Fara í efni

Bæjarstjórn

663. fundur 17. október 2007

Miðvikudaginn 17. október 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

 

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 335. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. september 2007, og var hún í 5 liðum. Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 323. (17.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. september 2007, og var hún í 3 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 112. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. október 2007, og var hún í 8 liðum.

    Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

    Vegna liðar 2.a beinir bæjarstjórn því til Skipulags- og mannvirkjanefndar að vinna umrætt deiliskipulag í tengslum við deiliskipulag annarra svæða á miðsvæði sem enn hafa ekki verið deiliskipulögð á grundvelli gildandi aðalskipulags, þ.e. Eiðistorgs og Austurstrandar.
    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

    Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna liðs 2b:

    “Fulltrúar Neslistans telja það sérkennilega ráðstöfun að ráða til deiliskipulagsvinnu Vestursvæðisins þá ráðgjafa sem hafa með höndum hönnun  á Bygggarðsreitnum og eru þjónustuaðilar eignarhaldsfélags þess svæðis. Það verður eðli máls samkvæmt að vera hafið yfir allan vafa að hér séu engir hagsmunaárekstrar en þessi ákvörðun býður upp á tortryggni sem auðveldlega hefði mátt forðast. Vestursvæðið er einstök náttúruperla okkar Seltirninga og má því búast við miklum skoðunum bæjarbúa um málið og því mikilvægt að vanda öll vinnubrögð”.

    Guðrún Helga Brynleifsdóttir               Sunneva Hafsteinsdóttir
                      (sign)                                                  (sign)

  4. Lögð var fram fundargerð 311. fundar stjórnar SSH,  dagsett 17. september 2007, og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  5. Lögð var fram fundargerð 312. fundar stjórnar SSH,  dagsett 1. október 2007, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  6. Lögð var fram fundargerð 67. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.,  dagsett 28. september 2007, og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  7. Lögð var fram fundargerð 67. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,  dagsett 5. október 2007, og var hún í 7 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  8. Lögð var fram fundargerð 11. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 28. september 2007, og var hún í 6 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  9. Lögð var fram fundargerð 746. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 28. september 2007, og var hún í 19 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  10. Lögð var fram fundargerð 222. fundar Launanefndar sveitarfélaga,  dagsett 11. september 2007, og var hún í 17 liðum.

    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

    Bæjarstjórn óskar eftir upplýsingum um stöðu og undirbúning vegna kjaraviðræðna LN og viðsemjenda.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  11. Lögð var fram fundargerð 277. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 20. september 2007 og var hún í 8 liðum.

    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  12. Lögð var fram fundargerð 278. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins,  dagsett 20. september 2007 og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  13. Tillögur og erindi:
  • Lagt var fram minnisblað frá LEX lögmönnum, dagsett 5. október 2007, varðandi Skolpdælustöð við Tjarnarstíg.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lárus B. Lárusson.

    Bæjarstjórn beinir því til Skipulags- og mannvirkjanefndar að hefja gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði á grundvelli minnisblaðsins.

  • Tilnefndir voru fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í stjórn Lækningaminjasafns Íslands, þau Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi.

  • Lögð voru fram drög að Reglugerð um lögreglusamþykkt í 34 greinum dagsett 7. október 2007, ásamt athugasemdum lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 15. október 2007.

Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

 

 

Fundi var slitið kl.  17:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?