Fara í efni

Bæjarstjórn

594. fundur 12. maí 2004

Miðvikudaginn 12. maí 2004 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.

1. Lögð var fram fundargerð 166. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 29. apríl 2004 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.        Lögð var fram fundargerð 39. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar  Seltjarnarness, dagsett 6. maí 2004 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Neslistans taka það fram að samþykki fulltrúa Neslistans í Skipulags- og mannvirkjanefnd um tillögu um undirbúning breytinga á aðalskipulagi lýtur að því að samþykkja að formlega sé farið í vinnuna með þessum hætti en lýtur í engu að neinum efnislegum ákvörðunum um aðal- og deiliskipulag.

Þá vilja fulltrúar Neslistans lýsa áhyggjum sínum yfir þeim drætti sem hefur orðið á vinnu við aðalskipulag, en samkvæmt minnisblaði frá aðalskipulagshöfundum dags. 5. febrúar 2004 um framvindu verkefnisins átti að kynna aðalskipulagið fyrir íbúum nú í þessum mánuði. Vinnu miðar hægt áfram við aðalskipulagið og allar áætlanir úr skorðum. Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur ekki komið að málinu síðan um mánaðarmótin febrúar-mars. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum vinnubrögðum og spurt er hverju þetta sætir?

Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson

            (sign)                                        (sign)                             (sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 298. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 4. maí 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Vegna 7. liðar fundargerðarinnar, varðandi atvinnumál ungmenna á Seltjarnarnesi, lagði bæjarstjóri fram eftirfarandi til upplýsingar:

Brugðist var vel við óskum unglinga og ungs fólks á Seltjarnarnesi síðastliðið vor og tókst að útvega öllum vinnu svo vitað sé. Svipaður fjöldi sótti um störf hjá bænum nú og á sama tíma í fyrra og þegar er hafinn undirbúningur að viðbrögðum hjá tækni- og umhverfissviði. Sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ hefur verið fjölgað á síðustu árum og í ár hafa stofnanir og skrifstofur bæjarins lagt áherslu á að ráða ungmenni í sumarafleysingar þar sem því hefur verið komið við. Markmið stjórnenda bæjarins er að tryggja áfram að enginn verði atvinnulaus í sumar. Haft er reglulegt samband við alla þá sem ekki hafa enn fengið vilyrði fyrir sumarstarfi á vegum bæjarins og var staðan fyrr í dag þessi:

18 ára og eldri.

16 voru búin að fá vinnu.

9 voru ekki með vinnu og höfðu ekki von.

1 svaraði ekki.

5 hafa von um vinnu.

17 ára.

9 eru ekki með vinnu og hafa ekki von um vinnu.

7 svara ekki í síma.

8 eru komin með vinnu.

Jónmundur Guðmarsson

(sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 10. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness, dagsett 27. apríl 2004.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins 2004 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 20. apríl 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 267. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 3. maí 2004 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 713. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. apríl 2004 og var hún í 32 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 192. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 21. apríl 2004 og var hún í 13 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 193. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 5. maí 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 7. fundar í samstarfsnefnd Launanefndar sveitarfélaga og MATVÍS, dagsett 6. maí 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 38. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.  dagsett 16. apríl 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 37. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 30. apríl 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. apríl 2004, vegna ályktunar 65. fundar fulltrúaráðsins sem haldinn var 23. apríl 2004, um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

b)    Lagt var fram bréf frá Málræktarsjóði dagsett 28. apríl 2004 varðandi tilnefningu fulltrúa á aðalfund félagsins sem haldinn verður 4. júní n.k.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Jón Jónsson er tilnefndur áfram sem fulltrúi Seltjarnarnesbæjar.

14.      Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Fulltrúar Neslistans hafa áður lýst því að þeir telji rétt að bæjarstjórnarfundum sé útvarpað og leggja til að samþykkt verði að fela bæjarstjóra að kanna fyrir bæjarstjórn tæknilega útfærslu og kostnað við að koma þessu á hér á Seltjarnarnesi. Miðað skal við að útsendingar geti hafist í ágúst/september 2004.

Greinargerð:

Í okkar upplýsingasamfélagi eru sífellt gerðar ríkari kröfur til opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu. Þrátt fyrir það að bæjarstjórnarfundir séu opnir almenningi koma bæjarbúar ekki til að hlýða á fundi bæjarstjórnar. Það er skiljanlegt að bæjarbúar bregði sér ekki af bæ til að hlýða á fundi, en næsta víst má telja að margir myndu nýta sér þann kost að hlusta á fundina í útvarpi. Við teljum það eðlilega og sjálfsagða þjónustu við bæjarbúa að geta hlýtt á umræður í bæjarstjórn heima sem heiman eins og í boði er í öllum nærliggjandi sveitarfélögum.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson

                     (sign)                              (sign)                        (sign)

 

15.      Sunneva Hafsteinsdóttir spurðist fyrir um frágang á erindisbréfum fastanefnda Seltjarnarnesbæjar og benti einnig á að enn hefðu svör Hitaveitu Seltjarnarness við minnispunktum Guðjóns Jónssonar frá árinu 2003 varðandi hitaveituna ekki borist. 

Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni og kvaðst mundu senda bæjarfulltrúum svör veitunnar.

 

Fundi var slitið kl. 17:42  

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?