Fara í efni

Bæjarstjórn

646. fundur 29. nóvember 2006

Miðvikudaginn 29. nóvember 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 645. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir áætluninni.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Tekjur A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 1.698.500.000.- og gjöld kr. 1.476.716.000.-.

Rekstrarhagnaður af rekstri A-hluta aðalsjóðs og stofnana er áætlaður kr. 221.784.000.-

Rekstrarhalli B-hluta fyrirtækja og stofnana er áætlaður kr. 66.515.259.-

Rekstarhagnaður A-hluta og B-hluta er því kr. 155.269.000.-

Rekstrarhlutfall A-hluta aðalsjóðs af skatttekjum er 82.317%.

Til eignabreytinga, arðgreiðslna og afborgana lána eru kr. 356.729.000 á móti rekstri, afskriftum, reiknuðum lífeyrisskuldbindingum og reiknuðum verðbótum kr. 300.698.241.- Ráðstöfun af fyrra árs hagnaði er því kr. 56.030.759.-

Forsendur tekju og gjaldaliða eru eftirfarandi:

Álagningarhlutfall útsvars verður 12.35%
Álagningarprósenta fasteignaskatts verður:
  -Gjaldflokkur A, íbúðahúsnæði  0.24% af fasteignamati.
  -Gjaldflokkur B, aðrar fasteignir 1.12% af fasteignamati.
Lóðarleiga verður af A-hluta 0,75% og B-hluta 1,5% af lóðarhlutamati.
Vatnsskattur verður 0.115% af fasteignamati fullbúinnar eignar.
Urðunargjald sorps verður kr. 7.500 á hverja eign.
Sorphreinsigjald verður kr. 2.500 á hverja eign.
Holræsagjald verður ekki lagt á.
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Eftirtaldar gjaldskrár hækka um 6%: Skólaskjóls, mötuneytis Valhúsaskóla, leikjanámskeiðs, tómstundastarfs aldraðra, heimilishjálpar og Hitaveitu Seltjarnarness.

Gjaldaliðir hækka almennt um 4% á milli ára.

 

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Lárus B. Lárusson.

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2007 til síðari umræðu.

2.           Lögð var fram fundargerð 374. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. nóvember 2006 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

3.           Lögð var fram fundargerð 99.   fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. nóvember 2006 og var hún í 15 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Liður 4. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta fundar bæjarstórnar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Fulltrúar Neslistans fagna tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar um að hafna erindi Þyrpingar um landfyllingar undir verslunarmiðstöð við Norðurströnd.

Fulltrúar Neslistans minna á tillögur okkar um að stofna samráðshóp um miðsvæði þ.á.m. um Eiðistorgs sem teknar voru fyrir í bæjarstjórn hinn 17. ágúst 2005 og vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd tók málið fyrir hinn 18. ágúst 2005 og samþykkti að skipa þriggja manna hóp til að vinna að þessu verkefni með nefndinni þ.e. “að yfirfæra þær tillögur sem væntanlegar eru um verslunar- og þjónustusvæði á og í grennd við Eiðistorg”. Hópurinn var aldrei stofnaður og síðan hefur skipulagsnefnd ekki haft neitt frumkvæði í máli þessu. Það er skoðun fulltrúa Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness að skipulagsnefnd eigi að hafa frumkvæði að hugmynda- og skipulagsvinnu á miðsvæði. Það er ótæk stjórnsýsla að ætla aðilum úti í bæ að hafa frumkvæði að skipulagsmálum á Seltjarnarnesi.

Við hvetjum því til þess að þessi hópur verði myndaður og vinna verði hafin í þessu mikilvæga máli”.

           Guðrún Helga Brynleifsdóttir             Sunneva Hafsteinsdóttir

                            (sign)                                               (sign)

4.           Lögð var fram fundargerð 184. (7.)  fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. nóvember 2006 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

5.           Lögð var fram fundargerð 76.  fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 31. október 2006, sem var vinnufundur í 1 lið.

Til máls tók: Þór Sigurgeirsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

6.           Lögð var fram fundargerð 196.  fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 26. október 2006 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

7.           Lögð var fram fundargerð 312. (6.)  fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. nóvember 2006 og var hún í 1 lið.

Til máls tók: Lárus B. Lárusson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

8.           Lögð var fram fundargerð 313. (7.)  fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 22. nóvember 2006 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Fulltrúar Neslistans fagna tillögu um stækkun húsnæðis fimleikadeildar Gróttu, sem gerir ráð fyrir viðbyggingu við núverandi aðstöðu.

Heldur var það hvimleitt að lesa í fréttum um samskipti bæjarstjóra við íþróttafélag bæjarfélagsins, þar sem bæjarstjóri lét að því liggja að styrkir til íþróttafélagsins yrðu skornir niður ef íþróttafélagið dragi ekki kæru sína til Skipulagsstofnunar til baka. Þessi vinnubrögð eru bæjarfélaginu ekki sæmandi og bæjarstjóri sem starfar í skjóli bæjarstjórnar verður að gæta hófs í málflutningi sínum.”

           Guðrún Helga Brynleifsdóttir             Sunneva Hafsteinsdóttir

                              (sign)                                       (sign)

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

“Nauðsynlegt er að vísa málflutningi minnihlutans til föðurhúsanna. Bæjarstjóri hefur aldrei viðhaft umrædd ummæli og bókun minnihlutans fellur því um sjálfa sig”.

Jónmundur Guðmarsson

(sign)

9.           Lögð var fram fundargerð 3. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. nóvember 2006 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

10.      Lögð var fram fundargerð 325.  fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. nóvember 2006 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

11.      Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 21. september 2006.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

12.      Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 26. október 2006.

Til máls tóku: Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

13.      Lögð var fram fundargerð 9. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 21. nóvember 2006 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

14.      Lögð var fram fundargerð 84. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 17. nóvember 2006 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir og Jónmundur Guðmarsson

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

15.      Lögð var fram fundargerð 60. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

16.      Lögð var fram fundargerð 297. fundar stjórnar SSH., dagsett 6. nóvember 2006 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.  

17.      Lögð var fram fundargerð 263. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 25. október 2006 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.  

18.      Lögð var fram fundargerð 264. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 8. nóvember 2006 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar. 

 

Fundi var slitið kl.  17:45



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?