623. (1549.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 12. október 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 16:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 622. fundar samþykkt með eftirfarandi athugasemd.
Í lið 1 var gerð fyrirspurn um sundurliðun á kostnaði Menningarnefndar.
1. Tekin var til afgreiðslu tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 sem lögð var fram ásamt greinargerð og breytingatillögum á 622. fundi bæjarstjórnar.
Niðurstöður fjárhagsáætlunarinnar eru að skatttekjur hækka um 29.700.000.- og rekstrargjöld aðalsjóðs um 58.265.000.- Þar af er hækkun lífeyrisskuldbindinga 24.000.000.- Hagnaður aðalsjóðs verður kr. 134.104.000.- en hagnaður samstæðu A og B hluta kr. 77.966.000.-
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 4 atkvæðum en fulltrúar Neslistans sátu hjá.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2005 með eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun vegna ársins 2005 einkenndist m.a. af framkvæmdagleði, sem byggðist á áætlaðri sölu á landi bæjarsjóðs við Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun má sjá að botninn er dottinn úr flestum fyrirhuguðum framkvæmdum meirihlutans. Meirihluti sjálfstæðismanna hefur enn ekki lánast að koma skipulagsmálunum í farsæla höfn og virðist því lítið verða eftir af hástemmdum markmiðum. Um þetta bókuðu fulltrúar Neslistans við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna 2005 og hefur það því gengið eftir.
Athygli vekur að hagnaður af rekstri bæjarstjóðs lækkar úr 162 milljónum í 132 milljónir, þrátt fyrir það að reiknuð húsaleiga er lækkuð um 15 milljónir til að bæta afkomu bæjarsjóðs. Er því afkoma bæjarsjóðs mun lakari eða um 43 milljónir frá fjárhagsáætlun 2005. Rekstrargjöld aðalsjóðs og stofnana taka til sín 90,8% af tekjum bæjarsjóðs. Þess má geta að viðmið félagsmálaráðuneytisins er 85%. Verður það að teljast afar ósannfærandi fjármálastjórn hjá meirihlutanum að ráðast í reiknaðar stærðir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun til að “laga” afkomu bæjarsjóðs.
Þá vekur það ennfremur athygli að menningarnefnd fer 36% fram úr fjárheimildum. Það getur ekki talist ásættanlegt. Framlög til menningarmála eru ekki mikil á Seltjarnarnesi en gera verður þá lágmarkskröfu að leitað sé heimilda hjá fjárhags- og launanefnd áður en ákvarðanir eru teknar um að ráðstafa fé utan fjárheimilda. Slík vinnubrögð skapa mjög slæmt fordæmi.”
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign) (sign)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Athugasemdir minnihlutans eru athyglisverðar þegar til þess er tekið að endurskoðendur bæjarins hafa ítrekað vakið athygli á vandaðri áætlunargerð bæjarins, síðast í endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings bæjarins 2004.
Rekstur bæjarins og fjármálastjórn hefur gengið vel það sem af er þessu kjörtímabili og er Seltjarnarnesbær fyrirmynd margra annarra sveitarfélaga hvað fjárstjórn snertir.
Framkvæmdir á vegum bæjarins hafa sjaldan verið meiri og tekur endurskoðuð áætlun mið af breytingum á þeim verkefnum sem í farvatni eru s.s. byggingu hjúkrunarheimilis og endurgerðar á Nesstofu sem farið verður í síðar vegna utanaðkomandi þátta eins og lesa má um í greinargerð með endurskoðaðri áætlun.
Þar við bætist 220 milljóna viðsnúningur í afkomu bæjarins sem gefur bæjarsjóði aukið bolmagn til að ráðast í verkefni sín samkvæmt endurskoðaðri áætlun þótt af landsölu yrði ekki. Að því er hins vegar stefnt. “
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign) (sign)
Bjarni Torfi Álfþórsson Ingimar Sigurðsson
(sign) (sign)
2. Lögð var fram fundargerð 358. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness , dagsett 6. október 2005 og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
Bæjarfulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna liðar 3 í fundargerðinni:
“Í lið nr. 3 kemur fram að bæjarstjórn hefur borist tilboð um kaup á eignum bæjarins við Sef- og Bygggarða. Fulltrúum Neslistans hafa ítrekað borist það til eyrna og fengið um það fyrirspurnir, frá því í byrjun sumars, hvort einhverjir aðilar hefðu lýst yfir áhuga á að kaupa umræddar eignir og skipuleggja landið. Fulltrúar Neslistans vissu ekkert um þetta mál fyrr en oddviti Neslistans fær afrit dagsett 21. september sent heim þremur dögum fyrir boðaðan fund í F&L hinn 6. október og rann tilboðið út daginn eftir. Vissa er fyrir því nú að þreifingar hafa staðið yfir síðan í byrjun júní. Átelja verður þau vinnubrögð bæjarstjóra að upplýsa ekki kjörna fulltrúa um mál af þessum toga, en vissa er og fyrir því að bæjarfulltrúar meirihlutans vissu heldur ekkert af þessu máli. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarstjórnar og sé leitað til hans vegna málefna bæjarfélagsins ber honum að kynna það fyrir bæjarfulltrúum. Annað samrýmist ekki starfi hans og ábyrgðarsviði.”
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign) (sign)
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
“Oddviti minnihlutans er samur við sig og kýs sem endranær að halla sér fremur að dylgjum og orðrómi en staðreyndum máls.
Bæjarstjóri hefur það augljósa hlutverk að veita upplýsingar og beina fyrirspyrjendum og utanaðkomandi aðilum, sem eru fjölmargir á degi hverjum, í réttann og formlegan farveg til að fagnefndir og bæjarstjórn geti fjallað um þau. Á tiltekna máli hefur verið þannig haldið.”
Jónmundur Guðmarsson
(sign)
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 76. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 23. september 2005 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 77. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 30. september 2005 og var hún í 7 liðum.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 167. (62.). fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. október 2005 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 61. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 4. október 2005 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 17. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness, dagsett 26. september 2005.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 3. október 2005.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 217. fundar stjórnar SORPU bs. , dagsett 26. september 2005 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 62. fundar stjórnar STRÆTÓ bs. , dagsett 30. september 2005 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 50. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. , dagsett 16. september 2005 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 207. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 31. ágúst 2005 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 208. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 21. september 2005 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Erindi:
a) Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 10. og 11. nóvember 2005.
b) Lagt var fram bréf dagsett 24. ágúst 2005 frá Hundaræktarfélagi Íslands, til sveitarfélaga vegna hundamála.
c) Lögð var fram umsókn Sigtis ehf um endurnýjun á léttvínsleyfi fyrir Golfskálann á Seltjarnarnesi.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við endurnýjun áfengisleyfis til eins árs, að uppfylltum lögboðnum umsögnum og vottorðum.
15. Tilnefndir voru nýir varamenn D-listans í Umhverfisnefnd Seltjarnarness þau Lárus B. Lárusson Lindarbraut 8 og Sólveig Pálsdóttir Unnarbraut 14.
Koma þau í stað Guðmundar H Þorsteinssonar og Guðmundar Óskarssonar.
Fundi var slitið kl. 16:50