Fara í efni

Bæjarstjórn

495. fundur 26. maí 1999

Miðvikudaginn 26. maí 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram 268. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 25. maí 1999 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 2000 ásamt greinargerð og gerði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri grein fyrir áætluninni fyrir 2000.
Til máls tók Högni Óskarsson.
Fjárhagsáætlunarramminn var samþykktur samhljóða.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.


2. Lögð var fram 245. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 4. mai 1999 og var hún í 7 liðum.  Jafnframt voru lagðar fram 3., 4. og 5. fundargerðir undirnefnda um jafnréttismál dagsettar 16., 23. mars og 26. apríl 1999.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.


3. Lögð var fram 32. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 17. maí 1999 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
,,Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að láta gera úttekt á húsnæði grunnskólanna á Seltjarnarnesi og núverandi nýtingu þess. Til verksins verði fengin verkfræðistofa með reynslu á þessu sviði. Skoðaðir verði nýtingarmöguleikar núverandi húsnæðis og vænlegir kostir um breytingar og viðbætur sem m.a. miði að meiri jöfnun nemendafjölda í skólunum tveimur.
Stefnt skal að því að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en 15. september 1999.
Bæjarstjórn  felur skólanefnd í samvinnu við tæknideild að hafa umsjón með þessu verki.“

Greinargerð.
Nauðsynlegt er að huga að húsnæði framtíðarskólans á Seltjarnarnesi.  Nákvæm úttekt á núverandi húsnæði og nýtingarmöguleikum þess er ein af forsendum fyrir því að það verði gert svo vit sé í.  Skólanefnd  hefur allar forsendur til að annast faglegar hliðar málsins þannig að svör fáist við brýnum spurningum og sjá til þess að mat verði lagt á kennslufræðilegt gildi einstakra tillagna.  Þessi úttekt ásamt mati á skólastarfinu sem unnið verður að næsta vetur undir stjórn Ingvars Sigurgeirssonar er sá grunnur sem framtíðarskólinn verður byggður á. Þær eru eðlileg ráðstöfun til að reyna að koma í veg fyrir mistök við umrædda uppbyggingu og mótun skóla og geta sparað mikla fjármuni og stuðlað að því að koma skólastarfinu í heillvænlegan farveg til framtíðar.

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  Högni Óskarsson (sign)

Til máls um tillöguna tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.
Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tilboði Ris ehf. um endurbætur á Mýrarhúsaskóla að upphæð kr. 15.097.822.
Samþykkt var samhljóða að heimila bæjarstjóra að ganga  frá samningi við Ris ehf. á grundvelli tilboðsins.

 

 

4. Lögð var fram 11. (228.) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 18. maí 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lagðar voru fram 2. og 3.  fundargerð starfshóps um Gróttu dagsettar 21. apríl og 3. maí 1999 og voru þær í 1 og 4 liðum.
Til máls  tók Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 146. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 30. apríl 1999 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lagt fram rekstraryfirlit dagsett 27. apríl 1999.
Til máls tóku. Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Erindi:
a. Lagt var fram erindi Birgisins dagett 5. maí 1999.
Til máls tók Högni Óskarsson.
Erindinu var vísað til félagsmálaráðs.
b. Lagt var fram erindi Vindhátíðar 2000 dagsett 11. maí 1999.
Erindinu var vísað til menningarnefndar.
c. Lagt var fram erindi Hvatningarátaks sveitarfélaganna dagsett 17. maí 1999.
 Samþykkt var samhljóða að styrkja átakið með kr.50.000.


8. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu í tilefni af 25ára afmæli Seltjarnarnesbæjar.
Fuglaverndarsvæði við Bakkatjörn.
„Í tilefni af 25 ára afmæli Seltjarnarnessbæjar samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness að láta friðlýsa Bakkatjörn og nærliggjandi fuglasvæði sem friðland fugla.  Friðlýsingin taki gildi eigi síðar en 1. maí árið 2000.
Bæjarstjórn felur Umhverfisnefnd Seltjarnarness að annast undirbúning friðlýsingarinnar og móta tillögur um stærð svæðisins og að reglugerð um svæðið í samvinnu við Náttúruvernd ríkisins og Umhverfis-ráðuneytið.“

Greinargerð.
Smám saman skýrist sú mynd sem framtíð vestursvæða Seltjarnarness verður búin.  Útivistarsvæðið sem þar verður byggist á fjölbreyttri náttúru og varkárri umgengni manna.  Fuglasvæðin við Bakkatjörn mynda mikilvægan kjarna þessa svæðis og er tillagan lögð fram til að styrkja stöðu enn frekar.  Við skipulagningu svæðisins verði þess vandlega gætt að vernda fuglana og búsvæði þeirra.
Ákvörðun hér um í tilefni 25ára afmæli bæjarins er afdrifarík varða á leið til framtíðar sem byggir á góðum samskiptum manns og náttúru.
 Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  Högni Óskarsson (sign)

Til máls um tillöguna tóku Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.

9. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn vegna lóðar við Austurströnd 5.
Á bæjarstjórnarfundi þann 10. febrúar s.l. var afgreidd umsókn nokkurra aðila um úthlutun lóðar við Austurströnd 5.  Fulltrúar Neslistans höfðu ýmsar athugasemdir við afstöðu og afgreiðslu meirihluta sjálfstæðismanna í málinu og vísast til bókana sem skýra afstöðu fulltrúa Neslistans.
Megin röksemd sjálfstæðismanna fyrir afgreiðslu málsins þá, þrátt fyrir fyrri samþykktir skipulagsnefndar um að tengja úthlutun lóðarinnar við skipulag Hrólfskálamels, var að einn aðili hyggðist reka 10-11 verslun í húsnæðinu og að slík þjónusta við bæjarbúa réttlætti úthlutunina.  Bentu fulltrúar sjálfstæðismanna m.a. á máli sínu til stuðnings að lítil en jöfn umferð fylgdi rekstri 10-11 búða og því ástæðulaust að hafa áhyggjur af umferðarþunga eða efna til grenndarkynningar.
Nú hafa mál skipast svo, að rekstraraðili tveggja stórverslana á matvörusviði á Seltjarnarnesi, Baugur, hefur keypt það fyrirtæki, sem rekur 10-11 búðirnar.  Vekur það upp ýmsar spurningar og snerta nokkrar þeirra úthlutun bæjarstjórnar á lóðinni.
1) Hver er réttarstaða Seltjarnarnesbæjar ef lóðarhafar hyggjast hætta við rekstur 10-11 búðar í fyrirhuguðu húsnæði ?
2) Munu fulltrúar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og skipulagsnefnd beita sér fyrir því að úthlutun lóðar verði afturkölluð breytist forsendur úthlutunar eins og að ofan var rakið ?
Jafnframt er þess farið fram á að bæjarstjóri setji sig í samband við lóðarhafa strax og afli upplýsinga um það hvort kaup Baugs á rekstri 10-11 verslana muni hafa einhver áhrif á fyrirhugaðan rekstur í húsnæðinu að Austurströnd 5.
Svör óskast skriflega eigi síðar en á fyrsta bæjarstjórnarfundi í júní.
 Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).

 
Fundi var slitið kl.18:15.  Álfþór B. Jóhannsson.

Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Erna Nielsen (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)
Högni Óskarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?