Fara í efni

Bæjarstjórn

673. fundur 23. apríl 2008

Miðvikudaginn 23. apríl 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur 2007 fyrir Bæjarsjóð Seltjarnarness.

    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

    Ársreikningur fyrir árið 2007 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

    Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

    Afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2007 er í góðu samræmi við vaxandi fjárhagslegan styrk Seltjarnarnessbæjar á síðustu árum. Með markvissri fjármálastjórn hefur reynst unnt að greiða niður langtímaskuldir, lækka álögur á íbúa en um leið auka þjónustu við íbúa og ráðast í framkvæmdir fyrir sjálfsaflafé. Ráðdeild í rekstri bæjarins endurspeglast jafnframt í góðu samræmi á milli ársreiknings og fjárhagsáætlunar. 

    Jafnframt er rétt að ítreka að skattgreiðendum á Seltjarnarnesi er hlíft við á þriðja hundrað milljónum króna árlega í álögum og þannig sparast hverju heimili hundruð þúsunda króna í opinberum gjöldum á við það sem gerist annarstaðar.  Slíkt kemur öllum Seltirningum til góða og á stóran þátt í að gera Seltjarnarnes að eftirsóknarverðu og fjölskylduvænu bæjarfélagi.

    Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja árið 2007  námu rúmum 2.400 mkr. og vaxa skatttekjur  um 22% milli ára þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignagjalda.  Gjöld samstæðunnar vaxa um 15% á milli ára sem einkum skýrast af launahækkunum, verðlagsbreytingum og aukinni  þjónustu sveitarfélagsins við íbúa en reyndust aðeins um 2% umfram fjárhagsáætlun sem ber gerð fjárhagsáætlana bæjarins gott vitni. 

    Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2007 nam þannig rúmum 400 milljónum króna sem er um 50% betri afkoma en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir.  Svipaða sögu er að segja um samstæðureikning bæjarins þar sem rekstrarniðurstaða er rúmlega 70% hærri en gert var ráð fyrir og námu um 300 milljónum króna á síðasta ári.  Tekjur ársins jukust þannig verulega umfram forsendur fjárhagsáætlunar eða um 8% sem skýrist annars vegar af aukningu hefðbundinna tekna þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignaskatta og meiri fjármagnstekjum af innistæðum sveitarfélagsins en ráð var fyrir gert.  Engar óvenjulegar tekjur svo sem sölu á byggingarétti var um að ræða á árinu og því ljóst að stöðugleiki er í almennum rekstri bæjarins og afkoman árið 2007 í samræmi við verulega stígandi í afkomu bæjarsjóðs síðustu ár.

    Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri bæjarsjóðs tæpum 525 milljónum króna sem er verulega umfram fjárhagsáætlun ársins 2007. Veltufé frá rekstri nam á síðasta ári um 22% af tekjum bæjarsjóðs og  undirstrikar peningalegan styrk Seltjarnarnesbæjar á venjubundnu rekstrarári þar sem ekki eru um verulegar tekjur af sölu eigna að ræða líkt og árið 2006.  Sömu sögu er að segja um veltufé frá rekstri í samstæðu.   Veltufjárhlutfall bæjarins lækkar nokkuð á milli áranna 2006 og 2007,  lækkaði úr 8,3 í árslok 2006 í 6,3 í árslok 2007. Hlutfallið er því enn mjög hátt eða ríflega sex sinnum hærra en æskilegt lágmarkið 1,0.  Engin lán voru tekin til framkvæmda á árinu en hartnær áratugur er frá því Seltjarnarnes sló síðast lán fyrir framkvæmdum.  Þvert á móti ávaxtar bæjarssjóður nú um 1.300 milljónir króna á innlánsreikningum viðskiptabanka sinna og nýtir vaxtatekjur, auk rekstrarhagnaðar bæjarsjóðs til framkvæmda.

    Handbært fé í árslok nam um 1.330 milljónum króna og hækkar um 35% á milli ára.

    Efnahagur Seltjarnarnesbæjar undirstrikar einnig trausta fjárhagsstöðu en eignir bæjarjóðs vaxa um tæpar 700 mkr. á milli ára, úr tæpum 4.965  mkr. árið í 2006 í 5.660 mkr. árið 2007 eða um tæplega 14% en eignir samstæðu um rúm 12%.  Eigið fé bæjarsjóðs hækkar um röskar 530  mkr. á milli ára eða um rúm 14% sem gerir um 8,1% raunávöxtun eiginfjár þegar mið er tekið af verðbólgu á árinu 2006.  Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs  í árslok var 75% en samstæðunnar um 72%  Langtímaskuldir bæjarins og samstæðu hafa farið hratt lækkandi síðustu ár og nema nú um 330 milljónum króna sem hlýtur að teljast óverulegt í ljósi fjárhagslegs styrkleika Seltjarnarnesbæjar.

    Jónmundur Guðmarsson            Ásgerður Halldórsdóttir
                    
    (sign)                                         (sign)

    Sigrún Edda Jónsdóttir               Lárus B Lárussson
                         
    (sign)                               (sign)

    Þór Sigurgeirsson
    (sign)

  2. Lagður var fram ársreikningur ársins 2007 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.
    Ársreikningur ársins 2007 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

  3. Lagður var fram ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness fyrir árið 2007.

  4. Lagður var fram ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness fyrir árið 2007.

  5. Lagður var fram ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2007.
  6. Lögð var fram fundargerð 119. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. apríl 2008,  og var hún í 14 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 

  7. Lögð var fram fundargerð 395. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. apríl 2008,  og var hún í 11 liðum.
    Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
    Fundargerðin var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa D- lista en fulltrúar Neslistans sátu hjá. 

  8. Lögð var fram fundargerð 204. (27.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. apríl 2008, og var hún í 10 liðum.
    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  9. Lögð var fram fundargerð 89. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 15. apríl 2008, og var hún í 9 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  10. Lögð var fram fundargerð 11. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 31. mars 2008, og var hún í 5 liðum, ásamt drögum að jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar og greinargerð um aðdraganda jafnréttisáætlunar.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
    Jafnréttisáætlun Seltjarnarness var samþykkt samhljóða. 

  11. Lögð var fram fundargerð 75. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 7. apríl 2008, og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  12. Lögð var fram fundargerð 5. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 18. mars 2008, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  13. Lögð var fram fundargerð 6. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 21. apríl 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

  14. Lögð var fram fundargerð 318. fundar stjórnar SSH, dagsett 7. apríl 2008, og var hún í 8 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  15. Lögð var fram fundargerð 7. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 3. mars 2008, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  16. Lögð var fram fundargerð 8. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 10. mars 2008, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  17. Tillögur og erindi:
    • Lögð var fram umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis um breytingu á samþykkt um hundahald á Seltjarnarnesi. Heilbrigðisnefnd mun senda bæjarstjórn tillögur um endurskoðaða samþykkt innan skamms.
      Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
      Erindinu vísað til Umhverfisnefndar Seltjarnarness.
    • Bæjarstjóri lagið fram svör við fyrirspurn Neslistans í lið 20 frá 672. fundi bæjarstórnar.
    • Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

      „Fulltrúar Neslistans leggja til að bæjarstjórn haldi hið fyrsta opinn borgarafund um skipulagsmál í Bygggörðum. Fundurinn verði haldinn  nú á næstu dögum eða vikum eða áður en ákvarðarnir verða teknar um auglýsingu deiliskipulags á Bygggarðasvæðinu. Lagt er til að fundurinn verði haldinn í samvinnu við íbúasamtök um lágreista byggð í Bygggörðum austan Gróttu, en samtökin hafa sérstaklega óskað eftir slíkum fundi bréflega. Á fundinum yrðu kynntar allar þær tillögur sem  fram hafa komið hingað til um deiliskipulag svæðisins. Með fundinum ættu allir íbúar Seltjarnarness kost á því að fá kynningu á stöðu mála og tækifæri til að tjá sig um framhaldið.”

      Greinargerð:
      Íbúasamtökin um lágreista byggð í Bygggörðum austan Gróttu hafa bréflega óskað eftir virku samráði við bæjaryfirvöld um skipulagsmál svæðisins í anda þess sem meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar ræddu á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu. Slíkt virkt samráð hefur ekki farið fram og beiðninni ekki verið svarað. Opin borgarafundur þar sem staða skipulagsmála í Bygggörðum væri kynnt væri góð byrjun á slíku samráðsferli.

      Fulltrúar Neslistans lýsa furðu sinni á því að bæjaryfirvöld skuli ekki svara framkomnum beiðnum um íbúakosningu vegna þessa máls. Samtökin hafa óskað eftir því bréflega við bæjaryfirvöld að Seltirningum verði boðið upp á að kosið yrði á milli kosta í skipulagsmálum á Bygggarðasvæðinu á sambærilegan hátt og kosið var milli kosta á síðasta kjörtímabili um skipulagsmál á Hrólfsskálamel og svæðis sunnan Valhúsaskóla. Það er lágmarkskrafa í lýðræðislegu samfélagi og í anda sveitastjórnalaga að skriflegum erindum og beiðnum íbúa sé svarað að hálfu bæjarins. Allt annað eru ólýðræðisleg vinnubrögð.

      Sunneva Hafsteinsdóttir              Árni Einarsson
                  
      (sign)                                    (sign)

      Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

      Öllum erindum vegna skipulagsmála Bygggarða hefur verið vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar sem fer með málið fyrir hönd bæjarins.

                           Jónmundur Guðmarsson
                                         (sign)

      Afgreiðslu á tillögunni var frestað til næsta fundar.

Fundi var slitið kl.  17:40



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?