Fara í efni

Bæjarstjórn

651. fundur 14. mars 2007

Miðvikudaginn 14. mars 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 650. fundar samþykkt.

Ásgerður Halldórsdóttir mætti á fundinn kl. 17:17, undir 9. lið fundargerðarinnar.

  1. Lögð var fram fundargerð 199. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. febrúar 2007 og var hún í 9 liðum.

    Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  2. Lögð var fram fundargerð 103. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. mars 2007 og var hún í 4 liðum. Dagskrárliðum 5-15 frestað.

    Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Liðir 1 og 2 voru samþykktir samhljóða en afgreiðslu á liðum 3 og 4 var frestað.

  3. Lögð var fram fundargerð 188. (11.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. mars 2007, sem var vinnufundur.

    Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

  4. Lögð var fram fundargerð 301. fundar SSH, stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,  dagsett 16. febrúar 2007 og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  5. Lögð var fram fundargerð 302. fundar SSH, stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,  dagsett 23. febrúar 2007 og var hún í 1 lið.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.   

  6. Lögð var fram fundargerð 234. fundar SORPU bs. , dagsett 5. febrúar 2007 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  7. Lögð var fram fundargerð 235. fundar SORPU bs , dagsett 26. febrúar 2007 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  8. Lögð var fram fundargerð 741. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. febrúar 2007 og var hún í 22 liðum.

    Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

  9. Tillögur og erindi:
    • Lagður var fram samstarfssamningur á milli Golfklúbbsins Ness (NK) og Seltjarnarnesbæjar, dagsettur 22. febrúar 2007.

      Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lárus B. Lárusson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

      Afgreiðslu samningsins var frestað og bæjarstjóra falið að ræða forsendur hans við fulltrúa Golfklúbbsins með vísan til bréfs þeirra, samkvæmt lið 9b.

    • Lagt var fram bréf Golfklúbbs Ness, dagsett 21. febrúar 2007, með ósk um skipan starfshóps til að móta tillögur um framtíð golfiðkunar á Nesinu.

    • Tekin var til afgreiðslu, frá 649. fundi bæjarstjórnar lið 6, breytingatillaga á 10. gr. reglna um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt breytingatillögu á heiti þeirra í “Reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra á Seltjarnarnesi”.

      Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Lárus B. Lárusson.

      Tillögurnar voru samþykktar samhljóða með þeirri breytingu að hámarksfjöldi ferða á mánuði verði 60 í stað 30.

    • Lögð var fram afkomutilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 7. mars 2007. e) Lagt var fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 7. mars 2007, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund og stofnfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. , sem haldinn verður 23. mars nk. Á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. undirrita kjörnir fulltrúar stofnsamning félagsins fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

      Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

      Eftirtaldir fulltrúar Seltjarnarnesbæjar voru tilnefndir á fundinn og til að fara með atkvæði bæjarins á stofnfundi Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf.:

      Jónmundur Guðmarsson, aðalmaður.

      Ásgerður Halldórsdóttir, varamaður.

      Samþykkt samhljóða.

 

Fundi var slitið kl.  17:37



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?