Miðvikudaginn 13. febrúar 2008 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.
Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.
Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.
- Lögð var fram til fyrri umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2009-2011. Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum og niðurstöðum áætlunarinnar.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson og Árni Einarsson.
Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.
- Lögð var fram fundargerð 391. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. janúar 2008, og var hún í 15 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lárus B Lárusson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 392. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 31. janúar 2008, og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttur, Árni Einarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 116. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. janúar 2008, og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 339. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 17. janúar 2008, og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 327. (21.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 17. janúar 2008, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 328. (22.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. janúar 2008, og var hún í 3 liðum.
Til máls tók: Lárus B. Lárusson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 9. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 19. desember 2007, og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 10. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. janúar 2008, og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 200. (23.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 23. janúar 2008, og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 201. (24.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 5. febrúar 2008, sem var vinnufundur.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 2. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 29. janúar 2008, og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 207. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 17. janúar 2008, og var hún í 2 liðum.
Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 73. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 1. febrúar 2008, og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 281. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 28. desember 2007, og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku: Lárus B. Lárusson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 282. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 11. janúar 2008, og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 8. fundar ársins 2007 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. desember 2007, og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2008 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 15. janúar 2008, og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 70. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 18. desember 2007, og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 13. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, dagsett 18. janúar 2008, og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 246. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 21. janúar 2008, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 98. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 11. janúar 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 99. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 25. janúar 2008, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 315. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 7. janúar 2008, og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 316. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 4. febrúar 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 223. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 13. nóvember 2007, og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 224. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 15. janúar 2008, og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 749. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. desember 2007, og var hún í 33 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Tillögur og erindi:
- Lagt var fram bréf frá Kjeld Hansen í Herlev, vinarbæ Seltjarnarnesbæjar í Danmörku, um vinabæjarmót í júní árið 2009 á 100 ára afmæli kaupstaðarins.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
- Lagt var fram bréf frá SORPU bs., dagsett 2. janúar 2008, um byggingu nýrra endurvinnslustöðva og breytingar á núverandi stöðvum. Einnig var lögð fram rekstraráætlun 2008, eignabreytingar.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykkt annarra sveitarfélaga í samlaginu, lántöku að upphæð 421milljónir, samkvæmt fjárfestingaáætlun SORPU bs.
- Lagt var fram bréf frá stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, dagsett 10. janúar 2008, þar sem farið er fram á tilnefningu á fulltrúa Seltjarnarness í stjórn samtakanna fyrir yfirstandandi kjörtímabil.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Bæjarstjórn tilnefnir Ellen Calmon, Fræðslu og menningarfulltrúa, sem aðalmann og varamann Óskar J. Sandholt, Framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs.
- Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi breytinga á áherslum ríkisins í málefnum aldraðra og flutning verkefna á milli ráðuneyta samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness að hafinn verði undirbúningur að byggingu og rekstri um 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi ásamt aukinni þjónustu við aldraða í heimahúsum. Leitað verði eftir samningi við heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti um heilbrigðisþjónustu bæði í hjúkrunarrýmum og í heimahúsum samfara aukinni heimaþjónustu og samningi við félagsmálaráðuneyti í samræmi við lög um málefni aldraðra. Skipaður verði fimm manna vinnuhópur til að vinna að málinu, þrír fulltrúar tilnefndir af meirihluta og tveir af minnihluta. Félagsmálastjóri og öldrunarfulltrúi starfi með vinnuhópnum.
Greinargerð:
Í maí 2006 var undirritað þríhliða samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um að reisa í samstarfi hjúkrunarheimili á svokallaðri Lýsislóð við Grandaveg í Reykjavík. Skyldi kostnaður við byggingu heimilisins greiddur 70 prósent af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, 20 prósent af Reykjavíkurborg og 10 prósent af Seltjarnarneskaupstað með samsvarandi eignarhlutföllum. Jafnframt lá fyrir að Seltjarnarnesbær, sem eigandi umræddrar lóðar, var reiðubúinn að leggja hjúkrunarheimilinu hana til, samstarfsaðilum að kostnaðarlausu.
Síðan umrætt samkomulag var undirritað hefur lítið miðað í frekari undirbúningi að framkvæmdinni og ljóst er að verkefnið kemur til með að tefjast verulega að óbreyttu. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa allt frá upphafi lagt þunga áherslu á að unnið yrði markvisst að framkvæmd samkomulagsins og í því skyni ítrekað fundað með aðilum samkomulagsins og einnig ráðstafað fjármunum til kostnaðarþátttöku í verkefninu á fjárhagsáætlunum bæjarfélagsins.
Á síðustu misserum hefur orðið vart við breyttar áherslur heilbrigðisyfirvalda í öldrunarþjónustu almennt og þegar kemur að byggingu og skipulagi hjúkrunarheimila frá því að samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð var undirritað 22. maí 2006. Ljóst þykir að kröfur um lágmarkstærð og rýmafjölda hjúkrunarheimila hafa breyst og möguleiki opnast fyrir sveitarfélög á borð við Seltjarnarnes á að reisa smærri hjúkrunarheimili sem ætlað er að koma til móts við staðbundna þörf fyrir hjúkrunarrými. Bæjarstjórn Seltjarnarness fagnar þessari áherslubreytingu enda áður árangurslaust sóst eftir því að reisa hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi sem þjónað gæti þörfum íbúa sveitarfélagsins sérstaklega til framtíðar litið. Einnig er ljóst að með byggingu smærra hjúkrunarheimils sem sniðið er að þörfum bæjarfélagsins og innan bæjarmarka þess mun skipulag og framkvæmd verkefnisins einfaldast til muna og því líkur á að þessari veigamiklu þjónustu verði komið á með sem skjótustum hætti. Með samningum við ríkisvaldið um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi yrði jafnframt horfið frá fyrirætlunum um þátttöku í byggingu 90 rýma heimilis á svokallaðri Lýsislóð við Grandaveg.
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign.) (sign.)
Sigrún Edda Jónsdóttir Lárus B. Lárusson
(sign.) (sign.)
Þór Sigurgeirsson
(sign.)
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Afgreiðslu á tillögunni var frestað til næsta fundar.
- Sunneva Hafsteinsdóttir spurðist fyrir um álagningu fasteignagjalda 2008. Einnig benti hún á að misbrestur væri á að útgefið prentefni til bæjarbúa væri sett á vef bæjarins.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Lárus B. Lárusson.
Bæjarstjóra falið að skoða fyrirspurnina fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Fundi var slitið kl. 18:40