Miðvikudaginn 14. maí 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Vegna 18. liðar í fundargerð bæjarstjórnar nr 572 23. apríl 2003, var eftirfarandi bókun lögð fram:
Fulltrúar NESLISTANS leggja fram eftirfarandi bókun vegna fyrirspurnar NESLISTANS á 571. fundi bæjarstjórnar hinn 9. apríl sl. og svara bæjarstjóra við þeim á 572. fundi bæjarstjórnar hinn 23. apríl s.l.
1. Fulltrúar NESLISTANS þekkja vel til skýrslna endurskoðunarfyrirtækisins. Hvergi er að finna í þeim skýrslum þær lýsingar á fjárhagsstöðu bæjarfélagsins, sem fram kemur í bókun meirihlutans. Eiga ummæli meirihlutans í bókun á 570. fundi bæjarstjórnar sér því ekki stoð í umræddum skýrslum eins og haldið er fram og er alfarið mat meirihlutans á stöðunni. Bera slík vinnubrögð vott um bæði villandi og rangan málflutning.
2. Það er rangt að margsinnis hafi verið vísað til umræddrar skýrslu. Skýrslan hefur aldrei verið lögð fram. Fulltrúar NESLISTANS vissu ekkert um tilvist hennar. Það er aukinheldur ótrúlegt svar hjá bæjarstjóra og lýsir á nokkuð afdráttarlausan hátt afstöðu hans til aðgengis kjörinna fulltrúa að upplýsingum þegar hann vísar til þess að bæjarfulltrúar geti útvegað sér sjálfir gögn sem liggja frammi í afgreiðslu á bæjarskrifstofunni!
3. Á sama tíma og vísað er til “leyniskýrslu” sérfræðinganna um viðhaldsþörf, þar sem sagt er að viðhaldsþörf næstu fimm ára sé á bilinu 116-175 eða 23-25 á ári (á auðvitað að vera 23-35 á ári) kemur fram í bréfi frá talsmanni Fasteignafélagsins hf. dags 20. mars 2003 að viðhaldsþörf Eiðistorgs sé talið vera 45 milljónir og viðhaldsþörf Skólabrautar 2 sé 40 milljónir og sé viðhaldsþörf þessara fasteigna umfram eðlilegt viðhald. Þetta mat Fasteignar hf. staðfestir málflutning NESLISTANS um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt sem skyldi.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
Að gefnu tilefni skal bent á að vísað er til þess álits Grant Thornton að fjárhagsstaða bæjarins sé traust. Annað í umræddri bókun er skoðun undirritaðs og meirihluta SJÁLFSTÆÐISFLOKKS um 3 ára áætlun bæjarins eins og glögglega má lesa í umræddri bókun. Undirritaður stendur við svör sín að öllu leyti.
Jónmundur Guðmarsson
Fundargerð síðasta fundar staðfest.
1. Lögð var fram fundargerð 122. (17.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 7. maí 2003 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.
2. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram fundargerð 20. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 8. maí 2003 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 46. (12.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dags. 8. maí 2003 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lagður var fram ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness fyrir árið 2002.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
5. Lagður var fram ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness fyrir árið 2002.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
6. Lagður var fram ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2002.
Til máls tóku: Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
7. Lagður var fram ársreikningur Hrólfskálamels ehf fyrir árið 2002.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
Samþykkt var að tilnefna í stjórn Hrólfskálamels ehf á næsta aðalfundi félagsins þau Jónmund Guðmarsson, Ingu Hersteinsdóttur og Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur
8. Lagður var fram ársreikningur Félagslegs íbúðarhúsnæðis Seltjarnarnesi fyrir árið 2002, síðari umræða.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
9. Lagður var fram ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2002, síðari umræða.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson
Lagt var fram bréf skoðunarmanna Bæjarsjóðs Seltjarnarness þar sem þeir samþykktu ársreikningana án athugasemda.
Ársreikningar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2002 borinn upp og samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum. Reikningarnir voru síðan undirritaðir.
10. Lögð var fram fundargerð 53. stjórnarfundar veitustofnana dagsett 5. maí 2003 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók Sunneva Hafsteinsdóttir
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 26. stjórnarfundar Strætó bs. dagsett 23. apríl 2003 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 32. stjórnarfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 22. apríl 2003 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 255. stjónarfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 14. apríl 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2003 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis dagsett 8. maí 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Erindi:
1) Lagðar voru fram ályktandir 63. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 10. apríl 2003.
a. Ályktun um heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem tekjustofnar verði í samræmi við verkefni og lögbundnar skyldur og leitað verði leiða til að efla enn frekar fjárhags- og efnahagslegt samráð ríkis og sveitarfélaga.
b. Ályktun um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga, þar sem unnið verði að stækkun og eflingu sveitarfélaganna þannig að hvert um sig geti staðið undir lögbundinni þjónustu.
Umræður urðu um lið b en afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bæjarstjóra falið að koma með drög að bókun í anda umræðunnar sem kom fram á fundinum.
2) Lagt var fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dagsett 10. apríl 2003, þar sem tilkynnt er breyting á lögum 97/1990 um að stjórnir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana séu lagðar niður.
3) Lagt var fram bréf íbúa Nesbala 34 og Nestraðar 7, dagsett 6. apríl 2003, þar sem bæjarstjóra og bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar er sérstaklega þakkað fyrir að hafa fjarlægt gamla fjósið og hlöðuna í landi Ness við Seltjörn.
Fundi var slitið kl. 18:15