Fara í efni

Bæjarstjórn

595. fundur 26. maí 2004

Miðvikudaginn 26. maí 2004 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ingibjörg Benediksdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1.        Lögð var fram fundargerð 344. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. maí 2004 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 282. (21.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs  Seltjarnarness, dagsett 7. maí 2004 og var hún í 1 lið.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 55. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 13. maí 2004 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 144. (39.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 12. maí 2004. Var þetta vinnufundur og engin atriði skráð í fundargerð.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 145. (40.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. maí 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 202. fundar stjórnar SORPU, dagsett 6. maí 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 238. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 28. apríl 2004 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Þyrpingu, dagsett 7. maí 2004, vegna áhuga á byggingu verslunarhúsnæðis að Austurströnd 7.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.

Erindinu var vísað til meðferðar Skipulags- og mannvirkjanefndar.

b)    Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytisins dagsett 5. apríl 2004 ásamt afriti af bréfi til Guðrúnar Helgu Brynleifsdóttur, oddvita Neslistans á Seltjarnarnesi, um álit ráðuneytisins á lögmæti ákvörðunar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarneskaupstaðar  að skipa starfshóp vegna skipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann og Inga Hersteinsdóttir.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Varðandi álit félagsmálaráðuneytisins um skipan starfshópa vísa fulltrúar Neslistans í ítarlega bókun sína vegna álitsins í fundargerð Skiplags- og mannvirkjanefndar nr. 39  dagsett 6. maí 2004. Áréttað er það sem þar kemur fram, og bent skal á þær athugasemdir sem félagsmálaráðuneytið gerir við verklag starfshópsins – en engar fundargerðir hafa verið lagðar fram á fundum í Skipulags- og mannvirkjanefnd, sem er forsenda þess að fulltrúar í Skipulags- og mannvirkjanefnd geti kynnt sér og tekið afstöðu til þess sem starfshópurinn er að fjalla um hverju sinni. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að þar sem starfshópnum sé ekki falin nein ákvarðanataka feli skipun hópsins ekki í sér framsal á lögboðnu valdi Skipulags og mannvirkjanefndar. Starfshópurinn sinnti ekki starfsskyldum sínum. Starfshópurinn átti að leggja tillögur sínar fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd en ákvað að taka sér það vald að kynna fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd eina tillögu. Þessi vinnubrögð sýna svo ekki verði um villst að starfshópurinn tók sér ákvörðunarvald, og hundsaði lýðræðisleg vinnubrögð. Var því eins og fulltrúar Neslistans hafa bent á og benda enn á í raun um framsal á valdi að ræða – en ekkert var kynnt fyrir Skipulags- og mannvirkjanefnd á vinnslustigi málsins – og við það stendur.”

Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann,

           (sign)                                         (sign)

Ingibjörg Benediktsdóttir

(sign)

 

Fulltrúar D- listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Félagsmálaráðuneytið hefur að beiðni Neslistans sent frá sér álit um lögmæti ákvörðunar meirihluta Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar um skipun vinnuhóps til að vinna við deiliskipulagsvinnu og hönnun Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Hópurinn var skipaður tveimur fulltrúum meirihluta og einum fulltrúa minnihluta. Að auki skyldi bæjarstjóri sitja fundi starfshópsins og byggingarfulltrúi vera starfsmaður hans.

Oddviti minnihlutans, Guðrún H. Brynleifsdóttir, lögmaður, taldi að skipun hópsins brjóta bæjarmálasamþykkt og sveitarstjórnarlög og sagði nefndina framselja lögbundin verkefni sín ásamt því að verið væri að raska valdahlutföllum í Skipulags- og mannvirkjanefnd. Í áliti ráðuneytisins er þessum sjónarmiðum vísað á bug. Þar segir að rangt sé að nefndin sé að framselja verkefni þar sem vinnuhópnum sé ætlað að skila tillögum til Skipulags- og mannvirkjanefndar sem samþykki þær eða synji. Einnig sé rangt að pólitískt vægi raskist þar sem í bæjarmálasamþykkt Seltjarnarness sé að finna almenna heimild til handa bæjarstjóra til að sitja fundi nefnda. Ráðuneytið segir að skipun vinnuhópsins sé með öllu eðlileg enda sé það ein af skyldum nefnda að sjá til þess að mál séu nægjanlega vel undirbúin áður en þau koma til afgreiðslu þeirra.

 

Meirihlutinn harmar málflutning Neslistans. Nauðsynlegt er að fulltrúar hans geri hreint fyrir sínum dyrum, dragi stóryrði sín til baka og geri upp við sig hvort þeir treysti sér í málefnalegar umræður um viðfangsefni bæjarins eða haldi áfram að stunda vanhugsaðar klögur  í ráðuneytum.  

 

Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem athugasemdum minnihlutans um vinnubrögð er vísað til föðurhúsanna sem er með nokkrum ólíkindum í ljósi þess að oddviti framboðsins er starfandi lögmaður og hlýtur þar með að vita betur. Minnihlutinn hefur í skjóli ímyndaðra lagabrota sneitt hjá  þátttöku í mikilvægu starfi hópa á vegum nefnda bæjarins sem er óviðunandi. Neslistinn hefur þannig neitað að taka þátt í þýðingarmiklum vinnuhópum þ.m.t. um skipulagsmál á grundvelli fullyrðinga sem nú hafa reynst alrangar og meirihlutinn hafði vissu fyrir frá upphafi.  Þetta er vitaskuld miður og vart boðlegt með tilliti til starfsskyldna kjörinna fulltrúa. 

 

Á hinn bóginn er gleðilegt að sjá að minnihlutinn hefur nú loks eftir um 6 mánaða aðgerðarleysi skipað fulltrúa í skipulagshópinn sem um leið undirstrikar það áfall sem trúverðugleiki minnihlutans og oddvita hans hefur orðið fyrir í þessu máli.”

 

Jónmundur Guðmarsson,        Ásgerður Halldórsdóttir

(sign)                                        (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir

(sign)                                       (sign)

 

Inga Hersteinsdóttir formaður Skipulags- og mannvirkjanefndar lagði fram eftirfarandi bókun:

“Fundargerðir hafa verið haldnar um fundi starfshópsins frá fyrsta fundi. Þær hafa verið sendar fulltrúum í starfshópnum að loknum hverjum fundi.

Það er hefð fyrir því á Seltjarnarnesi að leggja fram fundargerðir í lok vinnu starfshópa eins og minnihlutanum er kunnugt. Samt sem áður voru oddvitanum sendar fundargerðirnar til upplýsingar.

Það er hreint og klárt yfirklór hjá minnihlutanum að gera dreifingu fundargerðanna að aðalatriði til að leiða athyglina frá niðurstöðu félagsmálaráðuneytisins, sem var nefnilega að ekkert var athugavert við starfsfyrirkomulag verkefnisins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd voru vissulega kynntar allar þær tillögur sem fram komu á fundum hjá starfshópi og hönnuðum. Skipulags- og mannvirkjanefnd var frjálst að hafa aðrar áherslur en starfshópurinn, en hafði það greinilega ekki.

Eins og minnihlutanum er kunnugt er engin endanleg niðurstaða komin í málinu hvorki í starfshópi né Skipulags- og mannvirkjanefnd, þar af leiðandi er ekki um neitt valdaafsal að ræða.

Málflutningi minnihlutans er hér með vísað á bug.”

Inga Hersteinsdóttir

(sign)

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Fulltrúar Neslistans ítreka bókanir sínar í máli þessu og telja málflutning bæjarstjórans og meirihlutans óskiljanlegan, en bæjarstjóri er í máli þessu eins og svo oft áður fyrirmunað að fara með rétt mál og er óskiljanlegt með hvaða lestrargleraugum hann les álit ráðuneytisins. Þá harma fulltrúar Neslistans að mál þetta sé persónugert með þeim hætti og fram kemur í bókun meirihlutans.

Málflutningur bæjarstjóra er þó raunar hættur að koma á óvart.”

Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann

         (sign)                                      (sign)

Ingibjörg Benediktsdóttir

(sign)

 

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

“Undirritaður áskilur sér rétt til að leggja fram skriflegar fyrirspurnir til oddvita minnihlutans um efnisatriði þessa máls.”

Jónmundur Guðmarsson

(sign)

 

c)     Tekin var fyrir tillaga Neslistans frá síðasta fundi bæjarstjórnar samkvæmt 14. lið fundargerðarinnar um að fela bæjarstjóra að kanna fyrir bæjarstjórn tæknilega útfærslu og kostnað við að koma því á að útvarpa bæjarstjórnarfundum á Seltjarnarnesi.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 

Fundi var slitið kl. 17:48  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?