Miðvikudaginn 11. apríl 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 652. fundar samþykkt.
- Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2006.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Tekjur 1.896.959 1.998.953
Gjöld 1.844.597 1.893.889
Afskriftir 54.604 79.204
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 61.057 (13.174)
Óvenjulegir liðir 1.692.872 1.692.872
Rekstrarniðurstaða 1.751.687 1.705.559
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Eigið fé 3.712.561 3.511.051
Langtímaskuldir 307.325 367.800
Eignir 4.863.883 4.769.737
Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk. 8,30 7,09
Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm. 76,33% 73,61%
Veltufé frá rekstri 697.381 690.695
Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Lárus Finnbogason hjá Deloitte mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 11. apríl 2007 og fór yfir efnisatriði skýrslunnar og svaraði fyrirspurnum bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.
Lárus vék af fundi kl 17:45.
- Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins 2006 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Tekjur 10.064
Gjöld 8.506
Afskriftir 3.283
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (17.706)
Rekstrarniðurstaða (Tap) (19.432)
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Skuldir 213.813
Eignir 129.654
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
- Lögð var fram fundargerð 89. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 30. mars 2007 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Tillögur og erindi:
-
- Lögð voru fram erindisbréf eftirfarandi fastanefnda Seltjarnarnesbæjar; Jafnréttisnefndar, Æskulýðs- og íþróttaráðs, Menningarnefndar, Fjárhags- og launanefndar, Félagsmálasviðs, Skipulags- og mannvirkjanefndar, Skólanefndar og Umhverfisnefndar.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lárus B. Lárusson.
Erindisbréfin samþykkt með 4 atkvæðum en 3 fulltrúar sátu hjá.
- Tekin var til afgreiðslu tillaga N-lista í 7. lið 652. fundar bæjarstjórnar, um stofnun samráðshóps í málefnum Félagsheimilis Seltjarnarness.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Samþykkt að fulltrúi Menningarnefndar verði Valgeir Guðjónsson en stjórn Félagsheimilisins tilnefni sinn fulltrúa.
- Í yfirkjörstjórn Seltjarnarnesbæjar var kjörin fyrir D- lista, Björg Fenger Unnarbraut 17, í stað Péturs Kjartanssonar sem baðst undan verkefninu
- Í stjórn Hrólfsskálamelar ehf. voru kjörin:
Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12, 170 Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1, 170 Seltjarnarnesi.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61, 170 Seltjarnarnesi.
- Lögð voru fram erindisbréf eftirfarandi fastanefnda Seltjarnarnesbæjar; Jafnréttisnefndar, Æskulýðs- og íþróttaráðs, Menningarnefndar, Fjárhags- og launanefndar, Félagsmálasviðs, Skipulags- og mannvirkjanefndar, Skólanefndar og Umhverfisnefndar.
Fundi var slitið kl. 18:00