Miðvikudaginn 27. júní 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Ólafur Egilsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 658. fundar samþykkt.
- Lagður var fram ársreikningur Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar fyrir árið 2006.
- Lögð var fram fundargerð 381. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 20. júní 2007, og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 321. (15.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 12. júní 2007, og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 193. (16.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. júní 2007, og var hún í 18 liðum.
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Ólafur Egilsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 82. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 12. júní 2007, og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð aðalfundar Eigendafélags Æskulýðs- og Félagsheimilis Seltjarnarness (EÆFS), dagsett 24. maí 2007, og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: Árni Einarsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 3. fundar samráðshóps í málefnum Félagssheimilis Seltjarnarness, dagsett 20. júní 2007, og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Ólafur Egilsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
Samþykkt að málefni félagsheimilis verið rædd í bæjarstjórn í september nk.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 307. fundar stjórnar SSH, dagsett 11. júní 2007 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2007 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 5. júní 2007 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 274. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. , dagsett 8. júní 2007 og var hún í 6 liðum
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Tillögur og erindi:
a) Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi Vesturhverfis ásamt greinargerð, athugasemdum og tillögum að svörum við þeim. Áður lagt fram á 652. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók: Ásgerður Halldórsdóttir.
Vegna afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Vesturhverfis var lögð fram eftirfarandi tillaga:
“Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 08.03. s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Vesturhverfis ásamt tillögum um umsagnir vegna athugasemda og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.”
Tillagan var samþykkt samhljóða.
b) Lagt var fram bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands, dagsett 4. júní 2007 um erindi frá aðalfundi samtakanna varðandi garnaveikibólusetningu og eftirlit.
c) Lögð var fram tillaga frá bæjarstjóra, dagsett 21. júní 2007, varðandi endurnýjun áfengisleyfis til fyrirtækisins Neslindar ehf. vegna veitingarstaðarins Rauða ljónsins að Eiðistorgi.
Tillaga:
“Lagt er til að bæjarstjórn taki að nýju fyrir umsókn Neslindar ehf. um endurnýjun áfengisleyfis vegna reksturs Rauða ljónsins”.
Greinargerð:
Forsaga málsins er sú að á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hinn 25. september 2006 var tekin fyrir umsókn fyrirtækisins Neslindar ehf. um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Rauða ljóninu. Skemmst er frá því að segja að bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna umsókninni. Til grundvallar afgreiðslunni lágu fyrst og fremst þau rök, að lögreglan í Reykjavík hefur í gegnum tíðina þurft að hafa ítrekuð afskipti af staðnum vegna brota á áfengislöggjöf. Þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn staðarins ekki hirt um að fara að settum lögum, skilyrðum leyfis til áfengisveitinga eða öðrum fyrirmælum sem þeim voru gefin í þessum efnum. Eðli málsins samkvæmt þótti því ekki réttlætanlegt að endurnýja áfengisleyfi staðarins. Umsóknum sama efnis var aftur hafnað á sömu forsendum á fundum bæjarstjórnar hinn 25. október og 8. nóvember sama ár. Að fenginni þessari afgreiðslu bæjarstjórnar kærði umsóknaraðili ákvörðun bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar um áfengismál sem í úrskurði uppkveðnum hinn 21. maí sl. felldi ákvarðanir bæjarstjórnar úr gildi. Rök nefndarinnar fyrir ógildingu voru fyrst og fremst þau að sveitarstjórn/bæjarstjórn hefði ekki aflað sér lögboðinna umsagna heilbrigðisnefndar og byggingar- og skipulagsnefndar áður en ákvörðun var tekin. Taldi nefndin málsmeðferð bæjarstjórnar brjóta í bága við efnisreglu 14. gr. áfengislaga. Að auki taldi nefndin að rannsóknarregla og andmælaregla stjórnsýsluréttar hefðu verið brotnar við meðferð málsins hjá bæjarstjórn. Réttarfarsleg þýðing úrskurðarins er sú að núverandi réttarástand er nákvæmlega það sama og engin ákvörðun hefði verið tekin í málinu.
Tillaga þessi gerir ráð fyrir að bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar taki að nýju fyrir umsókn Neslindar ehf. um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Rauða ljóninu. Málinu verði frestað á meðan aflað er lögboðinna umsagnar lögreglu, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits um leyfisveitinguna auk þeirra fylgiganga sem áskilin eru í áfengislögum og reglugerð.
Jónmundur Guðmarsson
bæjarstjóri.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl. 17:35