Fara í efni

Bæjarstjórn

631. fundur 22. febrúar 2006

Miðvikudaginn 22. febrúar 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Gerð er athugasemd við 3. lið fundargerðar 630. fundar þar sem fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness var fundargerð 172. (67.) fundar.

Fundargerð 630. fundar samþykkt.

1.          Lagt var fram til seinni umræðu tillaga að Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2006-2024 ásamt greinargerð. Þá voru lagðar fram innkomnar athugasemdir við aðalskipulagið ásamt svörum við þeim.

Á fundinn mætti Hlín Sverrisdóttir frá Alta ehf. og gerði grein fyrir aðalskipulagstillögunni og  greinargerðinni, ásamt því að svara fyrirspurnum bæjarfulltrúa.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Bæjarstjóri þakkaði starfsmönnum Alta ehf., Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar og öllum öðrum sem komið hafa að gerð aðalskipulagsins, fyrir vel unnin störf.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

“Í samræmi við 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og með vísan í ákvörðun Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar frá 16.02.2006 (fundur nr. 85. liður 2) samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 ásamt greinargerð. Skal hin samþykkta tillaga send Skipulagsstofnun ásamt athugasemdum og umsögnum um þær”.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Hlín yfirgaf fundinn kl 17:25

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Neslistans fagna því að aðalskipulag fyrir 2006-2024 sjái nú loksins dagsins ljós.  Grunnurinn að góðu skipulagi er gott og vel unnið aðalskipulag með skýr markmið og stefnumörkun. Gott aðalskipulag er forsenda þess að deiliskipulag verði gott.

Fulltrúar Neslistans hafa margoft bent á og bókað um mikilvægi þess að ljúka aðalskipulagi áður en hafist er handa við að deiliskipuleggja einstök svæði. Vísum við m.a. á bókun okkar á fundi bæjarstjórnar 26. október 2005.

Að okkar mati er stefnumörkunin enn of opinn varðandi einstök svæði og markmið óljós, sem getur orsakað erfiðleika síðar þegar farið verður í deiliskipulagsvinnuna. Bendum við sérstaklega á Vestursvæði og Miðsvæði í þessu sambandi.

Á vestursvæðinu er því t.d. ekki hafnað að reistar verði stærri byggingar vestan sjónlínu frá Nesstofu að Ráðagerði s.s. þjónustubyggingar. Slíkt myndi skerða svæðið til muna og auka bílaumferð inn á svæðið. Við teljum að flestir bæjarbúar vilji ekki að seilst verði inn á þetta svæði með mannvirki.

Stefnumörkun fyrir miðsvæði er ennþá of opin að okkar mati. Engin heildarsýn kemur fram í aðalskipulaginu um miðsvæðið og ekki er orð um umferðartengingar og aðrar tengingar milli Hrólfsskálamelar, Austurstrandar og Eiðistorgs. Verður að telja að mikið skorti á þegar það er skilið eftir jafn opið og hér um ræðir. Ein af meginreglum aðalskipulags er að skýra og skilgreina vandlega umferðar- og göngukerfi svæða.

Tekið hefur verið tillit til athugasemda vegna 6 hæða byggingar á horni Suðurstrandar og Nesvegnar, sem fyrirhuguð var, og fallist á að lækka hana í 5 hæðir. Hér er um hámark að ræða. Fulltrúar Neslistans benda á að eftir er að deiliskipuleggja svæðið og teljum við 5 hæða bygging á þessu horni sé of há.

Fulltrúar Neslistans hafa lagt til að skipaðir verði samráðshópar um Vestursvæði og Miðsvæði, en meirihlutinn hefur ekki enn tekið þá beiðni fyrir í Skipulags- og mannvirkjanefnd. Brýnt er að farið sé í þá vinnu nú þegar.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir     Sunneva Hafsteinsdóttir   Árni Einarssson

                   (sign)                              (sign)                              (sign)

Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti Sjálfstæðisflokks færir fulltrúum meiri- og minnihluta Skipulags- og mannvirkjanefndar bæjarins þakkir fyrir vel unnin störf og framsýnt og vandað aðalskipulag sem nú liggur fyrir. Einnig færa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Seltjarnarness ráðgjöfum bæjarins þakkir fyrir vel unnin störf oft á tíðum við viðkvæmar og vandasamar aðstæður.

Aðalskipulag bæjarins ber vott um vilja til jákvæðrar þróunar og uppbyggingar öflugs bæjarfélags til framtíðar litið.

            Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                     (sign)                                        (sign)

            Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                     (sign)                                        (sign)

         

1.           Lögð var fram fundargerð 364. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. febrúar 2006 og var hún í 14 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Liðir 3 og 9 voru samþykktir samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 9. liðar fundargerðarinnar:

“Fulltrúar Neslista í bæjarstjórn Seltjarnarness fagna því að nú sé þessu vandræðalega máli lokið á þann hátt að allir starfsmenn bæjarins sitji við sama borð og sé ekki mismunað eins og bæjarstjóri áætlaði að gera. En fulltrúar Neslista í bæjarstjórn vilja ítreka að bæjarstjóri hefur ekki umboð til að taka ákvarðanir eins og hann gerði í lok árs 2005 án samráðs við Fjárhags- og launanefnd og bæjarstjórn.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir     Sunneva Hafsteinsdóttir     Árni Einarsson

          (sign)                                        (sign)                              (sign)

 

2.           Lögð var fram fundargerð 84. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 9. febrúar 2006 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Liður 5 í fundargerðinni var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 85. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. febrúar 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 173. (68.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. febrúar 2006 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 302. (41.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. febrúar 2006 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 317. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. janúar 2006 sem áður var lögð fram undir 2. lið 630. fundar bæjarstjórnar. Einnig voru lagðar fram verklagsreglur í félagslegri heimaþjónustu fyrir starfsmenn Félagsþjónustusviðs.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Verklagsreglur í félagslegri heimaþjónustu samþykktar samhljóða. Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 318. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 16. febrúar 2006 og var hún í 7 liðum. Einnig var lögð fram skýrsla starfshóps um öldrunarmál á Seltjarnarnesi.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unna skýrslu.

Skýrslu starfshópsins um öldrunarmál vísað til forstöðumanna Félagsmálasviðs og  Fjármálasviðs til frekari vinnslu fyrir bæjarstjórn.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 2. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis,  dagsett 14. febrúar 2006 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku:  Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 288. fundar stjórnar SSH  dagsett 6. febrúar 2006 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 70. fundar stjórnar Strætó bs.  dagsett 10. febrúar 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

Fundi var slitið kl.  18:25

 

 

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?