Miðvikudaginn 9. maí 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til aukafundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 12:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Ingimar Sigurðsson.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
1. Lögð var fram kjörskrá Seltjarnarnes fyrir alþingiskosningarnar 10. maí 2003, samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, nr 24/2000, VI. kafla.
Lagt var fram bréf Hagstofu Íslands dagsett 29. apríl 2003.
Samþykkt að taka á kjörskrá Óla G. Jónsson kt. 301244-4799 Austurströnd 2.
Á kjörskrá eru alls 3.429 manns, 1.689 karlar og 1.740 konur.
Kjörskráin þannig samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl. 12:07