Fara í efni

Bæjarstjórn

632. fundur 08. mars 2006

Miðvikudaginn 8. mars 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Gerð er athugasemd við fundargerð 631. fundar þar sem síðasta setning bókunar Neslistans í 2. lið fundargerðarinnar féll niður: “ ........ Bæjarstjóri er ráðinn af bæjarstjórn og starfar í skjóli hennar”.  

Fundargerð 631. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram fundargerð 69. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 23. febrúar 2006 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Rætt var um vinarbæjarmótið og spurt um stöðu á undirbúningi að því.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 18. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness, dagsett 13. febrúar 2006.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

3.           Lögð var fram fundargerð 222. fundar stjórnar SORPU bs.   dagsett 20. febrúar 2006 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 289. fundar stjórnar SSH  dagsett 27. febrúar 2006 og var hún í 2 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð fundar Stjórnar Reykjanesfólkvangs,  dagsett 24. janúar 2006 og var hún í 3 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðinni vísað til Umhverfisnefndar til upplýsingar.

6.           Lögð var fram fundargerð 214. fundar Launanefndar sveitarfélaga,  dagsett 1. mars 2006 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Tillögur og erindi:

a)      Lagt var fram bréf frá Veiðimálastofnun dagsett 24. febrúar 2006, þar sem leitað er eftir samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulagningu og þátttöku í málþingi um vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu, ástand, horfur og framtíðarmarkvið.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir

Bæjarstjórn tekur jákvætt  í erindi þetta og tilnefnir  Stefán Bergmann sem fulltrúa sinn í undirbúningshóp.

b)     Lagt var fram bréf dagsett 2. febrúar 2006 frá Ingibjörgu S. Benediktsdóttur þar sem hún tilkynnir flutning lögheimilis úr sveitarfélaginu. Þar með lætur hún af nefndarstörfum ásamt því að kjörbréf hennar sem varabæjarstjórnarfulltri fellur úr gildi.

Bæjarfulltrúar þakka Ingibjörgu fyrir vel unnin störf. 

Tilnefningu nýs fulltrúa frestað til næsta fundar.

 

Fundi var slitið kl.  17:25



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?