D- lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslistans.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúar Neslistans geta ekki samþykkt lið 5. í fundargerð fjárhags- og launanefndar frá 22. apríl 2008 sem fjallar um þjónustusamning Þreks ehf.og Sundlaugar Seltjarnarness þar sem endanlegur samningur sem bæjarstjóri skrifaði undir er ekki í samræmi við þau drög sem hann lagði fram á fundi nefndarinnar.

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir            Sunneva  Hafsteinsdótti
                   (sign)                                              (sign) 

  2. Lögð var fram fundargerð 205. (28.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. apríl 2008, sem var vinnufundur.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  3. Lögð var fram fundargerð 206. (29.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. apríl 2008, sem var vinnufundur.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  4. Lögð var fram fundargerð 207. (30.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 29. apríl 2008, og var hún í 1 lið.
    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Lárus B. Lárusson.
    Tillaga Skólanefndar um að Guðlaug Sturlaugsdóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness var samþykkt samhljóða.
    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar. 

  5. Lögð var fram fundargerð 342. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 17. apríl 2008, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Lárus B. Lárusson og Þór Sigurgeirsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

  6. Lögð var fram fundargerð 210. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 29. apríl 2008,  og var hún í 6 liðum.
    Til máls tóku: Þór Sigurgeirsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.  
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  7. Lögð var fram fundargerð aðalfundar Hrólfskálamels ehf, dagsett 22. apríl 2008 og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 7. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 05. maí 2008, og var hún í 2 liðum.
    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  9. Lögð var fram fundargerð 8. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 13. maí 2008, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  10. Lögð var fram fundargerð 249. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 28. apríl 2008, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  11. Lögð var fram fundargerð 319. fundar stjórnar SSH, dagsett 5. maí 2008, og var hún í 8 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  12. Lögð var fram fundargerð 753. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. apríl 2008, og var hún í 26 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  13. Tillögur og erindi:
    • Lögð voru fram drög að reglu um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi.
      Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson og Þór Sigurgeirsson.
      Reglurnar voru samþykktar samhljóða.

    • Lögð voru fram drög, í 9 liðum, að starfsreglum Grunnskóla Seltjarnarness vegna fjárhagslegrar ábyrgðar.
      Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
      Starfsreglurnar voru samþykktar samhljóða og þær taki gildi 1. janúar 2009.

    • Lögð var fram umsagnarbeiðni Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu v/ útgáfu leyfis fyrir veitingastað í flokki II, samkvæmt 4. gr. laga 85/2007, fyrir Golfklúbb Ness í Suðurnesi.
      Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

    • Lagt var fram bréf frá Málræktarsjóði, dagsett  2. maí 2008, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á aðalfund Málræktarsjóðs sem halda á 6. júní nk.
      Samþykkt samhljóða að fulltrúi Seltjarnarnesbæjar verði Sólveig Pálsdóttir, Unnarbraut 14.  Til vara Jón Jónsson, Melabraut 28.

    • Samþykkt var að fresta afgreiðslu á tillögu Neslistans, frá 673. fundi bæjarstjórnar í lið 17c, til næsta fundar.

    • Bæjarfulltrúi Þór Sigurgeirsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
      „Undirritaður leggur fram tillögu þess efnis að skrúðgarður bæjarins við Suðurströnd sem er án nafns – fái nafn. Lagt er til að garðurinn fái nafnið Valhúsagarður. Nafnið er með vísan til legu garðsins í jaðri Valhúsahæðar.“
                                      Þór Sigurgeirsson
                                                  (sign)

      Afgreiðslu á tillögunni frestað til næsta fundar.

 

Fundi var slitið kl.  17:47



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?