621. (1547.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 7. september 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 620. fundar samþykkt.
1. Lögð var fram fundargerð 356. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 19. ágúst 2005 og var hún í 17 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
2. liður fundargerðarinnar vegna lánasamnings við Lánasjóð sveitarfélaga var samþykktur samhljóða með eftirfarandi bókun:
“Sveitarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar, samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000.- kr. vegna yfirtöku á skuldum Hrólfsskálamels ehf. , sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þetta skal endurgreiðast á 17 árum og ber 3,85% fasta vexti auk verðtryggingar. Uppgreiðsla lánsins umfram umsamdar afborganir er óheimil.
Voru skilmálar lánveitingarinnar og lánskjör nánar kynnt og rædd á fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða, og gildir tryggingin uns skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.
Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Seltjarnarneskaupstaðar, Jónmundi Guðmarssyni kt 080368-5859 , fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er Jónmundi Guðmarssyni kt. 080368-5859 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Seltjarnarneskaupstaðar, hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum.”
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram fundargerð 164. (59.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. ágúst 2005 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 165. (60.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 29. ágúst 2005 og var þetta vinnufundur um málefni Grunnskóla Seltjarnarness.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 71. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. ágúst 2005 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 72. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. ágúst 2005 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Ingimar Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 73. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. ágúst 2005 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 182. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. ágúst 2005 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: Ingimar Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.
Bæjarstjóra falið að móta tillögu að reglum um eftirlit og aðferðir til að takmarka fjölda vargfugla og skemmdir af völdum gæsa innan bæjarmarkanna.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð 312. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 25. ágúst 2005 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 296. (35.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 16. ágúst 2005 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 297.(36.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 6. september 2005 og var hún í 1 lið.
Til máls tóku: Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 7. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 9. ágúst 2005 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 60. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 19. ágúst 2005 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 282. fundar stjórnar SSH, dagsett 15. ágúst 2005 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram fundargerð 216. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 15. ágúst 2005 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
Fundi var slitið kl. 17:40