Miðvikudaginn 14. júní 2006 kom nýkjörin bæjarstjórn Seltjarnarness saman til síns fyrsta fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 12:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Lárus B. Lárusson mætti kl. 12:08 eftir afgreiðslu 3. liðar.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 637. fundar samþykkt.
1. Sunneva Hafsteinsdóttir, sá bæjarstjórnarmaður sem á að baki lengstu setu í bæjarstjórn, setti fundinn og las upp bréf yfirkjörstjórnar Seltjarnarness dagsett 7. júní s.l. þar sem gerð var grein fyrir niðurstöðum kosninganna 27. maí 2006.
Á kjörskrá voru 3.285 manns. Atkvæði greiddu 2.571 eða 78.26% kjósenda.
Í framboði voru tveir listar:
D-listi Sjálfstæðisflokks sem fékk 1.676 greidd atkvæði og 5 menn kjörna.
N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness sem fékk 817 greidd atkvæði og 2 menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru samtals 78.
Kjörin voru af D-lista:
Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12
Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1
Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84
Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8
Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15
Kjörnar voru af N-lista:
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16
Óskaði aldursforseti fulltrúum í bæjarstjórn til hamingju með kjörið og bauð alla velkomna til starfa og sérstaklega þá sem taka sæti í bæjarstjórn í fyrsta sinn.
Jónmundur Guðmarsson, oddviti meirihluta Sjálfstæðisflokks þakkaði fráfarandi bæjarstjórn fyrir gott starf og bauð nýja bæjarstjórn velkomna til starfa.
2. Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 6. gr. bæjarmálasamþykktar.
Ásgerður Halldórsdóttir kjörin forseti með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Nýkjörin forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn.
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörin Sigrún Edda Jónsdóttir með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Lárus B. Lárusson með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
3. Lögð var fram til fyrri umræðu eftirfarandi breytingatillaga á 51. gr bæjarmálasamþykktar.
Í 4. lið fellur niður „jafnréttismál, samkvæmt lögum nr. 96/2000“ og hljóðar hann því svo eftir breytinguna:
„Félagsmálaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félgsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fer með verkefni barnaverndarnefndar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. og 32. gr. laga nr. 40/1991, og málefni aldraðra, samkvæmt lögum nr. 125/1999. Fer með verkefni húsnæðisnefndar skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.“
Eftir 27. lið kemur nýr liður nr. 28.
„Jafnréttisnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Fer með málefni jafnréttismála samkvæmt lögum nr. 96/2000 og samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.“
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til seinni umræðu.
4. Kosningar skv. 51. gr. bæjarmálasamþykktar. Eftirtaldir fulltrúar eru tilnefndir af D-lista og N-lista.
1. Skoðurnarmenn bæjarreikninga.
D - Guðmundur Hannesson, Nesbala 34.
N - Guðmundur Einarsson, Víkurströnd 14.
Varamenn:
D - Erlendur Magnússon, Miðbraut 31.
N - Ágúst Einarsson, Fornaströnd 19.
2. Yfirkjörstjórn.
D - Ólafur Garðarsson, formaður, Nesbala 94.
D - Pétur Kjartansson, Bollagörðum 26.
N - Gróa Kristjánsdóttir, Miðbraut 3.
Varamenn:
D - Halldór Árnason, Víkurströnd 11.
D - Hörður Felixson, Grænumýri 10.
3. Almannavarnarnefnd.
D - Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri sjálfkjörinn, Nesbala 12.
D - Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
Varamenn:
D - Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5.
N - Jens Andrésson, Grænumýri 18.
4. Bláfjallanefnd.
D - Egill Jóhannsson, Melabraut 31.
Varamaður:
D - Rut Reykjalín, Miðbraut 36.
5. Félagsmálaráð.
D - Berglind Magnúsdóttir, formaður, Grænumýri 26.
D - Pétur Árni Jónsson, Tjarnarbóli 14.
D - Guðrún Edda Haraldsdóttir, Unnarbraut 7.
D - Magnús Margeirsson, Nesbala 1.
N - Edda Kjartansdóttir, Lambastaðabraut 9.
Varamenn:
D - Ragnar Jónsson, Skólabraut 12.
D - Jóhanna Runólfsdóttir, Lindarbraut 15.
D - Guðmundur Kristjánsson, Unnarbraut 9.
D - Oddný Rósa Halldórsdóttir, Bakkavör 12.
N - Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30.
6. Fjárhags- og launanefnd.
D - Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Bollagörðum 1.
D - Stefán Pétursson, Hofgörðum 20.
N - Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
Varamenn:
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
D - Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8.
N - Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
7. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands.
D - Jón Hákon Magnússon, Látraströnd 6.
Varamaður:
D - Helgi Þórðarson, Tjarnarmýri 19.
8. Fulltrúaráð Eirar.
D - Jónína Þóra Einarsdóttir, Tjarnarbóli 15.
D - Erna Nielsen, Barðaströnd 11.
N - Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30
Varamenn:
D - Atli Björn Bragason, Selbraut 34.
D - Bjarni Dagur Jónsson, Lambastaðabraut 4.
N - Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2.
9. Fulltrúaráð Málræktarsjóðs.
D - Sólveig Pálsdóttir, Unnarbraut 14
10. Fulltrúaráð SSH.
D - Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15.
N - Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
Varamenn:
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
N - Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
11. Fulltrúaráð Sorpu.
D - Stefán Jón Friðriksson, Unnarbraut 5.
Varamaður:
D - Margrét Halldórsdóttir, Eiðistorgi 5.
12. Gjafasjóður Sigurgeirs Einarssonar.
D - Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Bollagörðum 1.
D - Jón Jónsson, Melabraut 28.
13. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis.
D - Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5.
N - Kristín Ólafsdóttir, Vallarbraut 2.
Varamenn:
D - Erna Nielsen, Barðaströnd 11.
N - Magnús Rúnar Dalberg, Nesbala 106.
14. Jafnréttisnefnd.
D - Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, formaður, Barðaströnd 39.
D - Helgi Þórðarson, Tjarnarmýri 19.
N - Hildigunnur Gunnarsdóttir, Melabraut 40.
Varamenn:
D - Elín Helga Guðmundsdóttir, Bollagörðum 26.
D - Atli Björn Bragason, Selbraut 34.
N - Ívar Már Ottason, Valhúsabraut 11.
15. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
D - Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
D - Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
N - Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
Varamenn:
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
D - Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8.
N - Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
16. Menningarnefnd.
D - Sólveig Pálsdóttir, formaður, Unnarbraut 14.
D - Bjarki Harðarson, Tjarnarmýri 27.
D - Bryndís Loftsdóttir, Sæbraut 4.
D - Valgeir Guðjónsson, Fornaströnd 3.
N - Unnur Pálsdóttir, Vesturströnd 11.
Varamenn:
D - Auður Hafsteinsdóttir, Unnarbraut 5.
D - Árni Ármann Árnason, Nesbala 24.
D - Brynja Tomer, Lambastaðabraut 11.
D - Karl Pétur Jónsson, Kirkjubraur 19.
N - Helga Ólafsdóttir, Víkurströnd 12.
17. Reykjanesfólksvangur.
D - Egill Jóhannsson, Melabraut 31.
Varamaður:
D - Bragi Björnsson, Bakkavör 42.
18. Skipulags- og mannvirkjanefnd.
D - Ingimar Sigurðsson, formaður, Selbraut 70.
D - Erna Gísladóttir, Selbraut 5.
D - Ólafur Egilsson, Valhúsabraut 35.
D - Þórður Ó. Búason, Sólbraut 16.
N - Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2.
Varamenn:
D - Friðrik Friðriksson, Bollagörðum 7.
D - Katrín Pétursdóttir, Bakkavör 40.
D - Sigurður J. Grétarsson, Skólabraut 14.
D - Björg Fenger, Unnarbraut 17.
N - Ragnhildur Ingólfsdóttir, Tjarnarstíg 20.
19. Skólanefnd.
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Selbraut 84.
D - Jón Þórisson, Bollagörðum 12.
D - Þórdís Sigurðardóttir, Bollagörðum 121.
D - Gunnar Lúðvíksson, Bollagörðum 119.
N - Kristján Þorvaldsson, Miðbraut 1.
Varamenn:
D - Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Sefgörðum 4.
D - Erlendur Magnússon, Miðbraut 31.
D - Ástríður Jónsdóttir, Bakkavör 44.
D - Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Barðaströnd 39.
N - Valgerður Janusdóttir, Miðbraut 1.
20. Starfskjaranefnd Starfsmannafélags Seltjarnarness.
D - Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8.
N - Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
Varmamenn:
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
N - Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
21. Stjórn Eirar.
D - Petrea I. Jónsdóttir, Vallarbraut 6.
22. Stjórn Sorpu.
D - Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15.
Varamaður:
D - Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
23. Stjórn Strætó.
D - Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.
Varamaður:
D - Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8.
24. Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
D - Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
Varamaður:
D - Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
25. Stjórn Starfsmenntunarsjóðs Starfsmannafélags Seltjarnarness.
D - Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15.
N - Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61.
Varmamenn:
D - Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
N - Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.
26. Svæðisskipulagsráð SSH.
D - Ólafur Egilsson, Valhúsabraut 35.
Varamaður:
D - Ingimar Sigurðsson, Selbraut 70.
27. Umhverfisnefnd.
D - Þór Sigurgeirsson, formaður, Bollagörðum 15.
D - Margrét Pálsdóttir, Steinavör 6.
D - Brynhildur Þorgeirsdóttir, Fornuströnd 12.
D - Helga Jónsdóttir, Tjarnarbóli 17.
N - Brynjúlfur Halldórsson, Tjarnarmýri 37.
Varamenn:
D - Jónas Friðgeirsson, Barðaströnd 31.
D - Inga Þórsdóttir, Nesbala 22.
D - Ingunn Árnadóttir, Hofgörðum 20.
D - Rafn B. Rafnsson, Hofgörðum 3.
N - Kristín Ólafsdóttir, Vallarbraut 2.
28. Stjórn Veitustofnana.
D - Jónmundur Guðmarsson, formaður, Nesbala 12.
D - Sjöfn Þórðardóttir, Lindarbraut 8.
D - Guðmundur Magnússon, Látraströnd 18.
D - Guðmundur J. Helgason, Nesbala 102.
N - Jens Andrésson, Grænumýri 28.
Varamenn:
D - Davíð B. Gíslason, Fornuströnd 12.
D - Guðný Hildur Kristinsdóttir, Hofgörðum 6.
D - Laufey Johannessen, Nesbala 94.
D - Hjörtur Nielsen, Bakkavör 44.
N - Guðjón Jónsson, Selbraut 36.
29. Æskulýðs- og íþróttaráð.
D - Lárus B. Lárusson, formaður, Lindarbraut 8.
D - Unnur Ingibjörg Jónsdóttir, Tjarnarmýri 45.
D - Páll Þorsteinsson, Tjarnarmýri 47.
D - Magnús Örn Guðmundsson, Tjarnarmýri 39.
N - Felix Ragnarsson, Vallarbraut 8.
Varamenn:
D - Haraldur Eyvinds, Miðbraut 10.
D - Anna María Pétursdóttir Suðurmýri 30.
D - Egill Már Markússon, Vallarbraut 16.
D - Ásgeir Bjarnason, Melabraut 36.
N - Hildigunnur Gunnarsdóttir, Melabraut 40.
30. Forðagæslumaður.
D - Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
31. Starfsmatsnefnd.
D - Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.
Varamaður:
D - Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Tilnefningarnar voru samþykktar samhljóða.
5. Kosning bæjarstjóra skv. 53. gr. bæjarmálasamþykktar.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að ráða Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra Seltjarnarness, til áframhaldandi starfa kjörtímabilið 2006-2010. Forseta bæjarstjórnar er falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við bæjarstjóra.“
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá.
6. Lögð var fram fundargerð 368. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 23. maí 2006 og var hún í 8 liðum.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 91. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 1. júní 2006 og var hún í 7 liðum.
Til máls tók. Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð 321. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 23. maí 2006 og var hún í 3 liðum.
Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 176. (71.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 30. maí 2006 og var hún í 17 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 191. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 1. júní 2006 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 306. (45.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 30. maí 2006 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð Stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 18. maí 2006 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 216. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 3. maí 2006 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Erindi:
a) Lagt var fram samkomulag Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarneskaupstaðar um byggingu hjúkrunarheimilis, dagsett 22. maí 2006.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir
Samkomulagið samþykkt samhljóða.
b) Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hrólfskálamel ásamt greinargerð.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hrólfskálamel og vísa í bókun fulltrúa Neslistans á 91. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar 1. júní s.l. þar sem bent er á að enn skortir á heildarsýn á skipulag miðsvæðis, gönguleiðir og byggingamagn. Þá teljum við nýtingarhlutfall enn of hátt.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign) (sign)
Fulltrúar D- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks vill að gefnu tilefni benda á að umrædd tillaga deiliskipulags byggir á niðurstöðu íbúakosninga sem er bindandi fyrir bæjarstjórn og var afgreidd úr Skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins með samhljóða atkvæðum meiri og minnihluta. Við tekur lögbundin athugasemdafrestur þar sem bæjarbúum gefst kostur á að hafa áhrif á frekari vinnslu máls.
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign) (sign)
Lárus B. Lárusson Þór Sigurgeirsson
(sign) (sign)
c) Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglunni í Reykjavík vegna útgáfu veitingaleyfis í Golfskálanum fyrir Pískur ehf.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
Þá var einnig lögð fram umsókn um vínveitingaleyfi til veitinga léttvíns og/eða áfengs öls fyrir Pískur ehf í Golfskálanum.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis til eins árs, að uppfylltum öllum lögboðnum umsögnum og vottorðum.
d) Lögð var fram beiðni um leyfi landeiganda og umsögn sveitarstjórnar til að hafa litla brennu vegna Jónsmessugöngu í fjörunni við Seltjörn eða Bakkatjörn.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við brennu þessa.
Forseti bauð nýja fulltrúa velkomna í bæjarstjórn og óskaði þeim til hamingju með kjörið.
Bæjarstjórnarfundi sem áætlaður var 12. júlí verður frestað.
Fundi var slitið kl. 12:40