Miðvikudaginn 22. mars 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 632. fundar samþykkt.
1. Lögð var fram fundargerð 86. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. mars 2006 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram fundargerð 174. (69.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. mars 2006 og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 319. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 16. mars 2006 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð undirnefndar Félagsmálaráðs um jafnréttismál, dagsett 23. febrúar 2006 og var hún í 6 liðum.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 71. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. dagsett 10. mars 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 14. mars 2006 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 303. (42.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. mars 2006 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Tillögur og erindi:
a) Lögð voru fram drög að Skólastefnu Seltjarnarness.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
Bæjarstjórn þakkar öllum þeim sem unnið hafa að gerð Skólastefnu Seltjarnarness fyrir vel unnin störf.
Skólastefnan var samþykkt samhljóða með eftirfarandi viðbót við kaflann Árangursmat og eftirfylgni: Árlega verður lagt mat á hvað hefur áunnist og það kynnt bæjarstjórn og þeim aðilum sem bera ábyrgð á viðkomandi málaflokki/þjónustu.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslista í bæjarstjórn fagna því að loks hefur verið gerð skólastefna fyrir allt skólastarf á Seltjarnarnesi. Í stefnunni eru sett fram háleit og metnaðarfull markmið um allt skólastarf. Barnið er ávallt í brennidepli og mikið er lagt upp úr samstarfi og trausti milli skóla/kennara, nemenda/heimila og samfélags.
Það hefði t.d. verið óhugsandi að standa að sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla á þann hátt sem gert var ef þessi skólastefna hefði verið í gildi þegar sú umdeilda ákvörðun var tekin. Þetta er einungis byrjunin og það er hlutverk skólanefndar að setja viðmið um leiðir og safna upplýsingum um mælanlegan árangur hverju sinni. Fulltrúar Neslista taka að lokum undir þakkir skólanefndar til þeirra fjölmörgu aðila sem tóku þátt í gerð skólastefnunnar.”
Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign) (sign)
b) Lögð voru fram drög að Fjölskyldustefnu Seltjarnarness með áorðnum breytingum frá því hún var lögð fram á 629. fundi bæjarstjórnar. Einnig var lögð fram fundargerð undirnefndarinnar, dagsett 9. mars 2006.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Bæjarstjóra og félagsmálastjóra falið að yfirfara textann í samræmi við umræður á fundinum. Afgreiðslu áætlunarinnar frestað til næsta fundar.
c) Neslistinn tilnefnir eftirfarandi fulltrúa í nefndir sem koma í stað Ingibjargar S Benediktsdóttur, samkvæmt 7. lið b. á 632. fundi bæjarstjórnar.
Í Félagsmálaráð Seltjarnarness: Brynjúlfur Halldórsson, Tjarnarmýri 37.
Í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis: Kristján Þorvaldsson, Miðbraut 3.
Í Fulltrúaráð Eirar: Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2.
Fundi var slitið kl. 18:30