Miðvikudaginn 17. janúar 2007 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 647. fundar samþykkt.
- Lögð var fram fundargerð 101. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. janúar 2007 og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
Tekinn var til afgreiðslu 8. liður 100. fundar.
Samþykkt samhljóða að veita heimild til grenndarkynningar.
- Lögð var fram fundargerð 326. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. desember 2006 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 314. (8). fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. desember 2006 og var hún í 5 liðum.
Til máls tók: Lárus B Lárusson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 315. (9). fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 8. janúar 2007 og var hún í 7 liðum.
Til máls tók: Lárus B Lárusson.
Samþykkt samhljóða að vísa bókun samkvæmt 1. lið fundargerðarinnar, til Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 29. nóvember 2006.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 298. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 4. desember 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 299. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 8. janúar 2007 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 86. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,dagsett 8. desember 2006 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
Bókun vegna 1. liðar:
“Bæjarstjórn Seltjarnarness telur að samþykkt tillaga stjórnar Strætó bs. - svokölluð tillaga nr. 5.4 - um nýja kostnaðarskiptingu aðildasveitarfélaga byggðasamlagsins stangist á við ákvæði eigendasamkomlags samlagsins frá 7. maí 2001 en þar segir m.a. “Við það skal miðað að upptaka nýrrar kostnaðarskiptareglu leiði ekki til breytingar á kostnaðarhlutföllum milli eigenda frá því sem nú er, nema jafnframt verði samsvarandi breyting á þjónustu gagnvart einstökum sveitarfélögum, breytingum á tengiakstri milli sveitarfélaga eða þau semji sérstaklega um annað”.
Frá gerð umrædds eigendasamkomulags hefur þjónusta Strætó bs. við Seltirninga breyst óverulega og þá frekar til skerðingar, engar breytingar hafa orðið á tengiakstri við aðliggjandi sveitarfélag og íbúafjöldi bæjarins hefur staðið í stað. Tillaga stjórnar Strætó bs. nr. 5.4, sem felur í sér tæplega 90% hækkun á rekstrarframlagi Seltjarnarnesbæjar endurspeglar því ekki eðlilega breytingu á þjónustustigi Strætó bs. gagnvart Seltjarnarnesbæ og getur bæjarstjórn ekki fallist á hana að svo komnu máli.
Vakin er sérstök athygli á því að tillaga stjórnar Strætó bs. gerir m.a. ráð fyrir því að kostnaðarhlutfall Kópavogs og Reykjavíkur lækki þrátt fyrir að íbúum umræddra sveitarfélaga hafi fjölgað um 20.000 á síðasta áratug og stór hverfi orðið til innan þeirra með tilheyrandi akstri og þjónustu af hálfu Strætó bs.
Jafnframt skal á það bent að í stofnsamningi STRÆTÓ bs. frá 7. maí 2001, 6. gr. stendur m.a. “... Hvert einstakt sveitarfélag hefur að auki neitunarvald um hækkun eða breytingu á þjónustustigi að því er það varðar sérstaklega, sem hafa mundi í för með sér bersýnilega ósanngjarnan útgjaldaauka umfram aðra og frá því sem nú er” .
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara yfir málið á grundvelli samkomulags eigenda Strætó bs. og gera tillögu um hvaða leiðir eru færar til að efla eða bæta almenningssamgöngur gagnvart íbúum sveitarfélagsins. “
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 232. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 18. desember 2006 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 233. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 8. janúar 2007 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 12. fundar Svæðisskipulagsráðs SSH., dagsett 4. desember 2006 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 10. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. desember 2006 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
- Lögð var fram fundargerð 265. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 22. nóvember 2006 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Lögð var fram fundargerð 266. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 20. desember 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
- Tillögur og erindi:
-
- Lögð var fram tillaga að tekjuviðmiðun elli/örorkulífeyrisþega vegna afsláttar á fasteignaskatti árið 2007:
Einstaklingar með heildartekjur allt að kr. 1.887.786.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.592.749.- Hjón/sambýlisfólk með heildartekjur allt að kr. 2.539.446.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 3.244.409.-
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
- Lögð fram umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Café Blóm á Eiðistorgi 15. Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis fyrir léttvín og/eða áfengt öl til veitinga innanhúss, að uppfylltum öllum lögboðnum umsögnum og vottorðum.
- Lögð fram umsagnabeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík um veitingaleyfi fyrir Walli – Wilsons, veitingastofa/greiðasala að Austurströnd 1.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu þessa.
- Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík um tækifæris veitingaleyfis fyrir Íþróttafélagið Gróttu vegna þorrablóts í íþróttahúsinu laugardaginn 27. janúar nk.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu þessa.
- Lagt var fram afrit af bréfi frá Gunnari Kr. Gunnarssyni til Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsett 8. janúar 2007, varðandi skothríð skotelda sem kom frá bækistöð Slysavarnarfélgasins á Seltjarnarnesi þann 14. desember s.l.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson
- Lögð var fram tillaga að tekjuviðmiðun elli/örorkulífeyrisþega vegna afsláttar á fasteignaskatti árið 2007:
Fundi var slitið kl. 17:25