Fara í efni

Bæjarstjórn

637. fundur 24. maí 2006

Miðvikudaginn 24. maí 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 636. fundar samþykkt.

1.           Lagður var fram ársreikningur Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar fyrir árið 2005.

2.           Lögð var fram fundargerð 367. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 8. maí 2006 og var hún í 16 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

3.           Lögð var fram fundargerð 89. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. maí 2006 og var hún í 15 liðum.

Til máls tók: Ingimar Sigurðsson.

Liðir 3, 8, 9, 10, 12 og 13 voru samþykktir samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.         

4.           Lögð var fram fundargerð 90. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. maí 2006 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Ingimar Sigurðsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Liðir 5, 7, 8a og 8b og 8c voru samþykktir samhljóða en varðandi lið 8c vill bæjarstjórn benda á að stærð vallarins minnki ekki frá því sem hann er í dag. Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 305. (44.) fundar æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 11. maí 2006 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og  Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

6.           Lögð var fram fundargerð 320. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. apríl 2006 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 72. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 16. maí 2006 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson og Ingimar Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkir að myndavél verði sett upp samkvæmt bókun í lið 5b og felur tæknideild bæjarins að setja fram tilllögu til Skipulagsnefndar að staðsetningu vélanna.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 12. maí 2006 ásamt drögum að samningi Seltjarnarnesbæjar og Rannsókna & greiningu ehf. , um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Seltjarnarnesbæ.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ingimar Sigurðsson, Sólveig Pálsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.

Samningurinn var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 16. maí 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 292. fundar stjórnar SSH,  dagsett 8. maí 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Málræktarsjóði dagsett 2. maí 2006 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á aðalfund Málræktarsjóðs sem halda á 2. júní nk.

Forseti leggur til  að á aðalfundinum 2. júní verði Jón Jónsson fulltrúi Seltjarnarnesbæjar og Sólveig Pálsdóttir til vara.

Samþykkt samhljóða.

 

b)    Bjarni Torfi Álfþórsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Lagt er til að bæjarstjórn skipi nefnd vegna nauðsynlegrar stækkunar á aðstöðu fimleikadeildar Gróttu. Nefndina skipi fulltrúi frá Skipulags- og mannvirkjanefnd, frá Íþróttafélaginu Gróttu auk fagaðila. Nefndin skuli hraða vinnu sinni þannig að unnt verði að hefja vinnu við væntanlega stækkun um leið og deiliskipulag á Hrólfskálamel hefur verið samþykkt”.

Rökstuðningur:

Innan Íþróttafélagsins Gróttu eru nú starfræktar þrjár deildir, knattspyrnudeild með um 300 iðkendur, handknattleiksdeild með liðlega 350 iðkendur og fimleikadeild með rúmlega 300 iðkendur. Aðbúnaður deilda félagsins hefur löngum verið ágætur en þó má ávallt gera betur. Knattspyrnudeildin fær nú í vor langþráða lausn á sínum vallarmálum og að ári er gert ráð fyrir búningaaðstöðu við hæfi.

Fimleikadeildin, sem nú er 20 ára, hefur lengi búið við mikil þrengsli og þrátt fyrir ágætan vilja bæjaryfirvalda hefur ákveðin naumhyggja verið við líði þegar bætt hefur verið úr aðstöðumálum þeirra.

Þannig var hið “nýja” fimleikahús strax of lítið við vígslu þess árið 1999. Það var ekki gert ráð fyrir hlaupabraut að stökkáhöldum eða engum stökkáhöldum fyrir aftan hlaupabraut. Það má líkja því við fótboltavöll eða handboltavöll þar sem annan vítateiginn og markið vantar.

Til að mæta þörfum deildarinnar er talið að stækka þurfi fimleikahúsið um allt að 30 metra til norðurs, en með því má koma allri starfsemi deildarinnar undir eitt þak.

Starfsemi fimleikadeildarinnar skiptist í fernt.  Byrjendafimleikar fyrir drengi og stúlkur, áhaldafimleikar stúlkna, áhaldafimleikar drengja og hópfimleikar.  Hver eining fyrir sig þarf ákveðið rými og áhöld.  Fimleikagryfja er einnig nauðsynleg til að þjálfa upp erfiðleikaæfingar, hún þarf að vera staðsett inn í fimleikasalnum.  Það þarf að vera gryfja fyrir aftan, stökkbraut, dýnustökk, stórt trampólín og gryfja undir tvíslá kvenna og karla, svifrá, hringjum. 

Deildin er komin að ákveðnum tímamótum, hún getur ekki stækkað eða aukið árangur sinn við þær aðstæður sem hún býr við í dag. Það er ekki hægt að fjölga yngstu iðkendunum, salurinn tekur ekki við meira fólki milli kl. 15.30 – 18.00 og nú þegar er afreksfólk Gróttu farið að leita annað í æfingaaðstöðu.

Deildin hefur á síðustu árum vaxið mjög og árangur iðkenda verið framúrskarandi. Nægir þar að nefna árangur Sifjar Pálsdóttur en hún varð fyrir nokkru Norðurlandameistari í fjölþraut.

Ætli fimleikadeild Gróttu að geta haldið sínu góða starfsfólki og vinna að sama metnaði við uppbyggingu fimleika á Seltjarnarnesi er stækkun á aðstöðu deildarinnar nauðsynleg eins fljótt og kostur er.

Bjarni Torfi Álfþórsson.

      (sign)

 

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sólveig Pálsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka tillöguna á dagskrá.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela Æskulýðs- og íþróttaráði undirbúning nauðsynlegrar stækkunar á aðstöðu fimleikadeildar Gróttu. Tillaga skal lögð fram fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 15. ágúst 2006.

 

c)     Eftirfarandi aðilar verða í undirkjörstjórn  við bæjarstjórnarkosningarnar þann 27. maí 2006.

Frá D-lista.

Þórður Búason Sólbraut 16

Jónas Friðgeirsson Barðaströnd 31

Hildur B. Guðlaugsdóttir Sólbraut 16

Kristinn Guðmundsson Vallarbraut 6

Jakobína Jónsdóttir Bollagörðum 55

Elín Jónsdóttir Bollagörðum 55

Þóra Guðrún Jónsdóttir Tjarnarból 14

Stella Auðunsdóttir Tjarnarbóli 2

 

Frá N-lista

Sigrún Benediktsdóttir Sólbraut 13

Ragnhildur Guðmundsdóttir Eiðismýri 30

Magnús Dalberg Nesbala 106

Davíð Halldór Kristjánsson Suðurmýri 22

Til vara:

Elina Klara Guðlaugsdóttir Tjarnarstígur 20

Margrét Steinunn Bragadóttir Suðurmýri 38

 

d)    Samþykkt var að breyta kjörskrá samkvæmt bréfi frá Hagstofu Íslands dagsett 22. maí 2006 þar sem Sigurborg Sveinsdóttir kt. 080375-4769 var ranglega skráð að Bollagörðum 69 á Seltjarnarnesi. Rétt heimilisfang er Borgarholtsbraut 69 í Kópavogi.

Þá hafa borist tilkynningar frá þjóðskrá um 2 einstaklinga sem hafa látist og verða þeir felldir af kjörskrá. 

 

Aukafundur og jafnframt síðasti fundur þessarar bæjarstjórnar er áætlaður miðvikudaginn 31. maí 2006 kl. 8:00 þar sem tekin verður fyrir breyting á bæjarmálasamþykkt.

Fundi var slitið kl.  18:03

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?