Mánudaginn 11. september 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 12:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 640. fundar samþykkt.
1. Lagt var fram samkomulag forseta bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar og bæjarstjóra frá því í ágúst 2006 um starfskjör bæjarstjóra, með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hinn 14. júní 2006.
Mál 2006090018.
Bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Samningurinn samþykktur með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna gegn 2 atkvæðum fulltrúa Neslista.
2. Lögð var fram fundargerð 370. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. ágúst 2006 og var hún í 8 liðum.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
Óskað er eftir skriflegum rökstuðningi við ákvörðun um að auglýsinga eftir framkvæmdastjóra Fræðslu- og menningarsviðs og einnig um hvers vegna ekki sé auglýst eftir grunnskólafulltrúa, þar sem sú staða er ómönnuð í dag.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 371. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. september 2006 og var hún í 8 liðum. Einnig lagður fram kaupsamningur við Þyrpingu hf. dagsettur 29. ágúst 2006, vegna kaupa á landi umhverfis Bygggarða/Sefgarða á Seltjarnarnesi, samkvæmt 1. lið fundargerðarinnar.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Kaupsamningur við Þyrpingu hf, dagsettur 29. ágúst 2006, vegna kaupa á landi umhverfis Bygggarða/Sefgarða á Seltjarnarnesi samkvæmt lið 1 í funargerðinni var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 95. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 31. ágúst 2006 og var hún í 13 liðum. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hrólfsskálamels ásamt innkomnum athugasemdum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Vegna afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hrólfsskálamels lögðu fulltrúar Sjálfstæðismanna fram eftirfarandi tillögu:
“Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 með síðari breytingum og samþykktar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 31.08. s.l. samþykkir Bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hrólfsskálamels ásamt tillögum um umsagnir vegna athugasemda og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar með þeirri breytingu að á þeim byggingum þar sem fyrirliggjandi tillaga heimilar að reisa 3-4 hæða byggingar skv. deiliskipulagsuppdrætti verði heimilað að reisa 3 hæðir. Ráðgjöfum bæjarins er falið að gera breytingar á tillögunni í samræmi við samþykkt þessa.”
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign) (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir Lárus B. Lárusson Þór Sigurgeirsson
(sign) (sign) (sign)
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum en 2 voru á móti.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Neslistans greiða atkvæði gegn tillögum þriggja fulltrúa meirihluta Sjálfstæðismanna (af fjórum) að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsingu um deiliskipulagstillögur Hrólfsskálamels.
Svörin eru ófullnægjandi, athugasemdum er ekki svarað efnislega. Látið er nægja að endursegja skilgreiningar aðalskipulagsins, sem svarar á engan hátt því sem verið er að benda á. Meirihlutinn virðist lítið læra af reynslunni og lætur sér ekki segjast en Skipulagsstofnun hefur áður sent skipulagstillögur meirihlutans til frekari vinnslu bæjarstjórnar vegna ófullnægjandi svara við athugasemdum og má telja næsta víst að svo verði raunin aftur nú.
Þá skal enn bent á 5 hæða byggingar á horni Suðurstrandar og Nesvegar er of hátt, en fulltrúar Neslistans hafa margsinnis bókað um það.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign) (sign)
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 193. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 14. ágúst 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
6. Lögð var fram fundargerð 194. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 31. ágúst 2006 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
7. Lögð var fram fundargerð 322. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 24. ágúst 2006 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
8. Lögð var fram fundargerð 73. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júlí 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
9. Lögð var fram fundargerð 74. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 5. september 2006 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók: Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
10. Lögð var fram fundargerð 177. (1.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. ágúst 2006 og var hún vinnufundur í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
11. Lögð var fram fundargerð 178. (2.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. ágúst 2006 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
12. Lögð var fram fundargerð 179. (3.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 5. september 2006 og var hún vinnufundur í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
13. Lögð var fram fundargerð 1. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. ágúst 2006 og var hún vinnufundur í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
14. Lögð var fram fundargerð 80. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 11. júlí 2006 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Lögð var fram fundargerð 226. fundar stjórnar Sorpu bs., dagsett 24. júlí 2006 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
16. Lögð var fram fundargerð 227. fundar stjórnar Sorpu bs., dagsett 21. ágúst 2006 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
17. Lögð var fram fundargerð 228. fundar stjórnar Sorpu bs., dagsett 28. ágúst 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
18. Lögð var fram fundargerð 58. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 18. ágúst 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
19. Lögð var fram fundargerð 735. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. júní 2006 og var hún í 23 liðum.
Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
20. Lögð var fram fundargerð 295. fundar stjórnar SSH., dagsett 4. september 2006 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
21. Tillögur og erindi:
a) Lagt var fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 5. september 2006, þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á fundi með nefndinni vegna fjárlagaársins 2007.
Málsnúmer 2006090012
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus B. Lárusson.
Bæjarstjóra Seltjarnarness falið að kanna möguleika á fundi.
b) Lagt var fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 28. ágúst 2006, þar sem kynnt er starfsemi Lánasjóðs sveitarfélaga.
c) Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans frá 640. fundi bæjarstjórnar samkvæmt lið 3, um að móta tillögu um skipan samráðshóps vegna hugmynda um landfyllingu og bygginga við Norðurströnd.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Tillögunni var samhljóða vísað til Skipulagsnefndar- og mannvirkjanefndar.
Fundi var slitið kl. 12:30