Fara í efni

Bæjarstjórn

508. fundur 09. febrúar 2000


Miðvikudaginn 9. febrúar 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir,  Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.      
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 
1. Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árin 2001, 2002 og 2003.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Neslistans og lögðu þeir fram eftirfarandi bókun með afstöðu sinni.
„Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness bera enga ábyrgð á gerð þessarar 3ja ára áætlunar. Plagg þetta er ómarkvisst og lagt fram án samráðs við fagnefndir sem starfa innan stjórnkerfis bæjarins. 
Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögð og viðhöfð voru á síðasta ári, þrátt fyrir yfirlýsingar bæjarstjóra og formanns fjárhagsnefndar í vetur um að önnur og betri vinnubrögð yrðu tekin upp.
Tilgangur 3ja ára áætlunar er að sveitarstjórnarmenn setji skipulega fram stefnu sína og markmið til lengri tíma og jafnvel lengur en áætlunin tekur beinlínis til.
Þessi áætlun er metnaðarlaus, ekki vel unnin og er af því er virðist fyrst og fremst gerð til að uppfylla lagaskyldu sveitarstjórna“.
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)           Sigrún Benediktsdóttir (sign)
Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
„3ja ára áætlun meirihluta er stefnuyfirlýsing hans til næstu 3ja ára.  Metnaður meirihluta felst í því að framkvæmdir kalla ekki á auknar álögur á bæjarbúa þrátt fyrir miklar framkvæmdir.
Fjárhagur Seltjarnarnesbæjar er með því besta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum“.
2. Lögð var fram 279. fundargerð fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 25. janúar 2000 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.                   
 
3.     Lögð var fram 252. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett
        2. febrúar 2000 og var hún í 7 liðum.
        Jafnframt voru lagðar fram reglur um liðveislu.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen. 
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, en reglurnar voru samþykktar samhljóða.

4. Lagðar voru fram 53, 54 og 55 fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 24. og 31. janúar og 3. febrúar 2000 og voru þær í 3, 1 og 2 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu 1. liðs 54. fundargerðarinnar.  Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

5.  Lagðar voru fram 19. og 20. fundargerðir Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarrnarness dagsettar 21. og 24. janúar 2000 og voru þær í 2 og 3 liðum.
Til máls tóku Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

6. Lögð var fram 1. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett  17. janúar og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin  gaf ekki tilefni til samþykktar. 

7. Lögð var fram 215. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 14. janúar 2000 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Sigrún Benediktsdóttir, Erna Nielsen og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 155. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 27. janúar 2000 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 246. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 3. febrúar 2000 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
2.liður fundargerðarinnar um að efna til tveggja þrepa hugmyndasamkeppni um skipulag á Hrólfskálamel var samþykkt samhljóða.
3.liður fundargerðarinnar um að breyta aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 1981-2001 varðandi Hrólfskálamel, þannig að reitir auðkenndir 1-5 í staðfestu aðalskipulagi frá 30. desember 1992, með síðari breytingum staðfestum 3. október 1997, verði ætlaður fyrir íbúðar og þjónustustarfsemi, var samþykktur samhljóða.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

10. Lagðar voru fram 34. og 35. fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsettar 5. og 19. janúar 2000 og voru þær í 5 og 10 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Benediktsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

11.   Erindi: 
a. Lögð var fram tillaga borgarráðs um að ganga til viðræðna við Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Bessastaðahrepp um stofnun byggðasamlags um rekstur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson. 
Samþykkt var samhljóða að taka þátt í stofnun byggðasamlagsins.
 
b. Lagt var fram bréf Neytendasamtakanna dagsett 28. janúar 2000 þar sem óskað er eftir styrk vegna ársins 2000.
Erindinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.
 
c. Lagðar voru fram reglur um fræðasetur í Gróttu sbr. 9. lið 506 fundargerð bæjarstjórnar.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur Hjaltested.
Reglurnar voru samþykktar samhljóða. 

d. Ræddar voru hugmyndir um samræmingaráætlun S.S.H.

  Fundi slitið kl.18.16 Álfþór B. Jóhannsson


  Sigurgeir Sigurðsson (sign)    Erna Nielsen (sign)
  Inga Hersteinsdóttr (sign)    Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
  Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)   Sigrún Benediktsdóttir (Sign)
  Jens Pétur Hjaltested (sign).



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?