Fara í efni

Bæjarstjórn

661. fundur 12. september 2007

Miðvikudaginn 12. september 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir setti fund og stjórnaði.

Ritari bæjarstjórnar Stefán Bjarnason ritaði fundargerð.

Fyrir var tekin fundargerð síðasta fundar, samþykkt samhljóða og undirrituð.

  1. Lögð var fram fundargerð 322. (16.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. ágúst 2007, og var hún í 11 liðum.
    Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  2. Lögð var fram fundargerð 194. (17.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. ágúst 2007, sem var vinnufundur í 1 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  3. Lögð var fram fundargerð 195. (18.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 29. ágúst 2007, og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.
    6. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 334. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 23. ágúst 2007, og var hún í 6 liðum. Bæjarstjóri lagði fram skýrslu félagsmálastjóra, dagsett 11. september 2007, um viðhaldsverkefni á Skólabraut 3-5, samkvæmt 7. lið síðasta fundar bæjarstjórnar.
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  5. Lögð var fram fundargerð 203. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. ágúst 2007, og var hún í 1 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 68. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 5. september 2007, og var hún í 3 liðum.
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

  7. Lögð var fram fundargerð 308. fundar stjórnar SSH, dagsett 13. ágúst 2007, og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  8. Lögð var fram fundargerð 93. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,  dagsett 17. ágúst 2007, og var hún í 6 liðum.
    Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  9. Lögð var fram fundargerð 94. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,  dagsett 31. ágúst 2007, og var hún í 3 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  10. Lögð var fram fundargerð 745. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 30. ágúst 2007, og var hún í 21 lið.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  11. Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins 2007 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 21. ágúst 2007, og var hún í 4 liðum.
    Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  12. Tillögur og erindi:
  • Lagt var fram afrit af bréfi bæjarstjórans á Seltjarnarnesi til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, dagsett 24. ágúst 2007, varðandi byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.
    Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

 

Fundi var slitið kl.  17:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?