Fara í efni

Bæjarstjórn

642. fundur 25. september 2006

Mánudaginn 25. september 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Gerð var athugasemd við orðalag 2. liðs fundargerðar 641. fundar í tengslum við spurningar vegna auglýsingu eftir framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs og vegna grunnskólafulltrúa. Ritara falið að leiðrétta orðalag.

Fundargerð 641. fundar að öðru leyti samþykkt.  

1.           Lögð var fram fundargerð 96. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. september 2006 og var hún í 11 liðum. Einnig lagðar fram tillögur að deiliskipulagi Skóla- og íþróttasvæðis við Suðurströnd og deiliskipulags Vesturhverfis, sem afmarkast af Valhúsabraut-Hæðarbraut-Lindarbraut-Melabraut.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Liðir 5 og 6 í fundargerðinni voru samþykktir samhljóða.

 

Tekin var til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi Skóla- og íþróttasvæðis við Suðurströnd.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

“Fulltrúar Neslistans leggja til að deiliskipulagstillögunni verði vísað aftur til Skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari úrvinnslu.”

Greinargerð: Um tillöguna í heild hefur einungis verið rætt á einum fundi og lá hún fyrst fyrir deginum fyrir fundinn. Ákveðnir þættir eru illa ígrundaðir eða óleystir. Skulu nokkur atriði sérstaklega nefnd:

1.     Mörkun lóðar fyrir söluturninn Skara, þessi aðgerð er líkleg til að skapa ómælda erfiðleika síðar og því óskynsamlegt að festa með þeim hætti sem gert er.

2.     Akstursleið að Mýrarhúsaskóla sunnan og vestan við gamla Mýrarhúsaskóla sem þýðir skerðingu á leiksvæði yngstu barnanna frá því sem nú er.

3.     Engin lausn er fundin á þörf fimleikadeildar Gróttu fyrir aukið svigrúm.

4.     Gönguleiðir og tengingar þurfa nákvæmari útfærslu við.

5.     Rétt er að marka stefnu um yfirbragð byggðarinnar og útlit og um tengingu lóðar Valhúsaskóla og græna trefilsins sem hæglega getur orðið til vansa ef ekki er að gætt með skilmálum og stefnumörkun.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir               Sunneva Hafsteinsdóttir

                   (sign)                                        (sign)

Tillagan var felld með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslista.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

“Á grundvelli Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 21.09. s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæðis.”

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslista.

 

Tekin var til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi Vesturhverfis.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

“Á grundvelli Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir Bæjarstjórn  Seltjarnarness að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi vesturhverfis.”

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 180. (4.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. september 2006 og var hún vinnufundur í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

3.           Lögð var fram fundargerð 181. (5.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. september 2006 og var hún í 12 liðum.

Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Þór Sigurgeirsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

4.           Lögð var fram fundargerð 309. (3.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. september 2006 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Lárus B. Lárusson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

5.           Lögð var fram fundargerð 7. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 19. september 2006 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lárus B. Lárusson.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 59. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 15. september 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

7.           Tillögur og erindi:

a)     Tekin var til afgreiðslu ráðning framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarnesbæjar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram.

“Á grundvelli faglegs mats Capacent leggja undirrituð til að Óskar Sandholt, sem metinn var hæfastur umsækjanda, verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs. Bæjarstjóra verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við viðkomandi.”

                 Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                          (sign)                                        (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir           Lárus B. Lárusson           Þór Sigurgeirsson

                 (sign)                              (sign)                              (sign)

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa D-lista en fulltrúar Neslista sátu hjá.

 

Fulltrúar Neslista í bæjarstjórn leggja fram eftirfarandi bókun vegna auglýsingar og á stöðu framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs sem lögð er fram á fundi bæjarstjórnar 25. september 2006.

“Við hörmum það að bæjarstjóri hafi virt að vettugi jafnréttisáætlun Seltjarnarness sem verið hefur í gildi í 5 ár, þegar auglýst var starf framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs. Þar segir m.a. :

“Lausar stöður hjá bæjarfélaginu skulu ávallt auglýstar til umsóknar. Auglýsingar skulu vera aðgengilegar öllum. Á þeim vinnustöðum þar sem annað kynjanna er ráðandi skal koma fram hvatning til þess kyns sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein að sækja um laus störf. Halda skal í heiðri þeirri reglu að þeir sem ráðnir eru uppfylli þær faglegu kröfur sem gerðar eru til starfsins. Við ákvörðun launa og annarra starfskjara skal þess gætt að mismuna ekki eftir kynferði, sbr. 14.gr.laga nr 96/2000.””

                 Sunneva Hafsteinsdóttir             Guðrún Helga Brynleifsdóttir

                          (sign)                                                 (sign)

 

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun: 

“Undirritaður vill að gefnu tilefni vísa í 15. og 24. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.”

Jónmundur Guðmarsson

(sign)

 

b)    Lögð var fram umsókn Neslindar ehf um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga í Rauða ljóninu á Eiðistorgi.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Bæjarstjórn Seltjarnarness sér ekki fært að endurnýja áfengisveitingaleyfi til handa Neslind ehf. , á grundvelli upplýsinga lögreglu um ýtrekuð brot á áfengislögum og settum skilyrðum fyrri leyfisveitinga.

c)     Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi vegna fyrirspurnar í 2. lið fundargerðar 641. fundar bæjarstjórnar.

“Svar við fyrirspurn SH um auglýsingu eftir framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs og því hvers vegna ekki sé auglýst eftir grunnskólafulltrúa, þar sem sú staða er ómönnuð í dag.

Stöður grunnskólafulltrúa og framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs hjá Seltjarnarnesbæ eru báðar ómannaðar sem stendur. Staða grunnskólafulltrúa hefur verið til hjá bæjarfélaginu frá árinu 1996 og staða framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs frá árinu 2000 eins og sjá má í gildandi skipuriti frá árinu 2003. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs hafa sameiginlega sinnt starfi framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs frá byrjun árs 2003 eins og fram hefur komið í ársskýrslum bæjarins. Í ljósi þess að báðar ofangreindar stöður eru lausar og þess að við blasa fjölmörg krefjandi og mikilvæg viðfangsefni á sviði skólamála á Seltjarnarnesi á nýhöfnu kjörtímabili var talið rétt að ráða sérstaklega í starf framkvæmdastjóra Fræðslu – og menningarsviðs.  Sífellt öflugra menningarstarf hefur einnig gert það að verkum að nauðsynlegt er að framkvæmdastjóri verði ráðinn yfir sviðið. Nýr framkvæmdastjóri kemur eðlilega til með að hafa mótandi áhrif á sviðið og  ráðningar í aðrar stöður, lausar eða nýjar sem mun byggja á framtíðarsýn nýs framkvæmdastjóra og yfirstjórnar sveitarfélagsins.”

Jónmundur Guðmarsson

bæjarstjóri

 

Fundi var slitið kl.  18:30



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?